Innlent

Nítíu prósent rétt staðsettir

Freyr Bjarnason skrifar
Pósturinn þjónar um sex þúsund heimilum í sveitum landsins.
Pósturinn þjónar um sex þúsund heimilum í sveitum landsins.
Pósturinn vinnur nú að samræmingu á staðsetningu bréfakassa í dreifbýli. Fyrirtækið þjónar um sex þúsund heimilum í sveitum landsins.

Að því er segir í fréttatilkynningu skiptir staðsetning bréfakassa miklu máli varðandi hagkvæmni í dreifingu því bréfum hefur fækkað mikið á síðustu árum.

Markmið fyrirtækisins er að afhenda póst til móttakenda á réttum stað og á réttum tíma og er því mikilvægt að tryggt sé að móttökuskilyrði séu samkvæmt lögum og reglum.

Þessi vinna hefur gengið vel og yfir nítíu prósent bréfakassa eru rétt staðsettir í dag samkvæmt reglugerð um alþjónustu og framkvæmd póstþjónustu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×