Of fáir tóku frumkvæði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. janúar 2014 07:30 Heimir Hallgrímsson var ánægður með ferðina til Abú Dabí. fréttablaðið/daníel Ísland laut í lægra haldi fyrir Svíþjóð í vináttulandsleik sem fór fram í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í gær. Robin Quaison og varamaðurinn Guillermo Molins skoruðu mörk Svía en besta færi Íslands fékk varamaðurinn Guðmundur Þórarinsson er hann skaut í stöng í síðari hálfleik. „Þeir voru sterkari en við í þessum leik,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, við Fréttablaðið eftir leikinn í gær. „Þeir voru búnir að vera lengur hér – alls tíu daga og voru búnir að spila einn leik á undan þar að auki. Við hefðum getað gert betur en leikmenn okkar voru ekki með allt á hreinu sem er eðlilegt miðað við stuttan undirbúning.“ Íslendingar spiluðu vel í upphafi síðari hálfleiks en eftir það fór að draga af leikmönnum. Svíar gengu á lagið og skoruðu síðara mark sitt í leiknum. Heimir sagði að skilaboðin eftir fyrri hálfleik hefðu verið einföld. „Við létum þá líta betur út en þörf var á – bökkuðum og gáfum þeim of mikinn tíma með boltann. Það voru of fáir sem tóku frumkvæði. Það er í raun enginn getumunur á þessum leikmönnum sem spiluðu í leiknum en við leyfðum þeim að vera of góðir í fyrri hálfleik. Skilaboðin voru því að vera aðeins hugrakkari og fara aðeins á þá.“ Heimir segir einnig eðlilegt að erfitt sé að halda einbeitingu og skipulagi þegar mörgum leikmönnum er skipt inn á líkt og raunin var í síðari hálfleik. „En tilgangurinn var fyrst og fremst að skoða leikmenn og gefa þeim tækifæri. Ég held að svona leikir séu mikilvægir og þessi ferð svaraði ákveðnum spurningum. Það er verst að geta ekki verið hér lengur og unnið meira með leikmönnunum. Maður sá að það voru allir tilbúnir að hlaupa og berjast og það var flott.“ Fótbolti Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Fleiri fréttir Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjá meira
Ísland laut í lægra haldi fyrir Svíþjóð í vináttulandsleik sem fór fram í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í gær. Robin Quaison og varamaðurinn Guillermo Molins skoruðu mörk Svía en besta færi Íslands fékk varamaðurinn Guðmundur Þórarinsson er hann skaut í stöng í síðari hálfleik. „Þeir voru sterkari en við í þessum leik,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, við Fréttablaðið eftir leikinn í gær. „Þeir voru búnir að vera lengur hér – alls tíu daga og voru búnir að spila einn leik á undan þar að auki. Við hefðum getað gert betur en leikmenn okkar voru ekki með allt á hreinu sem er eðlilegt miðað við stuttan undirbúning.“ Íslendingar spiluðu vel í upphafi síðari hálfleiks en eftir það fór að draga af leikmönnum. Svíar gengu á lagið og skoruðu síðara mark sitt í leiknum. Heimir sagði að skilaboðin eftir fyrri hálfleik hefðu verið einföld. „Við létum þá líta betur út en þörf var á – bökkuðum og gáfum þeim of mikinn tíma með boltann. Það voru of fáir sem tóku frumkvæði. Það er í raun enginn getumunur á þessum leikmönnum sem spiluðu í leiknum en við leyfðum þeim að vera of góðir í fyrri hálfleik. Skilaboðin voru því að vera aðeins hugrakkari og fara aðeins á þá.“ Heimir segir einnig eðlilegt að erfitt sé að halda einbeitingu og skipulagi þegar mörgum leikmönnum er skipt inn á líkt og raunin var í síðari hálfleik. „En tilgangurinn var fyrst og fremst að skoða leikmenn og gefa þeim tækifæri. Ég held að svona leikir séu mikilvægir og þessi ferð svaraði ákveðnum spurningum. Það er verst að geta ekki verið hér lengur og unnið meira með leikmönnunum. Maður sá að það voru allir tilbúnir að hlaupa og berjast og það var flott.“
Fótbolti Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Fleiri fréttir Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjá meira