Benedikt um nýtt framboð: "Það er gerjun víða“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 2. apríl 2014 12:10 Tæp 40% geta hugsað sér að kjósa nýjan flokk, sem leggur áherslu á Evrópusambandsaðild. „Maður kemst varla út eða það líður varla sá klukkutími að maður fái ekki einn eða fleiri tölvupósta eða hringingar þar sem fólk er að lýsa yfir áhuga á þessu,“ segir Benedikt Jóhannesson um hugsanlegt nýtt framboð- Evrópusinnaðan hægriflokk.Í gær birti MMR könnun þar sem kom fram að 38% aðspurðra sögðust geta hugsað sér að kjósa slíkt framboð – sem nyti stuðnings Þorsteins Pálssonar, fyrrum forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. „Þetta er ákveðin vísbending um stuðning hugsanlegs flokks á þessum væng stjórnmálanna. En auðvitað er erfitt að meta stuðninginn út frá þessari einu könnun. Það var spurt mjög opið og auðvitað ekki búið að stofna neinn flokk. Þessu var bara stillt upp sem einhverju hugsanlegu,“ útskýrir Benedikt.„Ég er engin lykilpersóna í þessu“ Benedikt, sem er formaður Sjálfstæðra Evrópumanna, segist ekki hafa átt þátt í neinum formlegum skrefum í átt að stofnun nýs flokks. „Ef ég muni grípa til einhverrar vinnu í þessum málum verður það ekkert leyndarmál. Ég er samt engin lykilpersónu í þessu. Ég heyri bara mikið talað um þörfina á svona flokki og veit að margir hafa áhuga á þessu,“ segir hann. Hann segist ekki vita til þess að formleg skref í átt að stofnun flokks hafi verið tekin. „En það er gerjun víða. Menn eru að tala um þetta úti um allt.“Flokkur með breiða skírskotun Benedikt segir margt athyglisvert hafa komið út úr könnun MMR. Til dæmis hversu breiða skírskotun flokkurinn virðist hafa. Til dæmis hafi mestur stuðningur við hugsanlegt framboð af þessu tagi mælst á meðal stuðningsmanna Bjartrar Framtíðar, þegar litið var til þess hvaða flokk þeir sem tóku þátt í könnuninni kusu síðast. „Ég hef líka heyrt í mörgum þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn, þeim finnst sinn flokkur vera farinn útaf sporinu,“ segir Benedikt og bendir á að þriðjungur þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum geti hugsað sér að styðja nýja framboðið.Sjálfstæðisflokkurinn minnkað af sjálfsdáðum Nýtt framboð af þessu tagi myndi ekki vera endilega beint til höfuðs Sjálfstæðisflokksins, að mati Benedikts. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur minnkað talsvert og manni sýnist hann hafa gert það af sjálfsdáðum. Eftir landsfundinn síðasta – þar sem mjög þröng afstaða var tekin - fór fylgið í skoðanakönnunum að minnka. Eftir kosningar hefur það sama verið uppi á teningnum.“ Tengdar fréttir Tæp 40 prósent myndu íhuga að kjósa nýjan hægri flokk Mestur stuðningur við framboðið var á meðal stuðningsmanna Bjartra Framtíðar. 1. apríl 2014 16:00 Sveinn Andri á bakvið nýjan Sjálfstæðisflokk "Þetta er fyrir alla þá sem deila þessum skoðunum, eru ósáttir við stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum og gætu hugsað sér að láta vaða.“ 31. mars 2014 11:02 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Maður kemst varla út eða það líður varla sá klukkutími að maður fái ekki einn eða fleiri tölvupósta eða hringingar þar sem fólk er að lýsa yfir áhuga á þessu,“ segir Benedikt Jóhannesson um hugsanlegt nýtt framboð- Evrópusinnaðan hægriflokk.Í gær birti MMR könnun þar sem kom fram að 38% aðspurðra sögðust geta hugsað sér að kjósa slíkt framboð – sem nyti stuðnings Þorsteins Pálssonar, fyrrum forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. „Þetta er ákveðin vísbending um stuðning hugsanlegs flokks á þessum væng stjórnmálanna. En auðvitað er erfitt að meta stuðninginn út frá þessari einu könnun. Það var spurt mjög opið og auðvitað ekki búið að stofna neinn flokk. Þessu var bara stillt upp sem einhverju hugsanlegu,“ útskýrir Benedikt.„Ég er engin lykilpersóna í þessu“ Benedikt, sem er formaður Sjálfstæðra Evrópumanna, segist ekki hafa átt þátt í neinum formlegum skrefum í átt að stofnun nýs flokks. „Ef ég muni grípa til einhverrar vinnu í þessum málum verður það ekkert leyndarmál. Ég er samt engin lykilpersónu í þessu. Ég heyri bara mikið talað um þörfina á svona flokki og veit að margir hafa áhuga á þessu,“ segir hann. Hann segist ekki vita til þess að formleg skref í átt að stofnun flokks hafi verið tekin. „En það er gerjun víða. Menn eru að tala um þetta úti um allt.“Flokkur með breiða skírskotun Benedikt segir margt athyglisvert hafa komið út úr könnun MMR. Til dæmis hversu breiða skírskotun flokkurinn virðist hafa. Til dæmis hafi mestur stuðningur við hugsanlegt framboð af þessu tagi mælst á meðal stuðningsmanna Bjartrar Framtíðar, þegar litið var til þess hvaða flokk þeir sem tóku þátt í könnuninni kusu síðast. „Ég hef líka heyrt í mörgum þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn, þeim finnst sinn flokkur vera farinn útaf sporinu,“ segir Benedikt og bendir á að þriðjungur þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum geti hugsað sér að styðja nýja framboðið.Sjálfstæðisflokkurinn minnkað af sjálfsdáðum Nýtt framboð af þessu tagi myndi ekki vera endilega beint til höfuðs Sjálfstæðisflokksins, að mati Benedikts. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur minnkað talsvert og manni sýnist hann hafa gert það af sjálfsdáðum. Eftir landsfundinn síðasta – þar sem mjög þröng afstaða var tekin - fór fylgið í skoðanakönnunum að minnka. Eftir kosningar hefur það sama verið uppi á teningnum.“
Tengdar fréttir Tæp 40 prósent myndu íhuga að kjósa nýjan hægri flokk Mestur stuðningur við framboðið var á meðal stuðningsmanna Bjartra Framtíðar. 1. apríl 2014 16:00 Sveinn Andri á bakvið nýjan Sjálfstæðisflokk "Þetta er fyrir alla þá sem deila þessum skoðunum, eru ósáttir við stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum og gætu hugsað sér að láta vaða.“ 31. mars 2014 11:02 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Tæp 40 prósent myndu íhuga að kjósa nýjan hægri flokk Mestur stuðningur við framboðið var á meðal stuðningsmanna Bjartra Framtíðar. 1. apríl 2014 16:00
Sveinn Andri á bakvið nýjan Sjálfstæðisflokk "Þetta er fyrir alla þá sem deila þessum skoðunum, eru ósáttir við stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum og gætu hugsað sér að láta vaða.“ 31. mars 2014 11:02