Börn missa ekki pláss vegna fjárhagserfiðleika foreldra Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. janúar 2014 10:34 Borgin vísar engum börnum úr röðinni eftir skólamáltíð, sama hver skuldastaða foreldra er. Vísir/Pjetur „Það er engin þöggun í gangi. Svar til Sóleyjar er líklega komið til hennar núna, það fór með útsendum gögnum fyrir borgarráðsfund sem er í dag,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, um þau orð Sóleyjar Tómasdóttur að meirihlutinn þaggi niður óþægileg mál. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að Sóley væri búin að bíða í marga mánuði eftir svari frá meirihluta borgarstjórnar um misræmið sem er á innheimtureglum um skólamáltíðir annars vegar og leikskóla- og frístundapláss hins vegar, en þaðan hefur börnum verið vísað frá ef um vangoldnar skuldir foreldra eru að ræða. Börnum er aftur á móti aldrei vísað frá skólamáltíðum. Sóley kallar eftir samræmi í innheimtureglum þegar kemur að grunnþjónustu við börn og vill að reglan sé sú að í engum tilfellum sé börnum vísað frá, sama hvað foreldrar skulda mikið.Dagur B. Eggertsson„Við vísum engu barni úr röð eftir skólamáltíð,“ segir Dagur. „En í örfáum tilfellum er börnum sagt upp leikskóla- eða frístundaplássi. Nýlega var reglunum breytt til að tryggja að það sé ekki gert vegna efnahags foreldra.“ Hann segir borgina vilja gera allt til að styðja fjölskyldurnar. „Við viljum ekki vísa börnum frá og gerum það ekki vegna fjárhagserfiðleika foreldra. Í þeim örfáu tilfellum sem barni er vísað frá þá er ekki um foreldra í greiðsluvanda að ræða heldur er hreinlega ekki greiðsluvilji til staðar. Það er heldur ekki vilji til að þiggja aðstoð eða það eru ekki forsendur fyrir hendi um að foreldrarnir fái aðstoð.“ Dagur tekur fram að greiðslur vegna þjónustugjalda berist í 97-98 prósentum tilfella og því sé um lítinn hóp að ræða sem skuldar gjöld. „Nýlega var búinn til verkferill sem tryggir að betur sé tekið á málum fjölskyldna sem eru í greiðsluvanda. Við viljum koma til móts við þessar fjölskyldur, aðstoða þær og grípa inn í áður en vandinn hleðst upp og verður óviðráðanlegur.“ Foreldrum í greiðsluvanda er boðið í viðtal hjá ráðgjöfum þjónustumiðstöðva þar sem farið er yfir fjármál fjölskyldunnar. „Í flestum tilfellum finnst lausn á málunum og því ekki þörf á að grípa til aðgerða. En svo eru það þessi örfáu tilfelli þar sem samstarfsvilji er ekki fyrir hendi og þá getum við ekki útilokað að grípa þurfi til þess að vísa barni frá þjónustunni.“ Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
„Það er engin þöggun í gangi. Svar til Sóleyjar er líklega komið til hennar núna, það fór með útsendum gögnum fyrir borgarráðsfund sem er í dag,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, um þau orð Sóleyjar Tómasdóttur að meirihlutinn þaggi niður óþægileg mál. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að Sóley væri búin að bíða í marga mánuði eftir svari frá meirihluta borgarstjórnar um misræmið sem er á innheimtureglum um skólamáltíðir annars vegar og leikskóla- og frístundapláss hins vegar, en þaðan hefur börnum verið vísað frá ef um vangoldnar skuldir foreldra eru að ræða. Börnum er aftur á móti aldrei vísað frá skólamáltíðum. Sóley kallar eftir samræmi í innheimtureglum þegar kemur að grunnþjónustu við börn og vill að reglan sé sú að í engum tilfellum sé börnum vísað frá, sama hvað foreldrar skulda mikið.Dagur B. Eggertsson„Við vísum engu barni úr röð eftir skólamáltíð,“ segir Dagur. „En í örfáum tilfellum er börnum sagt upp leikskóla- eða frístundaplássi. Nýlega var reglunum breytt til að tryggja að það sé ekki gert vegna efnahags foreldra.“ Hann segir borgina vilja gera allt til að styðja fjölskyldurnar. „Við viljum ekki vísa börnum frá og gerum það ekki vegna fjárhagserfiðleika foreldra. Í þeim örfáu tilfellum sem barni er vísað frá þá er ekki um foreldra í greiðsluvanda að ræða heldur er hreinlega ekki greiðsluvilji til staðar. Það er heldur ekki vilji til að þiggja aðstoð eða það eru ekki forsendur fyrir hendi um að foreldrarnir fái aðstoð.“ Dagur tekur fram að greiðslur vegna þjónustugjalda berist í 97-98 prósentum tilfella og því sé um lítinn hóp að ræða sem skuldar gjöld. „Nýlega var búinn til verkferill sem tryggir að betur sé tekið á málum fjölskyldna sem eru í greiðsluvanda. Við viljum koma til móts við þessar fjölskyldur, aðstoða þær og grípa inn í áður en vandinn hleðst upp og verður óviðráðanlegur.“ Foreldrum í greiðsluvanda er boðið í viðtal hjá ráðgjöfum þjónustumiðstöðva þar sem farið er yfir fjármál fjölskyldunnar. „Í flestum tilfellum finnst lausn á málunum og því ekki þörf á að grípa til aðgerða. En svo eru það þessi örfáu tilfelli þar sem samstarfsvilji er ekki fyrir hendi og þá getum við ekki útilokað að grípa þurfi til þess að vísa barni frá þjónustunni.“
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira