Innlent

Loftvarnaæfing NATO hafin

Bjarki Ármannsson skrifar
Norsk þota á Keflavíkurflugvelli.
Norsk þota á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Víkurfréttir
Loftvarnaæfing Atlantshafsbandalagsins, Iceland Air Meet 2014, hófst með formlegum hætti í gærmorgun. Hún er með stærstu varnaræfingum sem haldin hefur verið hérlendis á síðustu árum en í henni taka þátt 300 manns og 23 erlend loftför.

Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að æfingin sé haldin samhliða reglubundinni loftrýmisgæsluvakt bandalagsins á Íslandi, sem Norðmenn hafa með höndum þetta árið.

Tilgangur æfingarinnar er sagður vera að æfa samhæfingu aðgerða milli flugherja þátttökuríkja bandalagsins. Þá gefst tækifæri til leitar- og björgunaræfingar hér á landi með loftförum og mannafla Landhelgisgæslunnar og annarra innlendra aðila.

Svíþjóð og Finnland, samstarfsríki Atlantshafsbandalagsins, taka þátt í æfingunni en sinna þó ekki loftrýmisgæslu. Æfingin er sögð mikilvægur liður í auknu varnarsamstarfi á Norðurlöndunum, en þetta er í fyrsta sinn sem Svíar og Finnar taka þátt í þessum æfingum á Íslandi.

Æfingin stendur yfir til 21. febrúar næstkomandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×