Sjálfsagt að kennaralaunin séu lág Snærós Sindradóttir skrifar 2. apríl 2014 07:00 Illugi Gunnarsson ávarpaði þingið í gær og ræddi almenn sóknarfæri í menntakerfinu. Hann vill stórbæta læsi ungmenna og minnka brottfall úr framhaldsskólum. Fréttablaðið/Valli Kennaraþing Kennarasambands Íslands (KÍ) var sett á Grand Hóteli í gær. Þingið er haldið í skugga verkfalls framhaldsskólakennara sem staðið hefur yfir í á þriðju viku. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, vék ekki að kjarabaráttu kennara í ræðu sinni við upphaf þings. Hann sagði að yfirstandandi samningaviðræður ættu ekki að fara fram í fjölmiðlum eða á ráðstefnu sem þessari. „Það er miklu stærra mál sem hér er verið að ræða. Hér er verið að ræða menntakerfið í heild sinni en ekki bara kjaradeiluna. Ég vil leggja áherslu á almenn atriði sem við eigum að geta náð samstöðu um. Við þurfum að bæta frammistöðu framhaldsskólanema,“ sagði hann. „Við þurfum að bæta lesskilning og starfsemina á grunnskólastiginu þar af leiðandi. Við þurfum að efla heimilin í að taka þátt í lestrarkennslu. Þetta eru mikilvæg atriði burtséð frá þeirri kjaradeilu sem nú er uppi. Umræðan um kaup og kjör núna fer fram við samningaborðið.“ Þórður Hjaltested, formaður Kennarasambands Íslands, sagði það dapurlegt að setja Kennaraþing þegar stór hluti félagsmanna væri í verkfalli. Hann sagði að stjórnmálamönnum þætti sjálfsagt að kennarastéttin væri illa launuð og kallaði eftir auknu fjármagni til skólastarfsins. „Þróunin frá hruni hefur verið sú að kennarar dragast aftur úr. Það launaskrið sem Seðlabankinn er farinn að gera ráð fyrir í sínum viðmiðum er ekki til staðar hjá kennurum. Við erum tilbúin að setjast niður um ákveðnar kerfisbreytingar en forgangurinn er launamál og við verðum að fá botn í þau áður en við stígum í aðra vinnu.“ Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, var óánægð með að menntamálaráðherra hefði ekki talað um yfirstandandi kjaradeilu við setningu þingsins í gær. „Brýnasta verkefni menntamálaráðherra núna er að beita sér fyrir lausn í kjaradeilu framhaldsskólakennara og koma skólanum til starfa á ný. Ég hef ekki séð mikið af ráðherranum tjá sig né beita sér í þessari kjaradeilu. Þó að fjármálaráðherra haldi um veskið hlýtur það að vera faglegur ráðherra menntamála sem á að knýja á um að fá fjármuni inn í sitt ráðuneyti.“ Formaður KÍ lýsti í ræðu sinni yfir áhyggjum af því að fáir sæktu í kennaranám vegna lágra launa. Laun íslenskra kennara væru fyrir neðan meðaltal OECD-ríkjanna. Formaður Félags framhaldsskólakennara tók undir áhyggjurnar, „Hvernig eigum við að laða að hæfa kennara til að sinna kennslu þegar framhaldsskólakennarar eru rétt hálfdrættingar í launum á við kollega sína á Norðurlöndunum? Það hefur verið bent á það í alþjóðaskýrslum að það þurfi að hækka laun íslenskra kennara til að viðhalda nýliðun í stéttinni,“ sagði Guðríður. Kennaraþing KÍ stendur yfir fram á föstudag. Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira
Kennaraþing Kennarasambands Íslands (KÍ) var sett á Grand Hóteli í gær. Þingið er haldið í skugga verkfalls framhaldsskólakennara sem staðið hefur yfir í á þriðju viku. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, vék ekki að kjarabaráttu kennara í ræðu sinni við upphaf þings. Hann sagði að yfirstandandi samningaviðræður ættu ekki að fara fram í fjölmiðlum eða á ráðstefnu sem þessari. „Það er miklu stærra mál sem hér er verið að ræða. Hér er verið að ræða menntakerfið í heild sinni en ekki bara kjaradeiluna. Ég vil leggja áherslu á almenn atriði sem við eigum að geta náð samstöðu um. Við þurfum að bæta frammistöðu framhaldsskólanema,“ sagði hann. „Við þurfum að bæta lesskilning og starfsemina á grunnskólastiginu þar af leiðandi. Við þurfum að efla heimilin í að taka þátt í lestrarkennslu. Þetta eru mikilvæg atriði burtséð frá þeirri kjaradeilu sem nú er uppi. Umræðan um kaup og kjör núna fer fram við samningaborðið.“ Þórður Hjaltested, formaður Kennarasambands Íslands, sagði það dapurlegt að setja Kennaraþing þegar stór hluti félagsmanna væri í verkfalli. Hann sagði að stjórnmálamönnum þætti sjálfsagt að kennarastéttin væri illa launuð og kallaði eftir auknu fjármagni til skólastarfsins. „Þróunin frá hruni hefur verið sú að kennarar dragast aftur úr. Það launaskrið sem Seðlabankinn er farinn að gera ráð fyrir í sínum viðmiðum er ekki til staðar hjá kennurum. Við erum tilbúin að setjast niður um ákveðnar kerfisbreytingar en forgangurinn er launamál og við verðum að fá botn í þau áður en við stígum í aðra vinnu.“ Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, var óánægð með að menntamálaráðherra hefði ekki talað um yfirstandandi kjaradeilu við setningu þingsins í gær. „Brýnasta verkefni menntamálaráðherra núna er að beita sér fyrir lausn í kjaradeilu framhaldsskólakennara og koma skólanum til starfa á ný. Ég hef ekki séð mikið af ráðherranum tjá sig né beita sér í þessari kjaradeilu. Þó að fjármálaráðherra haldi um veskið hlýtur það að vera faglegur ráðherra menntamála sem á að knýja á um að fá fjármuni inn í sitt ráðuneyti.“ Formaður KÍ lýsti í ræðu sinni yfir áhyggjum af því að fáir sæktu í kennaranám vegna lágra launa. Laun íslenskra kennara væru fyrir neðan meðaltal OECD-ríkjanna. Formaður Félags framhaldsskólakennara tók undir áhyggjurnar, „Hvernig eigum við að laða að hæfa kennara til að sinna kennslu þegar framhaldsskólakennarar eru rétt hálfdrættingar í launum á við kollega sína á Norðurlöndunum? Það hefur verið bent á það í alþjóðaskýrslum að það þurfi að hækka laun íslenskra kennara til að viðhalda nýliðun í stéttinni,“ sagði Guðríður. Kennaraþing KÍ stendur yfir fram á föstudag.
Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira