Tugmilljóna smásjá til frumurannsókna Júlía Margrét Einarsdóttir skrifar 2. apríl 2014 08:00 Sævar Ingþórsson doktorsnemi er stoltur af nýju smásjánni. VISIR/Daníel Ný hágæðasmásjá, sem kemur til með að valda straumhvörfum í rannsóknum í frumulíffræði, verður vígð í Háskóla Íslands á næstu dögum. Smásjáin, sem er hýst í Læknagarðinum, kostaði tugi milljóna króna. Hún kemur til með að nýtast í mikilvægum rannsóknum sem skipta sköpum fyrir læknisfræðilegar rannsóknir á Íslandi. Eiríkur Steingrímsson, prófessor í læknadeild HÍ, segir tilkomu smásjárinnar gífurlega þýðingarmikla fyrir samfélagið. „Smásjáin gerir okkur vísindamönnum kleift að skoða staðsetningu próteina innan í frumum, jafnvel þegar fruman er lifandi. Hún verður nýtt í lífvísindarannsóknir, til að auka skilning á og auðvelda rannsóknir á alvarlegum sjúkdómum á borð við brjóstakrabbamein, sortuæxli, arfgenga heilablæðingu og í stofnfrumurannsóknir.“ Kaupin á tækinu eru afrakstur samvinnu margra vísindahópa, sem stóðu í sameiningu að styrktarumsókninni. „Um er að ræða mörg rannsóknarteymi, og þau munu öll koma til með að nýta smásjána í sínum rannsóknum,“ segir Eiríkur. „Við erum að leita eftir því að efla samstarf dreifðra stofnana sem allar sinna rannsóknum af þessu tagi, bæði utan og innan háskólans í þeirri viðleitni að efla samstarfið.Lífvísindasamfélagið á Íslandi er lítið, en það er stöðugt að eflast. Tilkoma smásjárinnar er liður í því.“ Smásjáin er af gerðinni Olympus FV1200, sem er fluorescent conofal-smásjá af bestu gerð. Sú smásjá sem áður var nýtt í rannsóknir af þessu tagi var ekki nándar nærri eins öflug og þessi, og umskiptin því gríðarleg. „Þetta er allt annað, þetta er í raun eins og að skipta út Trabant fyrir Benz,“ segir Eiríkur stoltur.Vígslan fer fram í Læknagarði 23. apríl og mun menntamálaráðherra annast hana. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Fleiri fréttir Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Sjá meira
Ný hágæðasmásjá, sem kemur til með að valda straumhvörfum í rannsóknum í frumulíffræði, verður vígð í Háskóla Íslands á næstu dögum. Smásjáin, sem er hýst í Læknagarðinum, kostaði tugi milljóna króna. Hún kemur til með að nýtast í mikilvægum rannsóknum sem skipta sköpum fyrir læknisfræðilegar rannsóknir á Íslandi. Eiríkur Steingrímsson, prófessor í læknadeild HÍ, segir tilkomu smásjárinnar gífurlega þýðingarmikla fyrir samfélagið. „Smásjáin gerir okkur vísindamönnum kleift að skoða staðsetningu próteina innan í frumum, jafnvel þegar fruman er lifandi. Hún verður nýtt í lífvísindarannsóknir, til að auka skilning á og auðvelda rannsóknir á alvarlegum sjúkdómum á borð við brjóstakrabbamein, sortuæxli, arfgenga heilablæðingu og í stofnfrumurannsóknir.“ Kaupin á tækinu eru afrakstur samvinnu margra vísindahópa, sem stóðu í sameiningu að styrktarumsókninni. „Um er að ræða mörg rannsóknarteymi, og þau munu öll koma til með að nýta smásjána í sínum rannsóknum,“ segir Eiríkur. „Við erum að leita eftir því að efla samstarf dreifðra stofnana sem allar sinna rannsóknum af þessu tagi, bæði utan og innan háskólans í þeirri viðleitni að efla samstarfið.Lífvísindasamfélagið á Íslandi er lítið, en það er stöðugt að eflast. Tilkoma smásjárinnar er liður í því.“ Smásjáin er af gerðinni Olympus FV1200, sem er fluorescent conofal-smásjá af bestu gerð. Sú smásjá sem áður var nýtt í rannsóknir af þessu tagi var ekki nándar nærri eins öflug og þessi, og umskiptin því gríðarleg. „Þetta er allt annað, þetta er í raun eins og að skipta út Trabant fyrir Benz,“ segir Eiríkur stoltur.Vígslan fer fram í Læknagarði 23. apríl og mun menntamálaráðherra annast hana.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Fleiri fréttir Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Sjá meira