Nikótínlausi síminn í stað þess reyklausa Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 21. janúar 2014 12:00 Það hefur fjölgað í hópi þeirra sem taka í vörina og leita hjálpar hjá Ráðgjöf í reykbindindi. Fréttablaðið/E.ÓL „Þegar Ráðgjöf í reykbindindi hóf göngu sína vorum við einungis að aðstoða fólk við að hætta reykingum. Á næsta stigi fórum við að hjálpa þeim sem þurftu að losna af nikótínlyfjum og núna erum við í auknum mæli að hjálpa fólki að hætta að nota munntóbak,“ segir Jóhanna S. Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri Ráðgjafar í reykbindindi. Nikótínneytendur hafa getað sér að kostnaðarlausu hringt í reyklausa símann frá aldamótum og fengið ráðgjöf um hvernig eigi að svæfa nikótínþörf. Jóhanna segir að meðferðin sé sniðin að þörfum hvers og eins sem fái hjálp við að hætta á eigin forsemdum. Langflestir sem leita sér hjálpar í fyrsta skipti gera það í janúar. Þó að tölur fyrir janúar á þessu ári séu ekki tilbúnar virðist ásóknin ekki hafa minnkað frá í fyrra. Jóhanna segir tvennt hafa mikil áhrif þegar fólk ákveður að hætta, annars vegar verðhækkanir á tóbaksvörum og hins vegar lagasetningar. Til að mynda hafi fjölgað mjög í hópi þeirra sem leituðu sér aðstoðar eftir að bannað var að reykja inni á veitinga- og skemmtistöðum um mitt ár 2007. Á sama tíma hafi hins vegar fjölgað þeim sem fóru að nota reyklausar tóbaksvörur, svo sem nikótínlyf og að taka í vörina.Jóhanna S. KristjánsdóttirHún segir að stór toppur hafi myndast þegar sígarettupakkinn fór yfir þúsund krónur, þá hafi margir ákveðið að hætta. Það sama hafi gerst um áramótin 2012/13 þegar neftóbak sem fólk tekur í vörina hækkaði um 50 prósent, margir hafi þá ákveðið að hætta. „Þeir sem eru að hætta að taka í vörina þurfa oft lengri meðferð en þeir sem eru að hætta að reykja. Hver skammtur af munntóbaki sem tekinn er í vörina inniheldur álíka mikið magn af nikótíni og fjórar sígarettur,“ segir Jóhanna og útskýrir að það geti því verið mun erfiðara að hætta munntóbaksnotkuninni. Þá segir hún að þeir sem eru að venja sig af notkun nikótínlyfja svo sem tyggjós þurfi að trappa sig niður, það er að minnka skammtinn smátt og smátt. „Nikótínlyf eru einungis ætluð til notkunar í stuttan tíma. Nikótíntyggjó fer illa með slímhúðina í munninum og langtímanotkun þess getur valdið tannlosi,“ segir hún. „Reyklausi síminn er eiginlega orðið rangnefni, það væri miklu nær að tala um nikótínlausa símann,“ segir Jóhanna. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
„Þegar Ráðgjöf í reykbindindi hóf göngu sína vorum við einungis að aðstoða fólk við að hætta reykingum. Á næsta stigi fórum við að hjálpa þeim sem þurftu að losna af nikótínlyfjum og núna erum við í auknum mæli að hjálpa fólki að hætta að nota munntóbak,“ segir Jóhanna S. Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri Ráðgjafar í reykbindindi. Nikótínneytendur hafa getað sér að kostnaðarlausu hringt í reyklausa símann frá aldamótum og fengið ráðgjöf um hvernig eigi að svæfa nikótínþörf. Jóhanna segir að meðferðin sé sniðin að þörfum hvers og eins sem fái hjálp við að hætta á eigin forsemdum. Langflestir sem leita sér hjálpar í fyrsta skipti gera það í janúar. Þó að tölur fyrir janúar á þessu ári séu ekki tilbúnar virðist ásóknin ekki hafa minnkað frá í fyrra. Jóhanna segir tvennt hafa mikil áhrif þegar fólk ákveður að hætta, annars vegar verðhækkanir á tóbaksvörum og hins vegar lagasetningar. Til að mynda hafi fjölgað mjög í hópi þeirra sem leituðu sér aðstoðar eftir að bannað var að reykja inni á veitinga- og skemmtistöðum um mitt ár 2007. Á sama tíma hafi hins vegar fjölgað þeim sem fóru að nota reyklausar tóbaksvörur, svo sem nikótínlyf og að taka í vörina.Jóhanna S. KristjánsdóttirHún segir að stór toppur hafi myndast þegar sígarettupakkinn fór yfir þúsund krónur, þá hafi margir ákveðið að hætta. Það sama hafi gerst um áramótin 2012/13 þegar neftóbak sem fólk tekur í vörina hækkaði um 50 prósent, margir hafi þá ákveðið að hætta. „Þeir sem eru að hætta að taka í vörina þurfa oft lengri meðferð en þeir sem eru að hætta að reykja. Hver skammtur af munntóbaki sem tekinn er í vörina inniheldur álíka mikið magn af nikótíni og fjórar sígarettur,“ segir Jóhanna og útskýrir að það geti því verið mun erfiðara að hætta munntóbaksnotkuninni. Þá segir hún að þeir sem eru að venja sig af notkun nikótínlyfja svo sem tyggjós þurfi að trappa sig niður, það er að minnka skammtinn smátt og smátt. „Nikótínlyf eru einungis ætluð til notkunar í stuttan tíma. Nikótíntyggjó fer illa með slímhúðina í munninum og langtímanotkun þess getur valdið tannlosi,“ segir hún. „Reyklausi síminn er eiginlega orðið rangnefni, það væri miklu nær að tala um nikótínlausa símann,“ segir Jóhanna.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira