Þorvaldur Örlygsson til liðs við Pepsi-mörkin - Myndband Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2014 21:00 „Þetta verður vonandi bara skemmtilegt,“ segir Þorvaldur Örlygsson, þjálfari 1. deildarliðs HK, sem á mánudagskvöld mun setjast í stól spekings í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport. Hann mun segja skoðun sína á frammistöðu leikmanna í deildinni ásamt þeim Bjarnólfi Lárussyni, Hjörvari Hafliðasyni, Reyni Leóssyni og Tómasi Inga Tómassyni í sumar. Þorvaldur, sem þjálfað hefur lið Fram í Pepsi-deild karla undanfarin ár, hefur oftar en einu sinni gefið lítið fyrir skoðanir spekinganna í setti eins og sjá má í myndbandinu að ofan. Nú eru aðstæðurnar breyttar og Þorvaldur kominn hinum megin við sjónvarpsvélarnar. „Þetta er auðvitað tvennt ólíkt. Það er auðvelt að sitja uppi í stúku og gagnrýna en það eru oft margar hliðar á málunum.“ Þorvaldur lék lengi vel sem atvinnumaður á Englandi og á tugi landsleikja að baki fyrir Íslands hönd. Reynsla hans er mikil og fróðlegt að sjá hvað hann mun bjóða upp á í þáttunum. „Eigum við ekki að bíða og sjá? Ég er ekki kominn til þess að móðga menn eða hrista upp í. Ég mun segja mína skoðun og vonandi verða ekki alltaf allir sammála,“ segir Þorvaldur léttur. Hann reiknar ekki með því að það verði erfiðara fyrir sig að gagnrýna sína fyrrum lærisveina í Fram eða ÍA en aðra leikmenn.„Fótboltamenn verða að fá gagnrýni og auðvitað hrós líka. Þetta verður öðruvísi,“ segir Þorvaldur. Hann mun hafa nóg að gera á sunnudag og mánudag þegar 3. umferð Pepsi-deildar karla fer fram. Menn verða að undirbúa sig vel fyrir þáttinn. „Maí er alltaf svolítið hraðmót þar sem mikið er um að vera. Menn eru að tala um vallaraðstæður, veður og annað. Svo eru liðin öll ýmist að vinna mótið eða að falla. Það er gaman að sjá hvernig menn höndla stressið.“ Vallaraðstæður hafa verið daprar í upphafi móts og fjöldi leikja farið fram á gervigrasi. Hvernig metur Þorvaldur framtíðina í vallarmálum á Íslandi? „Vissir landshlutar geta gleymt grasvöllum á næstu árum,“ segir Þorvaldur. Nýju gervigrasvellirnir séu orðnir mjög góðir. Aðeins á suðurhorninu verði mögulega hægt að nota grasvelli næstu árin. „Auðvitað viljum við gras en þetta er líka spurning um hvernig við nýtum mannvirkin,“ segir Þorvaldur. Félög séu með stórar stúkur og flotta umgjörð en svo sé ekki hægt að nýta vellina vegna veðurfars. Staðreyndin sé sú að gervigrasvellirnir í Garðabæ, Úlfarsárdal og Fífunni séu einfaldlega orðnir betri en grasvellirnir hér á landi í dag. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Sjá meira
„Þetta verður vonandi bara skemmtilegt,“ segir Þorvaldur Örlygsson, þjálfari 1. deildarliðs HK, sem á mánudagskvöld mun setjast í stól spekings í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport. Hann mun segja skoðun sína á frammistöðu leikmanna í deildinni ásamt þeim Bjarnólfi Lárussyni, Hjörvari Hafliðasyni, Reyni Leóssyni og Tómasi Inga Tómassyni í sumar. Þorvaldur, sem þjálfað hefur lið Fram í Pepsi-deild karla undanfarin ár, hefur oftar en einu sinni gefið lítið fyrir skoðanir spekinganna í setti eins og sjá má í myndbandinu að ofan. Nú eru aðstæðurnar breyttar og Þorvaldur kominn hinum megin við sjónvarpsvélarnar. „Þetta er auðvitað tvennt ólíkt. Það er auðvelt að sitja uppi í stúku og gagnrýna en það eru oft margar hliðar á málunum.“ Þorvaldur lék lengi vel sem atvinnumaður á Englandi og á tugi landsleikja að baki fyrir Íslands hönd. Reynsla hans er mikil og fróðlegt að sjá hvað hann mun bjóða upp á í þáttunum. „Eigum við ekki að bíða og sjá? Ég er ekki kominn til þess að móðga menn eða hrista upp í. Ég mun segja mína skoðun og vonandi verða ekki alltaf allir sammála,“ segir Þorvaldur léttur. Hann reiknar ekki með því að það verði erfiðara fyrir sig að gagnrýna sína fyrrum lærisveina í Fram eða ÍA en aðra leikmenn.„Fótboltamenn verða að fá gagnrýni og auðvitað hrós líka. Þetta verður öðruvísi,“ segir Þorvaldur. Hann mun hafa nóg að gera á sunnudag og mánudag þegar 3. umferð Pepsi-deildar karla fer fram. Menn verða að undirbúa sig vel fyrir þáttinn. „Maí er alltaf svolítið hraðmót þar sem mikið er um að vera. Menn eru að tala um vallaraðstæður, veður og annað. Svo eru liðin öll ýmist að vinna mótið eða að falla. Það er gaman að sjá hvernig menn höndla stressið.“ Vallaraðstæður hafa verið daprar í upphafi móts og fjöldi leikja farið fram á gervigrasi. Hvernig metur Þorvaldur framtíðina í vallarmálum á Íslandi? „Vissir landshlutar geta gleymt grasvöllum á næstu árum,“ segir Þorvaldur. Nýju gervigrasvellirnir séu orðnir mjög góðir. Aðeins á suðurhorninu verði mögulega hægt að nota grasvelli næstu árin. „Auðvitað viljum við gras en þetta er líka spurning um hvernig við nýtum mannvirkin,“ segir Þorvaldur. Félög séu með stórar stúkur og flotta umgjörð en svo sé ekki hægt að nýta vellina vegna veðurfars. Staðreyndin sé sú að gervigrasvellirnir í Garðabæ, Úlfarsárdal og Fífunni séu einfaldlega orðnir betri en grasvellirnir hér á landi í dag.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn