Leiðrétta þarmaflóruna með hægðaflutningi Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2014 10:12 Sigurjón Vilbergsson hefur tvisvar sinnum framkvæmt hægðaflutning á Landspítalanum. Mynd/GVA Sigurjón Vilbergsson meltingarlæknir var gestur í Bítinu í morgun þar sem hann útskýrði hvað svokallað hægða-transplant, eða hægðaflutningur er, þar sem utanaðkomandi hægðir eru settar í ristilinn á veikum einstaklingum. Stjórnendur þáttarins sögðust hafa heyrt af þessari aðgerð og vildu fá að vita meira. Sigurjón fór í þættinum yfir það hve mikilvægar bakteríur séu mönnum og segist hafa fyrst kynnst hægða ígræðslu í sérnámi í Noregi. Þar sem ónæmiskerfið í mjög veikum sjúklingum hafi farið í ólag. „Þá voru komnar tækifærasýkingar í meltingarveginn sem valda bólgum og menn eiginlega búnir að reyna allt sem þeir gátu. Sýklalyf og fleira,“ sagði Sigurjón. „Það sem gerist er að ef einhver einstaklingur fær sýklalyf, erum við ekki bara að drepa bakteríur í hálsinum, sem við ætlum að drepa. Þá ráðumst við á alla flóruna í meltingunni og við vitum að þegar við gerum þetta getur komið upp sýking í ristli af völdum þekktrar bakteríu. Hún kemur þarna sem tækifærissinni og þar geta orðið mjög alvarlegar bólgur.“ Hann sagði vitað að það að leiðrétta þarmaflórunna og fá hægðir annarsstaðar frá hjálpaði gegn bakteríum. Í Gautaborg í Svíþjóð er sérstakur hægðabanki og þaðan voru hægðirnar fengnar. „Þar eru menn með tilbúnar hægðir sem búið er að skoða og rannsaka og eru öruggar.“ „Ég kalla þetta að leiðrétta þarmaflóruna hjá þessu veika fólki. Ég man eftir þremur eða fjórum sjúklingum sem við gerðum þetta á í Noregi og það heppnaðist alveg ótrúlega vel.“ Sigurjón hefur framkvæmt hægðaflutning í Noregi og tvisvar sinnum á Íslandi. „Það kom til mín kona sem var mjög veik og ég gerði skoðun á henni. Hún var með blóðugan niðurgang og þegar ég gerði ristilspeglun á henni, þá var alveg skelfilegar bólgur að sjá.“ Á endanum fór konan í hægðaflutning og eftir aðgerðina tók hún skjótan bata. „Mig minnir að hún hafi verið útskrifuð tveimur til þremur dögum síðar. Búin að vera innliggjandi í tvo til þrjá mánuði á spítala.“ „Ástæðan fyrir því að ekki er meira talað um þetta er að menn hafa heyrt um þetta og lesið og finnst þetta mjög áhugavert. Um leið og á að framkvæma aðgerðina, sérðu bara undir hælana á þeim. Það er bara vegna þess að menn vita ekki betur,“ sagði Sigurjón. Undir lok viðtalsins lýsir Sigurjón því hvernig aðgerðin fer fram og ræðir um grein sem hann er að skrifa um hægðaflutning. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að ofan og hér. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Sjá meira
Sigurjón Vilbergsson meltingarlæknir var gestur í Bítinu í morgun þar sem hann útskýrði hvað svokallað hægða-transplant, eða hægðaflutningur er, þar sem utanaðkomandi hægðir eru settar í ristilinn á veikum einstaklingum. Stjórnendur þáttarins sögðust hafa heyrt af þessari aðgerð og vildu fá að vita meira. Sigurjón fór í þættinum yfir það hve mikilvægar bakteríur séu mönnum og segist hafa fyrst kynnst hægða ígræðslu í sérnámi í Noregi. Þar sem ónæmiskerfið í mjög veikum sjúklingum hafi farið í ólag. „Þá voru komnar tækifærasýkingar í meltingarveginn sem valda bólgum og menn eiginlega búnir að reyna allt sem þeir gátu. Sýklalyf og fleira,“ sagði Sigurjón. „Það sem gerist er að ef einhver einstaklingur fær sýklalyf, erum við ekki bara að drepa bakteríur í hálsinum, sem við ætlum að drepa. Þá ráðumst við á alla flóruna í meltingunni og við vitum að þegar við gerum þetta getur komið upp sýking í ristli af völdum þekktrar bakteríu. Hún kemur þarna sem tækifærissinni og þar geta orðið mjög alvarlegar bólgur.“ Hann sagði vitað að það að leiðrétta þarmaflórunna og fá hægðir annarsstaðar frá hjálpaði gegn bakteríum. Í Gautaborg í Svíþjóð er sérstakur hægðabanki og þaðan voru hægðirnar fengnar. „Þar eru menn með tilbúnar hægðir sem búið er að skoða og rannsaka og eru öruggar.“ „Ég kalla þetta að leiðrétta þarmaflóruna hjá þessu veika fólki. Ég man eftir þremur eða fjórum sjúklingum sem við gerðum þetta á í Noregi og það heppnaðist alveg ótrúlega vel.“ Sigurjón hefur framkvæmt hægðaflutning í Noregi og tvisvar sinnum á Íslandi. „Það kom til mín kona sem var mjög veik og ég gerði skoðun á henni. Hún var með blóðugan niðurgang og þegar ég gerði ristilspeglun á henni, þá var alveg skelfilegar bólgur að sjá.“ Á endanum fór konan í hægðaflutning og eftir aðgerðina tók hún skjótan bata. „Mig minnir að hún hafi verið útskrifuð tveimur til þremur dögum síðar. Búin að vera innliggjandi í tvo til þrjá mánuði á spítala.“ „Ástæðan fyrir því að ekki er meira talað um þetta er að menn hafa heyrt um þetta og lesið og finnst þetta mjög áhugavert. Um leið og á að framkvæma aðgerðina, sérðu bara undir hælana á þeim. Það er bara vegna þess að menn vita ekki betur,“ sagði Sigurjón. Undir lok viðtalsins lýsir Sigurjón því hvernig aðgerðin fer fram og ræðir um grein sem hann er að skrifa um hægðaflutning. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að ofan og hér.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Sjá meira