Orðið „hroðbjóður“ notað í fyrsta skipti í sögu Alþingis Kjartan Atli Kjartansson skrifar 26. febrúar 2014 14:37 Guðlaugur Þór og Katrín notuðu slangur á þinginu í gærkvöldi. Vísir/GVA Slanguryrðið „hroðbjóður“ var sagt í fyrsta skiptið í ræðu á þingi í gær, þegar Katrín Júlíusdóttir krafðist afsökunarbeiðni frá Gunnari Braga Sveinssyni vegna orðalags umdeildrar þingsályktunartillögu hans, sem felur meðal annars í sér að draga aðildarumsókn Íslands í ESB tilbaka: „Hæstvirtur utanríkisráðherra ætti að sjá sóma sinn í því að koma hér í þennan stól og biðja þingheim afsökunar. Bæði þennan, sem að fær þennan hroðbjóð hingað inn á sitt borð og líka fráfarandi þing sem er borinn þessum þungu sökum.“ Mörður Árnason, flokksbróðir Katrínar, íslenskufræðingur og höfundur slangurorðabókar, telur þetta slanguryrði líklega hafa orðið til við samslætti tveggja orða. „Væntanlega er þetta samsett úr orðunum hroðalegt og viðbjóður. Þetta er svolítið Vigdísar Hauksdótturlegt,“ segir hann.Sultuslakur Annað slanguryrði var einnig notað í gær, þegar Guðlaugur Þór Þórðarson sagði eftirfarandi í ræðustól Alþingis: „Ég skil ekki alveg hvað háttvirtur þingmaður Guðmundur Steingrímsson var að segja þegar hvort að menn eigi ekki að slaka á. Ég get ekki orðið var við annað en að það séu hér allir sultuslakir.“ Guðlaugur er ekki fyrstur til þess að nota það slangur. Björn Valur Gíslason, þáverandi þingmaður Vinstri grænna, var fyrri til þegar hann sagði stjórnarandstöðuna árið 2009 hafa verið allt að því sultuslaka.Mörður segir mörk hátíðlegs orðfæris á þingi og slangurs vera að minnka.Vísir/GVAMörkin að minnka Mörður segir þessa slangurnotkun þingmanna vera til marks um breytt tungutak þingmanna. „Mörk hátíðslegs orðfæris, hversdagslegs málfars og slangurs eru að minnka. Alþingi er mjög merkur staður þegar orðalag er skoðað. Þar koma inn mikið af tæknilegum orðum í skýrslum og umsögnum. Einnig er mikið talað og oft eru ræður ekki skrifaðar. Þó menn temji sér ákveðinn virðuleika er umræðuefnið stundum þannig að slangur er notað,“ útskýrir Mörður. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Slanguryrðið „hroðbjóður“ var sagt í fyrsta skiptið í ræðu á þingi í gær, þegar Katrín Júlíusdóttir krafðist afsökunarbeiðni frá Gunnari Braga Sveinssyni vegna orðalags umdeildrar þingsályktunartillögu hans, sem felur meðal annars í sér að draga aðildarumsókn Íslands í ESB tilbaka: „Hæstvirtur utanríkisráðherra ætti að sjá sóma sinn í því að koma hér í þennan stól og biðja þingheim afsökunar. Bæði þennan, sem að fær þennan hroðbjóð hingað inn á sitt borð og líka fráfarandi þing sem er borinn þessum þungu sökum.“ Mörður Árnason, flokksbróðir Katrínar, íslenskufræðingur og höfundur slangurorðabókar, telur þetta slanguryrði líklega hafa orðið til við samslætti tveggja orða. „Væntanlega er þetta samsett úr orðunum hroðalegt og viðbjóður. Þetta er svolítið Vigdísar Hauksdótturlegt,“ segir hann.Sultuslakur Annað slanguryrði var einnig notað í gær, þegar Guðlaugur Þór Þórðarson sagði eftirfarandi í ræðustól Alþingis: „Ég skil ekki alveg hvað háttvirtur þingmaður Guðmundur Steingrímsson var að segja þegar hvort að menn eigi ekki að slaka á. Ég get ekki orðið var við annað en að það séu hér allir sultuslakir.“ Guðlaugur er ekki fyrstur til þess að nota það slangur. Björn Valur Gíslason, þáverandi þingmaður Vinstri grænna, var fyrri til þegar hann sagði stjórnarandstöðuna árið 2009 hafa verið allt að því sultuslaka.Mörður segir mörk hátíðlegs orðfæris á þingi og slangurs vera að minnka.Vísir/GVAMörkin að minnka Mörður segir þessa slangurnotkun þingmanna vera til marks um breytt tungutak þingmanna. „Mörk hátíðslegs orðfæris, hversdagslegs málfars og slangurs eru að minnka. Alþingi er mjög merkur staður þegar orðalag er skoðað. Þar koma inn mikið af tæknilegum orðum í skýrslum og umsögnum. Einnig er mikið talað og oft eru ræður ekki skrifaðar. Þó menn temji sér ákveðinn virðuleika er umræðuefnið stundum þannig að slangur er notað,“ útskýrir Mörður.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira