Íslenskur fatahönnuður í Salt & Vinegar Magazine. Marín Manda skrifar 21. febrúar 2014 18:30 Ásgrímur Már Friðriksson Vísir/ Vilhelm „Þetta er útskriftarlínan mín frá síðasta vori úr Listaháskólanum en tvisvar á ári fara nokkrir sérvaldir nemendur úr skólanum til Kaupmannhafnar og sýna á tískuvikunni. Þá taka nemendurnir þátt í hönnunarkeppni á vegum Designers Nest ásamt nemendum frá ellefu skólum á Norðurlöndunum. Þar vaknaði einhver áhugi á línunni minni hjá aðilum frá Salt & Vinegar Magazine,“ segir Ásgrímur Már Friðriksson fatahönnuður þegar hann er spurður út í íslenska tískuþáttinn sem birtist í skoska tískutímaritinu Salt & Vinegar Magazine í vikunni. Flíkurnar vöktu athygli fyrir að vera allar hvítar. „Ég vissi að mig langaði að vinna með hvíta litinn því hann táknar nýtt upphaf og ég var með eins konar endurfæðingarhugmyndir því ég er örlítið „Sci fi“-nörd í mér,“ segir hann hlæjandi. Ásgrímur segist hafa skoðað myndir af albínóum, og þá sérstaklega dýrum, og notað sem innblástur ásamt því að blanda saman hvítum tónum úr alls konar efnum. „Ég bætti inn í línuna vafin hálmstrá til að hafa einhvers konar andstæður svo að línan yrði ekki of hrein og vélræn.“ Ásgrímur Már stefnir á að gera nýja fatalínu með haustinu en hann deilir lokaðri vinnustofu með sjö öðrum upprennandi hönnuðum í miðbænum. Hægt er að skoða hönnun hans nánar á asiceland.com. Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
„Þetta er útskriftarlínan mín frá síðasta vori úr Listaháskólanum en tvisvar á ári fara nokkrir sérvaldir nemendur úr skólanum til Kaupmannhafnar og sýna á tískuvikunni. Þá taka nemendurnir þátt í hönnunarkeppni á vegum Designers Nest ásamt nemendum frá ellefu skólum á Norðurlöndunum. Þar vaknaði einhver áhugi á línunni minni hjá aðilum frá Salt & Vinegar Magazine,“ segir Ásgrímur Már Friðriksson fatahönnuður þegar hann er spurður út í íslenska tískuþáttinn sem birtist í skoska tískutímaritinu Salt & Vinegar Magazine í vikunni. Flíkurnar vöktu athygli fyrir að vera allar hvítar. „Ég vissi að mig langaði að vinna með hvíta litinn því hann táknar nýtt upphaf og ég var með eins konar endurfæðingarhugmyndir því ég er örlítið „Sci fi“-nörd í mér,“ segir hann hlæjandi. Ásgrímur segist hafa skoðað myndir af albínóum, og þá sérstaklega dýrum, og notað sem innblástur ásamt því að blanda saman hvítum tónum úr alls konar efnum. „Ég bætti inn í línuna vafin hálmstrá til að hafa einhvers konar andstæður svo að línan yrði ekki of hrein og vélræn.“ Ásgrímur Már stefnir á að gera nýja fatalínu með haustinu en hann deilir lokaðri vinnustofu með sjö öðrum upprennandi hönnuðum í miðbænum. Hægt er að skoða hönnun hans nánar á asiceland.com.
Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira