Innlent

Stórt snjóflóð féll á Norðurlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Hefillinn sem ryðja átti átti veginn í Dalsmynni þurfti frá að hverfa vegna stærðar snjóflóðs sem fallið hafði á feginn.
Hefillinn sem ryðja átti átti veginn í Dalsmynni þurfti frá að hverfa vegna stærðar snjóflóðs sem fallið hafði á feginn. Mynd/Stefán
Stórt snjóflóð uppgötvaðist í Dalsmynni við Fnjóskadal á Norðurlandi í dag, en það hafði fallið um hátíðarnar. Snjóflóðið féll í Grefilsgili sem er þekktur snjóflóðastaður.

Á heimasíðu Veðurstofunnar er sagt frá því að veghefill hafi verið sendur til að ryðja vegi á svæðinu, sem hafa verið lokaðir síðan fyrir jól, og ökumaður hans varð snjóflóðsins var. Hefillinn réði ekki við að moka flóðið og er vegurinn því enn lokaður.

Sólarhringsúrkoma mældist 32 mm á Þverá í Dalsmynni í gærmorgun en hún mældist 20 mm daginn áður. Talsverður snjór hefur því mögulega safnast í upptakasvæði síðustu tvo daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×