Nikótínlausi síminn í stað þess reyklausa Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 21. janúar 2014 12:00 Það hefur fjölgað í hópi þeirra sem taka í vörina og leita hjálpar hjá Ráðgjöf í reykbindindi. Fréttablaðið/E.ÓL „Þegar Ráðgjöf í reykbindindi hóf göngu sína vorum við einungis að aðstoða fólk við að hætta reykingum. Á næsta stigi fórum við að hjálpa þeim sem þurftu að losna af nikótínlyfjum og núna erum við í auknum mæli að hjálpa fólki að hætta að nota munntóbak,“ segir Jóhanna S. Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri Ráðgjafar í reykbindindi. Nikótínneytendur hafa getað sér að kostnaðarlausu hringt í reyklausa símann frá aldamótum og fengið ráðgjöf um hvernig eigi að svæfa nikótínþörf. Jóhanna segir að meðferðin sé sniðin að þörfum hvers og eins sem fái hjálp við að hætta á eigin forsemdum. Langflestir sem leita sér hjálpar í fyrsta skipti gera það í janúar. Þó að tölur fyrir janúar á þessu ári séu ekki tilbúnar virðist ásóknin ekki hafa minnkað frá í fyrra. Jóhanna segir tvennt hafa mikil áhrif þegar fólk ákveður að hætta, annars vegar verðhækkanir á tóbaksvörum og hins vegar lagasetningar. Til að mynda hafi fjölgað mjög í hópi þeirra sem leituðu sér aðstoðar eftir að bannað var að reykja inni á veitinga- og skemmtistöðum um mitt ár 2007. Á sama tíma hafi hins vegar fjölgað þeim sem fóru að nota reyklausar tóbaksvörur, svo sem nikótínlyf og að taka í vörina.Jóhanna S. KristjánsdóttirHún segir að stór toppur hafi myndast þegar sígarettupakkinn fór yfir þúsund krónur, þá hafi margir ákveðið að hætta. Það sama hafi gerst um áramótin 2012/13 þegar neftóbak sem fólk tekur í vörina hækkaði um 50 prósent, margir hafi þá ákveðið að hætta. „Þeir sem eru að hætta að taka í vörina þurfa oft lengri meðferð en þeir sem eru að hætta að reykja. Hver skammtur af munntóbaki sem tekinn er í vörina inniheldur álíka mikið magn af nikótíni og fjórar sígarettur,“ segir Jóhanna og útskýrir að það geti því verið mun erfiðara að hætta munntóbaksnotkuninni. Þá segir hún að þeir sem eru að venja sig af notkun nikótínlyfja svo sem tyggjós þurfi að trappa sig niður, það er að minnka skammtinn smátt og smátt. „Nikótínlyf eru einungis ætluð til notkunar í stuttan tíma. Nikótíntyggjó fer illa með slímhúðina í munninum og langtímanotkun þess getur valdið tannlosi,“ segir hún. „Reyklausi síminn er eiginlega orðið rangnefni, það væri miklu nær að tala um nikótínlausa símann,“ segir Jóhanna. Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
„Þegar Ráðgjöf í reykbindindi hóf göngu sína vorum við einungis að aðstoða fólk við að hætta reykingum. Á næsta stigi fórum við að hjálpa þeim sem þurftu að losna af nikótínlyfjum og núna erum við í auknum mæli að hjálpa fólki að hætta að nota munntóbak,“ segir Jóhanna S. Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri Ráðgjafar í reykbindindi. Nikótínneytendur hafa getað sér að kostnaðarlausu hringt í reyklausa símann frá aldamótum og fengið ráðgjöf um hvernig eigi að svæfa nikótínþörf. Jóhanna segir að meðferðin sé sniðin að þörfum hvers og eins sem fái hjálp við að hætta á eigin forsemdum. Langflestir sem leita sér hjálpar í fyrsta skipti gera það í janúar. Þó að tölur fyrir janúar á þessu ári séu ekki tilbúnar virðist ásóknin ekki hafa minnkað frá í fyrra. Jóhanna segir tvennt hafa mikil áhrif þegar fólk ákveður að hætta, annars vegar verðhækkanir á tóbaksvörum og hins vegar lagasetningar. Til að mynda hafi fjölgað mjög í hópi þeirra sem leituðu sér aðstoðar eftir að bannað var að reykja inni á veitinga- og skemmtistöðum um mitt ár 2007. Á sama tíma hafi hins vegar fjölgað þeim sem fóru að nota reyklausar tóbaksvörur, svo sem nikótínlyf og að taka í vörina.Jóhanna S. KristjánsdóttirHún segir að stór toppur hafi myndast þegar sígarettupakkinn fór yfir þúsund krónur, þá hafi margir ákveðið að hætta. Það sama hafi gerst um áramótin 2012/13 þegar neftóbak sem fólk tekur í vörina hækkaði um 50 prósent, margir hafi þá ákveðið að hætta. „Þeir sem eru að hætta að taka í vörina þurfa oft lengri meðferð en þeir sem eru að hætta að reykja. Hver skammtur af munntóbaki sem tekinn er í vörina inniheldur álíka mikið magn af nikótíni og fjórar sígarettur,“ segir Jóhanna og útskýrir að það geti því verið mun erfiðara að hætta munntóbaksnotkuninni. Þá segir hún að þeir sem eru að venja sig af notkun nikótínlyfja svo sem tyggjós þurfi að trappa sig niður, það er að minnka skammtinn smátt og smátt. „Nikótínlyf eru einungis ætluð til notkunar í stuttan tíma. Nikótíntyggjó fer illa með slímhúðina í munninum og langtímanotkun þess getur valdið tannlosi,“ segir hún. „Reyklausi síminn er eiginlega orðið rangnefni, það væri miklu nær að tala um nikótínlausa símann,“ segir Jóhanna.
Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira