Sinnir slysavörnum barna í sjálfboðaliðastarfi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. febrúar 2014 09:08 Herdís Storgaard í eldhúsinu í kennslurýminu, þar sem foreldrar eru fræddir um hættulegar slysagildrur á heimilinu. VÍSIR/DANÍEL Herdís Storgaard, verkefnastjóri Miðstöðvar slysavarna barna, mun sinna fræðslu og þjónustu í sjálfboðaliðastarfi, eftir að ákveðið var af hálfu hins opinbera um síðustu áramót að hætta að setja fé í sérstakt verkefni um slysavarnir barna. „Samstarfssamningur við IKEA og Sjóvá gerir það kleift að reka kennslurými okkar, „Öruggasta heimilið“, sem er sérstaklega innréttað til að sinna fræðslu til foreldra. Fyrst ég fékk einkaaðila til að halda húsinu gangandi þá get ég ekki annað en sinnt fræðslu og ráðgjöf, þótt það sé í sjálfboðaliðavinnu, alla vega fyrst um sinn.“ Herdís segir árangur í slysavörnum barna síðustu tuttugu árin vera gríðarlega góðan. Slys á börnum voru 55 prósent fleiri fyrir tuttugu árum og dauðaslysum á börnum hefur fækkað um 65 prósent. Þá fækkun er helst að þakka fræðslu og forvörnum vegna drukknunar barna. „Ég beitti mér fyrir því á sínum tíma að reglugerð yrði gerð varðandi öryggi sundstaða, einnig varðandi leiksvæði barna og ekki er langt síðan það komu út sérstakar reglugerðir varðandi öryggi barna í grunn- og leikskólum,“ segir Herdís. Spurð hvort endanlegum árangri sé náð og verkefninu þar með lokið svarar Herdís að ef eitthvað sé hafi eftirspurnin eftir fræðslu aukist. „Það verða nýir foreldrar til á hverjum degi og ungir foreldrar í dag vilja fræðast, eru kröfuharðir og óragir við að spyrja. Það mun aldrei verða hægt að hætta að fræða foreldra.“Geir Gunnlaugsson, landlæknir, segir embættið sinna slysavörnum almennt. VÍSIR/GVAHerdís segir að þegar ljóst varð að verkefnið yrði lagt niður hafi hún reynt að leggja áherslu á að fræðslan myndi halda áfram í einhverri mynd. Miðstöð slysavarna barna er aftur á móti nú háð fjárframlögum einkaaðila og engir opinberir styrkir veittir til verkefnisins.Geir Gunnlaugsson, landlæknir, segir sérfræðing starfa hjá embættinu í hlutastarfi sem vinnur með slysaskráningar á öllum slysum, þar á meðal slysum á börnum. Ekki er sérstakur verkefnastjóri yfir slysavörnum barna heldur unnið með málaflokkinn almennt. „Það urðu breytingar á þessu um síðustu áramót. En við erum að vinna að slysavörnum barna sem aldraðra og skoðum nú hvernig við gerum það best með það fjármagn sem við höfum,“ segir Geir. Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Herdís Storgaard, verkefnastjóri Miðstöðvar slysavarna barna, mun sinna fræðslu og þjónustu í sjálfboðaliðastarfi, eftir að ákveðið var af hálfu hins opinbera um síðustu áramót að hætta að setja fé í sérstakt verkefni um slysavarnir barna. „Samstarfssamningur við IKEA og Sjóvá gerir það kleift að reka kennslurými okkar, „Öruggasta heimilið“, sem er sérstaklega innréttað til að sinna fræðslu til foreldra. Fyrst ég fékk einkaaðila til að halda húsinu gangandi þá get ég ekki annað en sinnt fræðslu og ráðgjöf, þótt það sé í sjálfboðaliðavinnu, alla vega fyrst um sinn.“ Herdís segir árangur í slysavörnum barna síðustu tuttugu árin vera gríðarlega góðan. Slys á börnum voru 55 prósent fleiri fyrir tuttugu árum og dauðaslysum á börnum hefur fækkað um 65 prósent. Þá fækkun er helst að þakka fræðslu og forvörnum vegna drukknunar barna. „Ég beitti mér fyrir því á sínum tíma að reglugerð yrði gerð varðandi öryggi sundstaða, einnig varðandi leiksvæði barna og ekki er langt síðan það komu út sérstakar reglugerðir varðandi öryggi barna í grunn- og leikskólum,“ segir Herdís. Spurð hvort endanlegum árangri sé náð og verkefninu þar með lokið svarar Herdís að ef eitthvað sé hafi eftirspurnin eftir fræðslu aukist. „Það verða nýir foreldrar til á hverjum degi og ungir foreldrar í dag vilja fræðast, eru kröfuharðir og óragir við að spyrja. Það mun aldrei verða hægt að hætta að fræða foreldra.“Geir Gunnlaugsson, landlæknir, segir embættið sinna slysavörnum almennt. VÍSIR/GVAHerdís segir að þegar ljóst varð að verkefnið yrði lagt niður hafi hún reynt að leggja áherslu á að fræðslan myndi halda áfram í einhverri mynd. Miðstöð slysavarna barna er aftur á móti nú háð fjárframlögum einkaaðila og engir opinberir styrkir veittir til verkefnisins.Geir Gunnlaugsson, landlæknir, segir sérfræðing starfa hjá embættinu í hlutastarfi sem vinnur með slysaskráningar á öllum slysum, þar á meðal slysum á börnum. Ekki er sérstakur verkefnastjóri yfir slysavörnum barna heldur unnið með málaflokkinn almennt. „Það urðu breytingar á þessu um síðustu áramót. En við erum að vinna að slysavörnum barna sem aldraðra og skoðum nú hvernig við gerum það best með það fjármagn sem við höfum,“ segir Geir.
Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira