Benedikt um nýtt framboð: "Það er gerjun víða“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 2. apríl 2014 12:10 Tæp 40% geta hugsað sér að kjósa nýjan flokk, sem leggur áherslu á Evrópusambandsaðild. „Maður kemst varla út eða það líður varla sá klukkutími að maður fái ekki einn eða fleiri tölvupósta eða hringingar þar sem fólk er að lýsa yfir áhuga á þessu,“ segir Benedikt Jóhannesson um hugsanlegt nýtt framboð- Evrópusinnaðan hægriflokk.Í gær birti MMR könnun þar sem kom fram að 38% aðspurðra sögðust geta hugsað sér að kjósa slíkt framboð – sem nyti stuðnings Þorsteins Pálssonar, fyrrum forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. „Þetta er ákveðin vísbending um stuðning hugsanlegs flokks á þessum væng stjórnmálanna. En auðvitað er erfitt að meta stuðninginn út frá þessari einu könnun. Það var spurt mjög opið og auðvitað ekki búið að stofna neinn flokk. Þessu var bara stillt upp sem einhverju hugsanlegu,“ útskýrir Benedikt.„Ég er engin lykilpersóna í þessu“ Benedikt, sem er formaður Sjálfstæðra Evrópumanna, segist ekki hafa átt þátt í neinum formlegum skrefum í átt að stofnun nýs flokks. „Ef ég muni grípa til einhverrar vinnu í þessum málum verður það ekkert leyndarmál. Ég er samt engin lykilpersónu í þessu. Ég heyri bara mikið talað um þörfina á svona flokki og veit að margir hafa áhuga á þessu,“ segir hann. Hann segist ekki vita til þess að formleg skref í átt að stofnun flokks hafi verið tekin. „En það er gerjun víða. Menn eru að tala um þetta úti um allt.“Flokkur með breiða skírskotun Benedikt segir margt athyglisvert hafa komið út úr könnun MMR. Til dæmis hversu breiða skírskotun flokkurinn virðist hafa. Til dæmis hafi mestur stuðningur við hugsanlegt framboð af þessu tagi mælst á meðal stuðningsmanna Bjartrar Framtíðar, þegar litið var til þess hvaða flokk þeir sem tóku þátt í könnuninni kusu síðast. „Ég hef líka heyrt í mörgum þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn, þeim finnst sinn flokkur vera farinn útaf sporinu,“ segir Benedikt og bendir á að þriðjungur þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum geti hugsað sér að styðja nýja framboðið.Sjálfstæðisflokkurinn minnkað af sjálfsdáðum Nýtt framboð af þessu tagi myndi ekki vera endilega beint til höfuðs Sjálfstæðisflokksins, að mati Benedikts. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur minnkað talsvert og manni sýnist hann hafa gert það af sjálfsdáðum. Eftir landsfundinn síðasta – þar sem mjög þröng afstaða var tekin - fór fylgið í skoðanakönnunum að minnka. Eftir kosningar hefur það sama verið uppi á teningnum.“ Tengdar fréttir Tæp 40 prósent myndu íhuga að kjósa nýjan hægri flokk Mestur stuðningur við framboðið var á meðal stuðningsmanna Bjartra Framtíðar. 1. apríl 2014 16:00 Sveinn Andri á bakvið nýjan Sjálfstæðisflokk "Þetta er fyrir alla þá sem deila þessum skoðunum, eru ósáttir við stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum og gætu hugsað sér að láta vaða.“ 31. mars 2014 11:02 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira
„Maður kemst varla út eða það líður varla sá klukkutími að maður fái ekki einn eða fleiri tölvupósta eða hringingar þar sem fólk er að lýsa yfir áhuga á þessu,“ segir Benedikt Jóhannesson um hugsanlegt nýtt framboð- Evrópusinnaðan hægriflokk.Í gær birti MMR könnun þar sem kom fram að 38% aðspurðra sögðust geta hugsað sér að kjósa slíkt framboð – sem nyti stuðnings Þorsteins Pálssonar, fyrrum forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. „Þetta er ákveðin vísbending um stuðning hugsanlegs flokks á þessum væng stjórnmálanna. En auðvitað er erfitt að meta stuðninginn út frá þessari einu könnun. Það var spurt mjög opið og auðvitað ekki búið að stofna neinn flokk. Þessu var bara stillt upp sem einhverju hugsanlegu,“ útskýrir Benedikt.„Ég er engin lykilpersóna í þessu“ Benedikt, sem er formaður Sjálfstæðra Evrópumanna, segist ekki hafa átt þátt í neinum formlegum skrefum í átt að stofnun nýs flokks. „Ef ég muni grípa til einhverrar vinnu í þessum málum verður það ekkert leyndarmál. Ég er samt engin lykilpersónu í þessu. Ég heyri bara mikið talað um þörfina á svona flokki og veit að margir hafa áhuga á þessu,“ segir hann. Hann segist ekki vita til þess að formleg skref í átt að stofnun flokks hafi verið tekin. „En það er gerjun víða. Menn eru að tala um þetta úti um allt.“Flokkur með breiða skírskotun Benedikt segir margt athyglisvert hafa komið út úr könnun MMR. Til dæmis hversu breiða skírskotun flokkurinn virðist hafa. Til dæmis hafi mestur stuðningur við hugsanlegt framboð af þessu tagi mælst á meðal stuðningsmanna Bjartrar Framtíðar, þegar litið var til þess hvaða flokk þeir sem tóku þátt í könnuninni kusu síðast. „Ég hef líka heyrt í mörgum þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn, þeim finnst sinn flokkur vera farinn útaf sporinu,“ segir Benedikt og bendir á að þriðjungur þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum geti hugsað sér að styðja nýja framboðið.Sjálfstæðisflokkurinn minnkað af sjálfsdáðum Nýtt framboð af þessu tagi myndi ekki vera endilega beint til höfuðs Sjálfstæðisflokksins, að mati Benedikts. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur minnkað talsvert og manni sýnist hann hafa gert það af sjálfsdáðum. Eftir landsfundinn síðasta – þar sem mjög þröng afstaða var tekin - fór fylgið í skoðanakönnunum að minnka. Eftir kosningar hefur það sama verið uppi á teningnum.“
Tengdar fréttir Tæp 40 prósent myndu íhuga að kjósa nýjan hægri flokk Mestur stuðningur við framboðið var á meðal stuðningsmanna Bjartra Framtíðar. 1. apríl 2014 16:00 Sveinn Andri á bakvið nýjan Sjálfstæðisflokk "Þetta er fyrir alla þá sem deila þessum skoðunum, eru ósáttir við stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum og gætu hugsað sér að láta vaða.“ 31. mars 2014 11:02 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira
Tæp 40 prósent myndu íhuga að kjósa nýjan hægri flokk Mestur stuðningur við framboðið var á meðal stuðningsmanna Bjartra Framtíðar. 1. apríl 2014 16:00
Sveinn Andri á bakvið nýjan Sjálfstæðisflokk "Þetta er fyrir alla þá sem deila þessum skoðunum, eru ósáttir við stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum og gætu hugsað sér að láta vaða.“ 31. mars 2014 11:02