Íslensk hönnun á Asos Marketplace. Marín Manda skrifar 14. mars 2014 19:00 Gúrý Finnbogadóttir „Núna hafa opnast nýjar dyr fyrir mér en mín ástríða hefur alltaf verið í fatahönnun. Það er eitthvað sem ég veit og kann. Ég hef rosalega mikinn áhuga á skarti en fötin eru númer eitt hjá mér,“ segir Gúrý Finnbogadóttir fatahönnuður, sem hefur nú fengið tækifæri til að selja hönnun sína á Asos Marketplace. Gúrý býr í Kaupamannahöfn ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum. Saman hafa þau hjónin rekið hönnunarfyrirtæki með sínum eigin merkjum sem nefnast Breki, Zero6 og gury. „Nú höfum við flutt verkstæðið okkar og höfum umkringt okkur með hæfileikaríku fólki sem bendir okkur í réttar áttir,“ segir Gúrý og bætir við að vinnan á bak við eigin framleiðslu og hönnun hafi verið heilmikil. „Ég lagði ótrúlega mikla vinnu í að finna réttu efnin þegar ég bjó í Víetnam og gekk sjálf á milli efnamarkaða með börnin með mér. Það er erfitt að koma af stað netverslun þegar fólk þekkir ekki merkið svo ég ákvað að gera þetta alveg upp á nýtt og vinna með nýrri fyrirsætu og nýjum ljósmyndara. Nú loksins lítur þetta út eins og það á vera og fram undan eru spennandi tímar,“ segir hún. Nánar um hönnun Gúrý á marketplace.asos.com undir nafninu gury. Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Fleiri fréttir „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
„Núna hafa opnast nýjar dyr fyrir mér en mín ástríða hefur alltaf verið í fatahönnun. Það er eitthvað sem ég veit og kann. Ég hef rosalega mikinn áhuga á skarti en fötin eru númer eitt hjá mér,“ segir Gúrý Finnbogadóttir fatahönnuður, sem hefur nú fengið tækifæri til að selja hönnun sína á Asos Marketplace. Gúrý býr í Kaupamannahöfn ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum. Saman hafa þau hjónin rekið hönnunarfyrirtæki með sínum eigin merkjum sem nefnast Breki, Zero6 og gury. „Nú höfum við flutt verkstæðið okkar og höfum umkringt okkur með hæfileikaríku fólki sem bendir okkur í réttar áttir,“ segir Gúrý og bætir við að vinnan á bak við eigin framleiðslu og hönnun hafi verið heilmikil. „Ég lagði ótrúlega mikla vinnu í að finna réttu efnin þegar ég bjó í Víetnam og gekk sjálf á milli efnamarkaða með börnin með mér. Það er erfitt að koma af stað netverslun þegar fólk þekkir ekki merkið svo ég ákvað að gera þetta alveg upp á nýtt og vinna með nýrri fyrirsætu og nýjum ljósmyndara. Nú loksins lítur þetta út eins og það á vera og fram undan eru spennandi tímar,“ segir hún. Nánar um hönnun Gúrý á marketplace.asos.com undir nafninu gury.
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Fleiri fréttir „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira