Læknar og sjúklingar sem tefja sjúkraflug Garðar Örn Úlfarsson skrifar 13. mars 2014 07:45 Landhelgisgæslan sinnti sjúkraflugi 89 sinnum í fyrra en Mýflug fór þá í 244 sjúkraflug. Fyrir það fékk Mýflug 296 milljónir króna. Mynd/Landhelgisgæslan Þótt viðbragðstími í sjúkraflugi hafi farið 68 sinnum út fyrir umsamin tímamörk á árunum 2012 og 2013 telja Sjúkratryggingar Íslands að í aðeins tvisvar hafi skýringar á töfunum verið óviðunandi. Þetta kemur fram í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn um sjúkraflugið frá Silju Dögg Gunnarsdóttur, alþingismanni Framsóknarflokks. Silja spurði hversu oft árin 2008 til 2013 sjúkraflugvél hefði ekki verið tiltæk þegar eftir var kallað.Ellefu prósent sjúkrafluga utan tímamarka Í svari ráðherrans, sem tekur aðeins til áranna 2012 og 2013, segir að samkvæmt samningi um sjúkraflug [við Mýflug] skuli aðalsjúkraflugvél ávallt standa tilbúin til útkalls og varavél vera til staðar svo að félagið nái að sinna flugi innan tímamarka. Vegna bráðaútkalla skuli sjúkraflugvél tilbúin til flugs innan 35 mínútna. Ef bráðaútkall berst meðan á öðru sjúkraflugi standi sé tímafresturinn 105 mínútur. Samkvæmt fyrri skilgreiningunni voru 11 prósent sjúkrafluga utan tímamarka árin 2012 og 2013. „Að mati Sjúkratrygginga Íslands voru lagðar fram fullnægjandi skýringar vegna allra ferða 2012 og allra ferða utan tveggja 2013,“ segir ráðherra í svarinu. Sjúkraflugvél hafi verið tiltæk vegna allra útkalla og langoftast innan tímafrests. „Algengustu ástæður þess að útkallstími fór fram úr mörkum voru þær að bíða þurfti eftir sjúklingi eða lækni og að útkall kom meðan á öðru sjúkraflugi stóð.“Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.Innanríkisráðuneyti ekki tekið ákvörðun Silja Dögg spurði hvenær væri að vænta niðurstöðu athugunar á því hvort hagkvæmt sé fyrir ríkið að hafa sjúkraflugið allt hjá Landhelgisgæslunni. Ráðherra vitnar til skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem segir að innanríkisráðuneytið þyrfti að taka formlega ákvörðun um aðkomu Landhelgisgæslunnar að almennu sjúkraflugi. „Velferðarráðuneytinu hefur ekki borist niðurstaða slíkrar vinnu,“ segir ráðherra. „Í ljósi þess að framkvæmd samningsins hefur almennt gengið vel og hann talinn hagkvæmur fyrir ríkið er að óbreyttu fyrirhugað að halda áfram að veita þjónustuna á grundvelli samnings við Mýflug,“ segir heilbrigðisráðherra. Þetta verði þó endurskoðað komi fram nýjar upplýsingar. Þá kveðst Silja Dögg vilja samanburð á hagkvæmni þess að sjúkraflugið sé hjá einkaaðila eða á vegum Landhelgisgæslunnar. „Það liggur fyrir hvað ríkið er að greiða Mýflugi fyrir sjúkraflugið. Ég vil, eins og Ríkisendurskoðun bendir á, að þetta verði borið saman við þann kost að fela Landhelgisgæslunni verkefnið.“Silja Dögg Gunnarsdóttir alþingismaður.Spurningarmerki við seinkanir Silja Dögg segist enn ekki hafa krufið svar ráðherra til mergjar. „Fljótt á litið er gott að sjá varðandi það hversu flugvélarnar eru tiltækar að það virðist vera í nokkuð góðum farvegi. Þó set ég spurningarmerki við að tímamörk virðast ekki standa í um ellefu prósent tilvika. Er það nógu gott eða getum við bætt okkur?“ spyr Silja Dögg.Ekki hagstæðara í höndum ríkisins segir Mýflug „Svarið sýnir glögglega hvers vegna rekstur þessarar þjónustu er í því formi sem hann er,“ segir Sigurður Bjarni Jónsson, stjórnarformaður Mýflugs, um svör heilbrigðisráðherra varðandi sjúkraflug. „Lausleg könnun á tímagjaldi fyrir afnot af þyrlu eða stærri flugvélum myndi sýna að kostnaðurinn myndi aukast gríðarlega væri fluginu sinnt með þeim hætti. Það er ekki að ástæðulausu að þetta rekstrarform er það sem tíðkast í nágrannalöndum okkar og King Air B200 flugvélar eru allsráðandi í sjúkraflugi á styttri leiðum víðast hvar í heiminum. Raunar er það svo að oft eru leit, björgun og landhelgisgæsla boðin út líka,“ segir Sigurður Bjarni. Þá segir stjórnaformaðurinn skiljanlegt að menn velti rekstri sjúkraflugsins fyrir sér í ljósi undangenginna atburða. „Í því ljósi er eðlilegt að menn skoði hvort færa eigi sjúkraflugið til hins opinbera. Fyrir því sjónarmiði má færa ýmis málefnaleg rök. Þó ekki að reksturinn yrði hagkvæmari með þeim hætti,“ segir Sigurður Bjarni. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Fleiri fréttir Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Sjá meira
Þótt viðbragðstími í sjúkraflugi hafi farið 68 sinnum út fyrir umsamin tímamörk á árunum 2012 og 2013 telja Sjúkratryggingar Íslands að í aðeins tvisvar hafi skýringar á töfunum verið óviðunandi. Þetta kemur fram í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn um sjúkraflugið frá Silju Dögg Gunnarsdóttur, alþingismanni Framsóknarflokks. Silja spurði hversu oft árin 2008 til 2013 sjúkraflugvél hefði ekki verið tiltæk þegar eftir var kallað.Ellefu prósent sjúkrafluga utan tímamarka Í svari ráðherrans, sem tekur aðeins til áranna 2012 og 2013, segir að samkvæmt samningi um sjúkraflug [við Mýflug] skuli aðalsjúkraflugvél ávallt standa tilbúin til útkalls og varavél vera til staðar svo að félagið nái að sinna flugi innan tímamarka. Vegna bráðaútkalla skuli sjúkraflugvél tilbúin til flugs innan 35 mínútna. Ef bráðaútkall berst meðan á öðru sjúkraflugi standi sé tímafresturinn 105 mínútur. Samkvæmt fyrri skilgreiningunni voru 11 prósent sjúkrafluga utan tímamarka árin 2012 og 2013. „Að mati Sjúkratrygginga Íslands voru lagðar fram fullnægjandi skýringar vegna allra ferða 2012 og allra ferða utan tveggja 2013,“ segir ráðherra í svarinu. Sjúkraflugvél hafi verið tiltæk vegna allra útkalla og langoftast innan tímafrests. „Algengustu ástæður þess að útkallstími fór fram úr mörkum voru þær að bíða þurfti eftir sjúklingi eða lækni og að útkall kom meðan á öðru sjúkraflugi stóð.“Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.Innanríkisráðuneyti ekki tekið ákvörðun Silja Dögg spurði hvenær væri að vænta niðurstöðu athugunar á því hvort hagkvæmt sé fyrir ríkið að hafa sjúkraflugið allt hjá Landhelgisgæslunni. Ráðherra vitnar til skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem segir að innanríkisráðuneytið þyrfti að taka formlega ákvörðun um aðkomu Landhelgisgæslunnar að almennu sjúkraflugi. „Velferðarráðuneytinu hefur ekki borist niðurstaða slíkrar vinnu,“ segir ráðherra. „Í ljósi þess að framkvæmd samningsins hefur almennt gengið vel og hann talinn hagkvæmur fyrir ríkið er að óbreyttu fyrirhugað að halda áfram að veita þjónustuna á grundvelli samnings við Mýflug,“ segir heilbrigðisráðherra. Þetta verði þó endurskoðað komi fram nýjar upplýsingar. Þá kveðst Silja Dögg vilja samanburð á hagkvæmni þess að sjúkraflugið sé hjá einkaaðila eða á vegum Landhelgisgæslunnar. „Það liggur fyrir hvað ríkið er að greiða Mýflugi fyrir sjúkraflugið. Ég vil, eins og Ríkisendurskoðun bendir á, að þetta verði borið saman við þann kost að fela Landhelgisgæslunni verkefnið.“Silja Dögg Gunnarsdóttir alþingismaður.Spurningarmerki við seinkanir Silja Dögg segist enn ekki hafa krufið svar ráðherra til mergjar. „Fljótt á litið er gott að sjá varðandi það hversu flugvélarnar eru tiltækar að það virðist vera í nokkuð góðum farvegi. Þó set ég spurningarmerki við að tímamörk virðast ekki standa í um ellefu prósent tilvika. Er það nógu gott eða getum við bætt okkur?“ spyr Silja Dögg.Ekki hagstæðara í höndum ríkisins segir Mýflug „Svarið sýnir glögglega hvers vegna rekstur þessarar þjónustu er í því formi sem hann er,“ segir Sigurður Bjarni Jónsson, stjórnarformaður Mýflugs, um svör heilbrigðisráðherra varðandi sjúkraflug. „Lausleg könnun á tímagjaldi fyrir afnot af þyrlu eða stærri flugvélum myndi sýna að kostnaðurinn myndi aukast gríðarlega væri fluginu sinnt með þeim hætti. Það er ekki að ástæðulausu að þetta rekstrarform er það sem tíðkast í nágrannalöndum okkar og King Air B200 flugvélar eru allsráðandi í sjúkraflugi á styttri leiðum víðast hvar í heiminum. Raunar er það svo að oft eru leit, björgun og landhelgisgæsla boðin út líka,“ segir Sigurður Bjarni. Þá segir stjórnaformaðurinn skiljanlegt að menn velti rekstri sjúkraflugsins fyrir sér í ljósi undangenginna atburða. „Í því ljósi er eðlilegt að menn skoði hvort færa eigi sjúkraflugið til hins opinbera. Fyrir því sjónarmiði má færa ýmis málefnaleg rök. Þó ekki að reksturinn yrði hagkvæmari með þeim hætti,“ segir Sigurður Bjarni.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Fleiri fréttir Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Sjá meira