Einfalda á vinnulag til að auðvelda eftirlit Óli Kristján Ármannsson skrifar 22. janúar 2014 07:00 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, kallaði á þingi í gær eftir svörum Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um stöðu og verklag Fiskistofu. Fréttablaðið/GVA Unnið er að endurskoðun á vinnulagi og starfsháttum vegna eftirlits Fiskistofu, að því er fram kom í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í sérstakri umræðu um Fiskistofu og vinnubrögð stofnunarinnar á Alþingi í gær. Ráðherra sagði vonir standa til þess að frumvarp um málið verði lagt fram á Alþingi á vordögum.Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var málshefjandi í umræðunni. Hann rakti fjögur mál þar sem Fiskistofa var gerð afturreka með sektir. Hann gagnrýndi bæði framgöngu og málsmeðferðartíma stofnunarinnar. „Ekki eru fengnar heimildir til húsleitar á heimilum, vinnustöðum, skrifstofum og um borð í fiskiskipum. Heimilis- og persónulegt bókhald eigenda og starfsmanna er tekið og tölvur speglaðar og enginn veit um hvað orðið er af öllum þeim gögnum sem tekin hafa verið í tilefnis- og árangurslausum rannsóknum,“ sagði Ásmundur og benti á að í dæmunum fjórum hafi rannsókn Fiskistofu samtals tekið tíu ár. „Eftir langvarandi óþægindi hefur Fiskistofa fallið frá rannsóknum og kærum í þeim málum sem ég ræði hér um í framhaldinu en eftir situr óverjandi kostnaður og óþægindi og algjört vantraust.“ Í málunum var farið fram á sektir frá 22 til 200 milljóna króna. Sigurður Ingi tók undir að málsmeðferðartími hafi á stundum verið langur hjá Fiskistofu, en hafa yrði í huga að um flóknar rannsóknir gæti verið að ræða sem mikilvægt væri að væru vel unnar og trúverðugar. „Það eftirlit sem hér er til sérstakrar umfjöllunar er oft nefnt bakreikningseftirlit. Þar er vísað til þess að afli sem kemur úr fiskvinnslu er reiknaður aftur til þess hráefnis sem var tilkynnt inn í vinnsluna. Í eftirlitinu felst að kanna hvort munur sé þarna á sem gefi til kynna að vinnslan hafi tekið við afla til vinnslu sem ekki var veginn samkvæmt reglum á hafnarvog,“ sagði hann. Hluti af þeirri endurskoðun sem væri í gangi væri að einfalda vigtunarreglur þannig að ferli til endanlegar vigtunnar yrði styttra og viðkomustaðir færri. „Nái þetta fram að ganga má ætla að minni þörf verði á stórum og dýrum bakreikningsrannsóknum, sem því miður hafa ekki skilað tilætluðum árangri.“ Þá áréttaði Sigurður Ingi að hlutverk Fiskistofu væri þríþætt. Þótt eftirlitið væri þar mest áberandi sinnti Fiskistofa líka stjórsýslu og þjónustu og fyrir þá þætti hafi stofnuninni verið hrósað. „Leyfisveitingar ganga hratt fyrir sig, þjónusta er rafræn, svör eru skýr og vefur stofnunarinnar, með þeim upplýsingum sem þar er miðlað, þykir til fyrirmyndar.“ Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Unnið er að endurskoðun á vinnulagi og starfsháttum vegna eftirlits Fiskistofu, að því er fram kom í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í sérstakri umræðu um Fiskistofu og vinnubrögð stofnunarinnar á Alþingi í gær. Ráðherra sagði vonir standa til þess að frumvarp um málið verði lagt fram á Alþingi á vordögum.Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var málshefjandi í umræðunni. Hann rakti fjögur mál þar sem Fiskistofa var gerð afturreka með sektir. Hann gagnrýndi bæði framgöngu og málsmeðferðartíma stofnunarinnar. „Ekki eru fengnar heimildir til húsleitar á heimilum, vinnustöðum, skrifstofum og um borð í fiskiskipum. Heimilis- og persónulegt bókhald eigenda og starfsmanna er tekið og tölvur speglaðar og enginn veit um hvað orðið er af öllum þeim gögnum sem tekin hafa verið í tilefnis- og árangurslausum rannsóknum,“ sagði Ásmundur og benti á að í dæmunum fjórum hafi rannsókn Fiskistofu samtals tekið tíu ár. „Eftir langvarandi óþægindi hefur Fiskistofa fallið frá rannsóknum og kærum í þeim málum sem ég ræði hér um í framhaldinu en eftir situr óverjandi kostnaður og óþægindi og algjört vantraust.“ Í málunum var farið fram á sektir frá 22 til 200 milljóna króna. Sigurður Ingi tók undir að málsmeðferðartími hafi á stundum verið langur hjá Fiskistofu, en hafa yrði í huga að um flóknar rannsóknir gæti verið að ræða sem mikilvægt væri að væru vel unnar og trúverðugar. „Það eftirlit sem hér er til sérstakrar umfjöllunar er oft nefnt bakreikningseftirlit. Þar er vísað til þess að afli sem kemur úr fiskvinnslu er reiknaður aftur til þess hráefnis sem var tilkynnt inn í vinnsluna. Í eftirlitinu felst að kanna hvort munur sé þarna á sem gefi til kynna að vinnslan hafi tekið við afla til vinnslu sem ekki var veginn samkvæmt reglum á hafnarvog,“ sagði hann. Hluti af þeirri endurskoðun sem væri í gangi væri að einfalda vigtunarreglur þannig að ferli til endanlegar vigtunnar yrði styttra og viðkomustaðir færri. „Nái þetta fram að ganga má ætla að minni þörf verði á stórum og dýrum bakreikningsrannsóknum, sem því miður hafa ekki skilað tilætluðum árangri.“ Þá áréttaði Sigurður Ingi að hlutverk Fiskistofu væri þríþætt. Þótt eftirlitið væri þar mest áberandi sinnti Fiskistofa líka stjórsýslu og þjónustu og fyrir þá þætti hafi stofnuninni verið hrósað. „Leyfisveitingar ganga hratt fyrir sig, þjónusta er rafræn, svör eru skýr og vefur stofnunarinnar, með þeim upplýsingum sem þar er miðlað, þykir til fyrirmyndar.“
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira