Innlent

Stöðva 99 milljóna vatnsrennibraut

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Bæta á við vatnsrennibraut á Akureyri.
Bæta á við vatnsrennibraut á Akureyri. Fréttablaðið/Teitur
Kærunefnd útboðsmála hefur stöðvað um stundarsakir kaup Akureyrarbæjar á 99 milljóna króna vatnsrennibraut.

Fram kemur í umfjöllun kærunefndarinnar að þrjú fyrirtæki hafi sent bænum verð á rennibraut í könnun sem bærinn hafi gert hjá átta fyrirtækjum.

Eitt félagið sem ekki fékk samninginn, Spennandi ehf., kærði ferlið á þeim grundvelli að fara hefði átt með innkaupin samkvæmt reglum um opinber útboð. Kærunefndin tekur undir það sjónarmið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×