Heiðra formæður íslenskra höggmynda Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. febrúar 2014 08:00 Nínu Sæmundsson. Hafmeyja Nínu í Reykjavíkurtjörn var sprengd í loft upp. Skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt staðsetningu höggmyndagarðs fyrir „formæður“ íslenskrar höggmyndalistar hjá japönsku kirsjuberjatrjánum í suðvestuhorni Hljómskálagarðsins. Vísað er til þess í kynningu á höggmyndagarðinum að ríki og borg reki listasöfn til minningar um „feður“ íslenskrar höggmyndalistar, þá Einar Jónsson, Ásmund Sveinsson og Sigurjón Ólafsson. Konur hafi einnig lagt mikið til höggmyndalistar á Íslandi og því sé lagt til að setja upp garð þeim til heiðurs.Úthýst og sprengdar í loft upp Gert er ráð fyrir verkum sex listakvenna í garðinum. Þær eru Gunnfríður Jónsdóttir (1889 - 1968), Nína Sæmundson (1892 - 1962), Tove Ólafsson (1909 - 1992), Þorbjörg Pálsdóttir (1919- 2009), Ólaf Pálsdóttir (1920) og Gerður Helgadóttir (1928 - 1975). „Í sögu Tjarnarsvæðisins má finna dæmi um hversu erfitt konur áttu uppdráttar í íslenskri myndlist. Hafmeyja Nínu Sæmundsson sem var sett upp í Tjörninni var sprengd í loft upp 1959. Piltur og stúlka Tóve Ólafssonar var gefin Þjóðleikhúsinu við opnun hússins 1950 en síðan úthýst og var þá færð borginni til varðveislu og komið fyrir í Hljómskálagarðinum.“ segir í kynningu á verkefninu.Ólíkur ferill frumkvöðla á mótunarskeiði Í umsögn Hafþórs Yngvasonar, forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur, segir að mikilvægt sé að gestir garðsins skilji sérkenni myndhöggvaranna og ástæður þess að að sýna verk þeirra saman. „Ferill þeirra er ólíkur enda aðstæður þeirra mismunandi og eru verkin valin til að sýna breiddina í listsköpun þeirri. Það sem listakonurnar eiga sameiginlegt er að vera frumkvöðlar á mótunarskeiði myndlistar á Íslandi og að hafa brotist til mennta og haft þann styrk að stunda list sína við erfiðar aðstæður,“ segir Hafþór í umsögninni.Gjörningar í garðinum á baráttudegi kvenna Gert er ráð fyrir gagnvirkri vefsíðu með upplýsingum sem gestir geta nýtt sér á staðnum. „Lagt er til að samtímalistamenn verði fengnir til að hanna merkingar á staðnum og yfirbragð vefsíðunnar með það í huga að gera hana listræna og lifandi. Einnig verði á hverju ári, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars, fengnir listamenn til að gera gjörninga í garðinum sjálfum til heiðurs myndhöggvurunum og til að vekja athygli á baráttu þeirra,“ segir forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur. Skipulagsráð hefur nú samþykkt staðsetningu höggmyndagarðsins og kemur málið nú til kasta borgarráðs. Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt staðsetningu höggmyndagarðs fyrir „formæður“ íslenskrar höggmyndalistar hjá japönsku kirsjuberjatrjánum í suðvestuhorni Hljómskálagarðsins. Vísað er til þess í kynningu á höggmyndagarðinum að ríki og borg reki listasöfn til minningar um „feður“ íslenskrar höggmyndalistar, þá Einar Jónsson, Ásmund Sveinsson og Sigurjón Ólafsson. Konur hafi einnig lagt mikið til höggmyndalistar á Íslandi og því sé lagt til að setja upp garð þeim til heiðurs.Úthýst og sprengdar í loft upp Gert er ráð fyrir verkum sex listakvenna í garðinum. Þær eru Gunnfríður Jónsdóttir (1889 - 1968), Nína Sæmundson (1892 - 1962), Tove Ólafsson (1909 - 1992), Þorbjörg Pálsdóttir (1919- 2009), Ólaf Pálsdóttir (1920) og Gerður Helgadóttir (1928 - 1975). „Í sögu Tjarnarsvæðisins má finna dæmi um hversu erfitt konur áttu uppdráttar í íslenskri myndlist. Hafmeyja Nínu Sæmundsson sem var sett upp í Tjörninni var sprengd í loft upp 1959. Piltur og stúlka Tóve Ólafssonar var gefin Þjóðleikhúsinu við opnun hússins 1950 en síðan úthýst og var þá færð borginni til varðveislu og komið fyrir í Hljómskálagarðinum.“ segir í kynningu á verkefninu.Ólíkur ferill frumkvöðla á mótunarskeiði Í umsögn Hafþórs Yngvasonar, forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur, segir að mikilvægt sé að gestir garðsins skilji sérkenni myndhöggvaranna og ástæður þess að að sýna verk þeirra saman. „Ferill þeirra er ólíkur enda aðstæður þeirra mismunandi og eru verkin valin til að sýna breiddina í listsköpun þeirri. Það sem listakonurnar eiga sameiginlegt er að vera frumkvöðlar á mótunarskeiði myndlistar á Íslandi og að hafa brotist til mennta og haft þann styrk að stunda list sína við erfiðar aðstæður,“ segir Hafþór í umsögninni.Gjörningar í garðinum á baráttudegi kvenna Gert er ráð fyrir gagnvirkri vefsíðu með upplýsingum sem gestir geta nýtt sér á staðnum. „Lagt er til að samtímalistamenn verði fengnir til að hanna merkingar á staðnum og yfirbragð vefsíðunnar með það í huga að gera hana listræna og lifandi. Einnig verði á hverju ári, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars, fengnir listamenn til að gera gjörninga í garðinum sjálfum til heiðurs myndhöggvurunum og til að vekja athygli á baráttu þeirra,“ segir forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur. Skipulagsráð hefur nú samþykkt staðsetningu höggmyndagarðsins og kemur málið nú til kasta borgarráðs.
Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira