Einfalda á vinnulag til að auðvelda eftirlit Óli Kristján Ármannsson skrifar 22. janúar 2014 07:00 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, kallaði á þingi í gær eftir svörum Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um stöðu og verklag Fiskistofu. Fréttablaðið/GVA Unnið er að endurskoðun á vinnulagi og starfsháttum vegna eftirlits Fiskistofu, að því er fram kom í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í sérstakri umræðu um Fiskistofu og vinnubrögð stofnunarinnar á Alþingi í gær. Ráðherra sagði vonir standa til þess að frumvarp um málið verði lagt fram á Alþingi á vordögum.Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var málshefjandi í umræðunni. Hann rakti fjögur mál þar sem Fiskistofa var gerð afturreka með sektir. Hann gagnrýndi bæði framgöngu og málsmeðferðartíma stofnunarinnar. „Ekki eru fengnar heimildir til húsleitar á heimilum, vinnustöðum, skrifstofum og um borð í fiskiskipum. Heimilis- og persónulegt bókhald eigenda og starfsmanna er tekið og tölvur speglaðar og enginn veit um hvað orðið er af öllum þeim gögnum sem tekin hafa verið í tilefnis- og árangurslausum rannsóknum,“ sagði Ásmundur og benti á að í dæmunum fjórum hafi rannsókn Fiskistofu samtals tekið tíu ár. „Eftir langvarandi óþægindi hefur Fiskistofa fallið frá rannsóknum og kærum í þeim málum sem ég ræði hér um í framhaldinu en eftir situr óverjandi kostnaður og óþægindi og algjört vantraust.“ Í málunum var farið fram á sektir frá 22 til 200 milljóna króna. Sigurður Ingi tók undir að málsmeðferðartími hafi á stundum verið langur hjá Fiskistofu, en hafa yrði í huga að um flóknar rannsóknir gæti verið að ræða sem mikilvægt væri að væru vel unnar og trúverðugar. „Það eftirlit sem hér er til sérstakrar umfjöllunar er oft nefnt bakreikningseftirlit. Þar er vísað til þess að afli sem kemur úr fiskvinnslu er reiknaður aftur til þess hráefnis sem var tilkynnt inn í vinnsluna. Í eftirlitinu felst að kanna hvort munur sé þarna á sem gefi til kynna að vinnslan hafi tekið við afla til vinnslu sem ekki var veginn samkvæmt reglum á hafnarvog,“ sagði hann. Hluti af þeirri endurskoðun sem væri í gangi væri að einfalda vigtunarreglur þannig að ferli til endanlegar vigtunnar yrði styttra og viðkomustaðir færri. „Nái þetta fram að ganga má ætla að minni þörf verði á stórum og dýrum bakreikningsrannsóknum, sem því miður hafa ekki skilað tilætluðum árangri.“ Þá áréttaði Sigurður Ingi að hlutverk Fiskistofu væri þríþætt. Þótt eftirlitið væri þar mest áberandi sinnti Fiskistofa líka stjórsýslu og þjónustu og fyrir þá þætti hafi stofnuninni verið hrósað. „Leyfisveitingar ganga hratt fyrir sig, þjónusta er rafræn, svör eru skýr og vefur stofnunarinnar, með þeim upplýsingum sem þar er miðlað, þykir til fyrirmyndar.“ Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Unnið er að endurskoðun á vinnulagi og starfsháttum vegna eftirlits Fiskistofu, að því er fram kom í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í sérstakri umræðu um Fiskistofu og vinnubrögð stofnunarinnar á Alþingi í gær. Ráðherra sagði vonir standa til þess að frumvarp um málið verði lagt fram á Alþingi á vordögum.Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var málshefjandi í umræðunni. Hann rakti fjögur mál þar sem Fiskistofa var gerð afturreka með sektir. Hann gagnrýndi bæði framgöngu og málsmeðferðartíma stofnunarinnar. „Ekki eru fengnar heimildir til húsleitar á heimilum, vinnustöðum, skrifstofum og um borð í fiskiskipum. Heimilis- og persónulegt bókhald eigenda og starfsmanna er tekið og tölvur speglaðar og enginn veit um hvað orðið er af öllum þeim gögnum sem tekin hafa verið í tilefnis- og árangurslausum rannsóknum,“ sagði Ásmundur og benti á að í dæmunum fjórum hafi rannsókn Fiskistofu samtals tekið tíu ár. „Eftir langvarandi óþægindi hefur Fiskistofa fallið frá rannsóknum og kærum í þeim málum sem ég ræði hér um í framhaldinu en eftir situr óverjandi kostnaður og óþægindi og algjört vantraust.“ Í málunum var farið fram á sektir frá 22 til 200 milljóna króna. Sigurður Ingi tók undir að málsmeðferðartími hafi á stundum verið langur hjá Fiskistofu, en hafa yrði í huga að um flóknar rannsóknir gæti verið að ræða sem mikilvægt væri að væru vel unnar og trúverðugar. „Það eftirlit sem hér er til sérstakrar umfjöllunar er oft nefnt bakreikningseftirlit. Þar er vísað til þess að afli sem kemur úr fiskvinnslu er reiknaður aftur til þess hráefnis sem var tilkynnt inn í vinnsluna. Í eftirlitinu felst að kanna hvort munur sé þarna á sem gefi til kynna að vinnslan hafi tekið við afla til vinnslu sem ekki var veginn samkvæmt reglum á hafnarvog,“ sagði hann. Hluti af þeirri endurskoðun sem væri í gangi væri að einfalda vigtunarreglur þannig að ferli til endanlegar vigtunnar yrði styttra og viðkomustaðir færri. „Nái þetta fram að ganga má ætla að minni þörf verði á stórum og dýrum bakreikningsrannsóknum, sem því miður hafa ekki skilað tilætluðum árangri.“ Þá áréttaði Sigurður Ingi að hlutverk Fiskistofu væri þríþætt. Þótt eftirlitið væri þar mest áberandi sinnti Fiskistofa líka stjórsýslu og þjónustu og fyrir þá þætti hafi stofnuninni verið hrósað. „Leyfisveitingar ganga hratt fyrir sig, þjónusta er rafræn, svör eru skýr og vefur stofnunarinnar, með þeim upplýsingum sem þar er miðlað, þykir til fyrirmyndar.“
Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira