Innlent

Eyvindur hlaut 200 þúsund

Freyr Bjarnason skrifar
Sif Helgadóttir hjá Mountaineers of Iceland ásamt Borgþóri Vignissyni, formanni Eyvinds, Óskari Rafnr Emilssyni, gjaldkera og Andra Óskarssyni.
Sif Helgadóttir hjá Mountaineers of Iceland ásamt Borgþóri Vignissyni, formanni Eyvinds, Óskari Rafnr Emilssyni, gjaldkera og Andra Óskarssyni.
Fyrirtækið Mountaineers of Iceland afhenti á dögunum Björgunarfélaginu Eyvindi styrk að upphæð tvö hundruð þúsund krónur.

Björgunarfélagið, sem er staðsett á Flúðum, er með sérhæfðan skyndihjálparhóp í samstarfi við sjúkraflutninga í Árnessýslu og sinnir útköllum með þeim á starfssvæði sveitarinnar.

Félagið er með sérhönnuð farartæki til sjúkraflutninga bæði á hálendi og á láglendi. Innan þesss er einnig starfandi unglingadeildin Vindur.

Í fréttatilkynningu kemur fram að Mountaineers of Iceland vilji byggja upp og styrkja samfélagið sem fyrirtækið lifir og starfar í og þannig styrkist ferðaþjónustan einnig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×