Skjöldur fyrir systkini sem drukknuðu á heimleið úr kirkju Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. janúar 2014 09:00 Hönd í hönd reyndu systkinin í Hvammkoti að komast yfir ólgandi Kópavogslækinn og í heimahús í Hvammkoti. Teikning/Kopavogur.is Setja á upp við Digraneskirkju í Kópavogi skjöld til minningar um systkini sem drukknuðu í Kópavogslæk fyrir 140 árum. Á vef Kópavogsbæjar má lesa um þennan voðaatburð. Þar segir að áður en Kópavogslækur var brúaður gat hann verið farartálmi í leysingum. 1. mars 1874 fóru þrjú börn Árna Björnssonar í Hvammkoti með frænku sinni, sem þá gekk til prests, til kirkju í Reykjavík.Reyndu að bjarga bróður sínum „Að áliðnum degi héldu systkinin þrjú heimleiðis, en er þau komu að læknum var hann í foráttuvexti vegna mikill leysinga um daginn. Ætluðu þau yfir á broti eða vaði sem þau þekktu og fór Árni yngri, þá fimmtán ára fyrstur en þá Sigríður Elísabet sautján ára og síðust Þórunn nítján ára og leiddust þau út í lækinn,“ segir vef Kópavogsbæjar. „Miðja vegu missti Árni yngri fótanna og féll hann í lækinn. Ætluðu systur hans að grípa til hans en féllu þá báðar í strenginn. 70-80 föðmum neðar skolaði Sigríði Elísabetu á grynningar þar sem hún gat fótað sig og komist heim til bæja. Fór faðir þeirra ásamt næturgestum er þar voru strax til lækjarins, sem þá var með stíflum og jakaburði. Fundu þeir eldri stúlkuna eftir nokkra leit á jaka á ánni og var hún látin, en drengurinn fannst ekki fyrr en daginn eftir.“Aldurhnignir foreldrar höfðu misst þrjú börn áður Fjallað var um málið í tímaritinu Þjóðólfi sex dögum eftir slysið. „Sorgaratburður þessi var því sárari fyrir foreldrana sem þeir áður höfðu reynt hina miklu sorg, að missa þrjú börn sín einnig sviplega, pilt um tvítugt, sem drukknaði á sjó fyrir nálega tólf árum og tvær stúlkur, tveggja og sex ára úr barnaveikinni. Börnin voru öll hin mannvænlegustu í alla staði og má nærri geta hve sár missir þessi er foreldrunum, báðum aldurhnignum og lúnum,“ sagði í Þjóðólfi 7. mars 1874. Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Setja á upp við Digraneskirkju í Kópavogi skjöld til minningar um systkini sem drukknuðu í Kópavogslæk fyrir 140 árum. Á vef Kópavogsbæjar má lesa um þennan voðaatburð. Þar segir að áður en Kópavogslækur var brúaður gat hann verið farartálmi í leysingum. 1. mars 1874 fóru þrjú börn Árna Björnssonar í Hvammkoti með frænku sinni, sem þá gekk til prests, til kirkju í Reykjavík.Reyndu að bjarga bróður sínum „Að áliðnum degi héldu systkinin þrjú heimleiðis, en er þau komu að læknum var hann í foráttuvexti vegna mikill leysinga um daginn. Ætluðu þau yfir á broti eða vaði sem þau þekktu og fór Árni yngri, þá fimmtán ára fyrstur en þá Sigríður Elísabet sautján ára og síðust Þórunn nítján ára og leiddust þau út í lækinn,“ segir vef Kópavogsbæjar. „Miðja vegu missti Árni yngri fótanna og féll hann í lækinn. Ætluðu systur hans að grípa til hans en féllu þá báðar í strenginn. 70-80 föðmum neðar skolaði Sigríði Elísabetu á grynningar þar sem hún gat fótað sig og komist heim til bæja. Fór faðir þeirra ásamt næturgestum er þar voru strax til lækjarins, sem þá var með stíflum og jakaburði. Fundu þeir eldri stúlkuna eftir nokkra leit á jaka á ánni og var hún látin, en drengurinn fannst ekki fyrr en daginn eftir.“Aldurhnignir foreldrar höfðu misst þrjú börn áður Fjallað var um málið í tímaritinu Þjóðólfi sex dögum eftir slysið. „Sorgaratburður þessi var því sárari fyrir foreldrana sem þeir áður höfðu reynt hina miklu sorg, að missa þrjú börn sín einnig sviplega, pilt um tvítugt, sem drukknaði á sjó fyrir nálega tólf árum og tvær stúlkur, tveggja og sex ára úr barnaveikinni. Börnin voru öll hin mannvænlegustu í alla staði og má nærri geta hve sár missir þessi er foreldrunum, báðum aldurhnignum og lúnum,“ sagði í Þjóðólfi 7. mars 1874.
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira