Innlent

Vinstri græn velja á lista 15. febrúar

Brjánn Jónasson skrifar
Stefán Pálsson
Stefán Pálsson
Vinstri græn í Reykjavík munu velja frambjóðendur á lista fyrir komandi borgarstjórnarkosningar á opnum valfundi laugardaginn 15. febrúar.

Kosið verður milli frambjóðenda í fimm efstu sæti listans, að því er fram kemur í tilkynningu frá Stefáni Pálssyni, sem sæti á í kjörstjórn Vinstri grænna.

Framboðsfrestur rennur út 25. janúar. Hægt er að senda ábendingar um frambjóðendur til 18. janúar og mun kjörstjórn leita samþykkis viðkomandi.

Fundurinn verður opinn öllum félagsmönnum Vinstri grænna í Reykjavík. Frestur til að skrá sig og öðlast atkvæðisrétt rennur út á miðnætti 5. febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×