Sjúkratryggingar rúnar trausti Eva Bjarnadóttir skrifar 12. febrúar 2014 13:31 Samningsleysi sjúkraþjálfara leiðir til þess að notendur þjónustunnar þurfa að leggja út fyrir fullum kostnaði og sækja sjálfir um endurgreiðslu. Fréttablaðiði/GVA. „Það er stórfrétt að stjórnvöld séu ekki tilbúin til að samþykkja gjörðir samninganefndar Sjúkratrygginga Íslands. Þá spyr ég, hver er trúverðugleiki samninganefndarinnar?“ segir Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara. Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) gengu frá samningi við Félag sjúkraþjálfara fyrr á þessu ári, en heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra neita að staðfesta samninginn. Unnur segir þetta í fyrsta skipti í þrjátíu ára sögu samninga sjúkraþjálfara við ríkið sem samninganefnd ríkisins er gerð afturreka af ráðherra. „Ástæða þess að ég hef ekki getað staðfest samning við Félag sjúkraþjálfara er að óbreyttur samningur samræmist ekki verðlagsmarkmiðum fjárlaga,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Hann segir stöðuna sem upp sé komin vera mjög óþægilega. Aðspurður segir Kristján samninginn ekki ganga þvert á markmið ríkisins, heldur séu í honum tæknileg atriði sem þurfi að fara betur yfir. „Lengra komust Sjúkratryggingar ekki í samningunum og nú þarf ráðuneytið að fara yfir stöðuna,“ segir Kristján. Hann gerir ráð fyrir að efnt verði til nýrra viðræðna. „Við seildumst ansi langt til að koma til móts við þá,“ segir Unnur. Hún segir viðræðurnar hafa byggst á samningstilboði frá stjórnvöldum. Upphafleg krafa sjúkraþjálfara var átta prósent hækkun á gjaldskrám. Niðurstaðan var hins vegar 2,8 prósent hækkun, en aðrir þættir komu á móti svo sem nýir gjaldaliðir í gjaldskrá.Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara„Undrandi er ekki nógu sterkt orð yfir það hvernig maður upplifir svona. Hvaða samningsumboð hefur samninganefnd SÍ? Eins og staðan er nú er þessi samninganefnd algjörlega rúin trausti í mínum augum,“ segir Unnur. Samningur við sjúkraþjálfara er ekki eini samningur SÍ í uppnámi. Ráðherra skrifaði undir samning við sérgreinalækna undir lok síðasta árs sem tekið hefur gildi, en enn hefur ekki verið gengið frá fjármögnun hans. „Það er ekki óskastaða að skrifa undir samning sem ekki er búið að fjármagna. Við kláruðum að semja, en svo hefur það því miður gerst að þetta strandar svona á ráðuneytunum,“ segir Heiðar Örn Arnarson, upplýsingarfulltrúi SÍ. Tengdar fréttir Harma að ráðherra hafi sett okkar veikasta fólk í þessa stöðu Skjólstæðingar sjúkraþjálfara verða fyrir verulegum óþægindum við samningsleysi sjúkraþjálfara og Sjúkratryggingar Íslands. Formaður félags sjúkraþjálfara harmar að þessi staða sé komin upp. 12. febrúar 2014 11:55 Ný reglugerð tryggir endurgreiðslu tímabundið Heilbrigðisráðherra hefur sett tímabundna reglugerð sem tryggir fólki endurgreiðslu kostnaðar hjá sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfurum 12. febrúar 2014 10:36 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
„Það er stórfrétt að stjórnvöld séu ekki tilbúin til að samþykkja gjörðir samninganefndar Sjúkratrygginga Íslands. Þá spyr ég, hver er trúverðugleiki samninganefndarinnar?“ segir Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara. Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) gengu frá samningi við Félag sjúkraþjálfara fyrr á þessu ári, en heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra neita að staðfesta samninginn. Unnur segir þetta í fyrsta skipti í þrjátíu ára sögu samninga sjúkraþjálfara við ríkið sem samninganefnd ríkisins er gerð afturreka af ráðherra. „Ástæða þess að ég hef ekki getað staðfest samning við Félag sjúkraþjálfara er að óbreyttur samningur samræmist ekki verðlagsmarkmiðum fjárlaga,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Hann segir stöðuna sem upp sé komin vera mjög óþægilega. Aðspurður segir Kristján samninginn ekki ganga þvert á markmið ríkisins, heldur séu í honum tæknileg atriði sem þurfi að fara betur yfir. „Lengra komust Sjúkratryggingar ekki í samningunum og nú þarf ráðuneytið að fara yfir stöðuna,“ segir Kristján. Hann gerir ráð fyrir að efnt verði til nýrra viðræðna. „Við seildumst ansi langt til að koma til móts við þá,“ segir Unnur. Hún segir viðræðurnar hafa byggst á samningstilboði frá stjórnvöldum. Upphafleg krafa sjúkraþjálfara var átta prósent hækkun á gjaldskrám. Niðurstaðan var hins vegar 2,8 prósent hækkun, en aðrir þættir komu á móti svo sem nýir gjaldaliðir í gjaldskrá.Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara„Undrandi er ekki nógu sterkt orð yfir það hvernig maður upplifir svona. Hvaða samningsumboð hefur samninganefnd SÍ? Eins og staðan er nú er þessi samninganefnd algjörlega rúin trausti í mínum augum,“ segir Unnur. Samningur við sjúkraþjálfara er ekki eini samningur SÍ í uppnámi. Ráðherra skrifaði undir samning við sérgreinalækna undir lok síðasta árs sem tekið hefur gildi, en enn hefur ekki verið gengið frá fjármögnun hans. „Það er ekki óskastaða að skrifa undir samning sem ekki er búið að fjármagna. Við kláruðum að semja, en svo hefur það því miður gerst að þetta strandar svona á ráðuneytunum,“ segir Heiðar Örn Arnarson, upplýsingarfulltrúi SÍ.
Tengdar fréttir Harma að ráðherra hafi sett okkar veikasta fólk í þessa stöðu Skjólstæðingar sjúkraþjálfara verða fyrir verulegum óþægindum við samningsleysi sjúkraþjálfara og Sjúkratryggingar Íslands. Formaður félags sjúkraþjálfara harmar að þessi staða sé komin upp. 12. febrúar 2014 11:55 Ný reglugerð tryggir endurgreiðslu tímabundið Heilbrigðisráðherra hefur sett tímabundna reglugerð sem tryggir fólki endurgreiðslu kostnaðar hjá sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfurum 12. febrúar 2014 10:36 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Harma að ráðherra hafi sett okkar veikasta fólk í þessa stöðu Skjólstæðingar sjúkraþjálfara verða fyrir verulegum óþægindum við samningsleysi sjúkraþjálfara og Sjúkratryggingar Íslands. Formaður félags sjúkraþjálfara harmar að þessi staða sé komin upp. 12. febrúar 2014 11:55
Ný reglugerð tryggir endurgreiðslu tímabundið Heilbrigðisráðherra hefur sett tímabundna reglugerð sem tryggir fólki endurgreiðslu kostnaðar hjá sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfurum 12. febrúar 2014 10:36