Ekki óskað eftir upplýsingum um mál Más Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 12. mars 2014 11:15 Pétur Blöndal fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis telur að Már Guðmundsson eigi að endurgreiða bankanum málskostnað vegna launamála, alls 7,4 milljónir króna. Frettablaðið/Pjetur „Bankaráðið hefur ekki óskað eftir upplýsingum frá mér um mál Más Guðmundssonar seðlabankastjóra,“ segir Lára V. Júlíusdóttir, fyrrverandi formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands. Næsti fundur bankaráðs Seðlabankans undir forystu Ólafar Nordal verður á fimmtudag og búist er við að mál Más verði rædd á fundinum. „Mér finnst sjálfri að þetta mál sé alger stormur í vatnsglasi og það sé verið að draga einstaklinga inn í málið sem vissu ekkert og gátu ekki vitað neitt um það. Svo er verið að spyrja um hluti og atvik sem gerðust fyrir nokkrum árum og er ekki nokkur leið að muna,“ segir Lára. Hún segir að bankaráð Seðlabankans geti ekki krafið Má um endurgreiðslu á málskostnaðinum. Málinu sé löngu lokið. Það væri eins og að það Alþing sem nú situr færi að draga til baka eitthvað sem greitt var samkvæmt fjárlögum í fyrra eða hittiðfyrra,“ segir Lára. Pétur Blöndal, þingmaður og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, telur að Már eigi að endurgreiða Seðlabankanum málskostnaðinn, 7,4 milljónir króna. „Mér fannst óeðlilegt að fara í mál við atvinnurekenda sinn. Málið er enn skrítnara eftir að í ljós kom að búið var að ákveða að málskostnaðurinn yrði greiddur af Seðlabankanum áður en Hæstiréttur var búinn að dæma í því. Þeir sem fara í mál eiga að bera kostnaðinn af því sjálfir,“ segir Pétur. Hann segir það grafalvarlegt að fjármálaráðherra hafi verið látinn gefa Alþingi rangar upplýsingar. „Það sýnir ákveðinn trúnaðarbrest milli þess fólks í Seðlabankanum sem gaf upplýsingarnar, fjármálaráðuneytisins og ráðherrans,“ segir Pétur. Þar á hann við svar sem Seðlabankinn sendi fjármálaráðuneytinu við fyrirspurn um málskostnað Más Guðmundssonar seðlabankastjóra gegn bankanum. Pétur bætir við að sú leynd sem hvíli yfir málinu sé slæm og umræðu um það sé hvergi nærri lokið. Hann segir að Alþingi þurfi að fá nánari skýringar á ýmsu í málinu. Í hnotskurn snýst málið um að bankinn greiddi málarekstur Más Guðmundssonar bankastjóra gegn bankanum vegna launamála. Formaður bankaráðs tók ákvörðun um að bankinn borgaði. Bankaráð vissi ekki um ákvörðun Láru og fjármálaráðuneytið fékk heldur ekki upplýsingar um málið. Katrín Júlíusdóttir, þáverandi fjármálaráðherra, svaraði fyrirspurn um málskostnaðinn á Alþingi. Hún byggði svar sitt alfarið á upplýsingum frá bankanum en í svarinu var hvergi ýjað að því að bankinn ætlaði aðborga málskostnaðinn. Í yfirlýsingu sem bankinn sendi frá sér í gær segir að í bréfi til ráðherrans í lok janúar 2013 hafi ekkert verið rangt og því ekki hægt að halda því fram að ráðherrann hafi gefið þinginu rangar upplýsingar. Bankinn slær hins vegar þann varnagla að í ljósi þess sem nú hafi komið fram, að seðlabankastjóra hafði verið gefið vilyrði fyrir því að Seðlabankinn myndi greiða málskostnað hans, ef einhver yrði, áður en hann áfrýjaði málinu til Hæstaréttar megi hugsanlega halda því fram að ein setning í svarinu hafi verið villandi. „Í dómsorði var kveðið á um að málskostnaður falli niður. Seðlabankastjóri áfrýjaði dómi héraðsdóms til Hæstaréttar, sem hefur tekið málið til meðferðar, og því liggur á þessari stundu ekki fyrir hvort þessi niðurstaða er endanleg.“ Það er setningin um dómsorðið sem eftir á að hyggja gæti talist villandi, segir bankinn og bætir við að sé svo sé beðist velvirðingar á því. Þá kemur fram í yfirlýsingunni að þeir sem undirrituðu bréfin fyrir hönd Seðlabankans hafi gert það samkvæmt bestu upplýsingum og samvisku. „Þeir vissu ekki endilega af vilyrðinu til seðlabankastjóra enda ekki nauðsyn á því eins og spurningarnar voru lagðar upp. Svör við spurningunum voru bornar undir formann bankaráðs og gerði hún athugasemdir sem tekið var tillit til,“ segir í yfirlýsingu Seðlabanka. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
„Bankaráðið hefur ekki óskað eftir upplýsingum frá mér um mál Más Guðmundssonar seðlabankastjóra,“ segir Lára V. Júlíusdóttir, fyrrverandi formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands. Næsti fundur bankaráðs Seðlabankans undir forystu Ólafar Nordal verður á fimmtudag og búist er við að mál Más verði rædd á fundinum. „Mér finnst sjálfri að þetta mál sé alger stormur í vatnsglasi og það sé verið að draga einstaklinga inn í málið sem vissu ekkert og gátu ekki vitað neitt um það. Svo er verið að spyrja um hluti og atvik sem gerðust fyrir nokkrum árum og er ekki nokkur leið að muna,“ segir Lára. Hún segir að bankaráð Seðlabankans geti ekki krafið Má um endurgreiðslu á málskostnaðinum. Málinu sé löngu lokið. Það væri eins og að það Alþing sem nú situr færi að draga til baka eitthvað sem greitt var samkvæmt fjárlögum í fyrra eða hittiðfyrra,“ segir Lára. Pétur Blöndal, þingmaður og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, telur að Már eigi að endurgreiða Seðlabankanum málskostnaðinn, 7,4 milljónir króna. „Mér fannst óeðlilegt að fara í mál við atvinnurekenda sinn. Málið er enn skrítnara eftir að í ljós kom að búið var að ákveða að málskostnaðurinn yrði greiddur af Seðlabankanum áður en Hæstiréttur var búinn að dæma í því. Þeir sem fara í mál eiga að bera kostnaðinn af því sjálfir,“ segir Pétur. Hann segir það grafalvarlegt að fjármálaráðherra hafi verið látinn gefa Alþingi rangar upplýsingar. „Það sýnir ákveðinn trúnaðarbrest milli þess fólks í Seðlabankanum sem gaf upplýsingarnar, fjármálaráðuneytisins og ráðherrans,“ segir Pétur. Þar á hann við svar sem Seðlabankinn sendi fjármálaráðuneytinu við fyrirspurn um málskostnað Más Guðmundssonar seðlabankastjóra gegn bankanum. Pétur bætir við að sú leynd sem hvíli yfir málinu sé slæm og umræðu um það sé hvergi nærri lokið. Hann segir að Alþingi þurfi að fá nánari skýringar á ýmsu í málinu. Í hnotskurn snýst málið um að bankinn greiddi málarekstur Más Guðmundssonar bankastjóra gegn bankanum vegna launamála. Formaður bankaráðs tók ákvörðun um að bankinn borgaði. Bankaráð vissi ekki um ákvörðun Láru og fjármálaráðuneytið fékk heldur ekki upplýsingar um málið. Katrín Júlíusdóttir, þáverandi fjármálaráðherra, svaraði fyrirspurn um málskostnaðinn á Alþingi. Hún byggði svar sitt alfarið á upplýsingum frá bankanum en í svarinu var hvergi ýjað að því að bankinn ætlaði aðborga málskostnaðinn. Í yfirlýsingu sem bankinn sendi frá sér í gær segir að í bréfi til ráðherrans í lok janúar 2013 hafi ekkert verið rangt og því ekki hægt að halda því fram að ráðherrann hafi gefið þinginu rangar upplýsingar. Bankinn slær hins vegar þann varnagla að í ljósi þess sem nú hafi komið fram, að seðlabankastjóra hafði verið gefið vilyrði fyrir því að Seðlabankinn myndi greiða málskostnað hans, ef einhver yrði, áður en hann áfrýjaði málinu til Hæstaréttar megi hugsanlega halda því fram að ein setning í svarinu hafi verið villandi. „Í dómsorði var kveðið á um að málskostnaður falli niður. Seðlabankastjóri áfrýjaði dómi héraðsdóms til Hæstaréttar, sem hefur tekið málið til meðferðar, og því liggur á þessari stundu ekki fyrir hvort þessi niðurstaða er endanleg.“ Það er setningin um dómsorðið sem eftir á að hyggja gæti talist villandi, segir bankinn og bætir við að sé svo sé beðist velvirðingar á því. Þá kemur fram í yfirlýsingunni að þeir sem undirrituðu bréfin fyrir hönd Seðlabankans hafi gert það samkvæmt bestu upplýsingum og samvisku. „Þeir vissu ekki endilega af vilyrðinu til seðlabankastjóra enda ekki nauðsyn á því eins og spurningarnar voru lagðar upp. Svör við spurningunum voru bornar undir formann bankaráðs og gerði hún athugasemdir sem tekið var tillit til,“ segir í yfirlýsingu Seðlabanka.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira