Fótbolti

Eiður hafnaði tilboði frá Zulte-Waregem

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen í leik með Club Brugge.
Eiður Smári Guðjohnsen í leik með Club Brugge. nordicphotos/getty
Eiður Smári Guðjohnsen mun hafa neitað samningstilboði frá belgíska liðinu Zulte-Waregem um að ganga í raðir félagsins frá Club Brugge í janúar en þetta kemur fram á vefsíðu Het Laaste Nieuws í dag.

Zulte-Waregem  hafði áhuga á að fá Eið Smára í staðinn fyrir Thorgan Hazard sem hefur verið á láni frá Chelsea.

Ólafur Ingi Skúlason er í dag leikmaður Zulte-Waregem.

Zulte-Waregem fékk samt sem áður Frederik Stenman frá Club Brugge en hann kemur til félagsins á lán út tímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×