Furby leikfang dótturinnar til vandræða um nótt Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 4. janúar 2014 19:27 Kristín með systur sinni Guðbjörgu sem þurftu að sinna Furby heila nótt. Mynd/Úr einkasafni Móðir þurfti að eyða drjúgum hluta síðustu nætur í að sinna Furby leikfangi dóttur sinnar. Furby var vinsælasta leikfangið fyrir jólin í ár. Börn sjá sjálf um að sinna dýrinu sem bregst við hljóðum, snertingu og skiptir skapi ef því er ekki sinnt nægilega vel. Fréttablaðið fjallaði í vikunni um athugasemdir sálfræðings við leikfangið sem taldi að foreldrar ættu að vera vakandi yfir. Kristín Sigurðardóttir, tveggja barna móðir, hefur þurft að kljást við dýrið sem hún segir skipta um persónuleika ef því er ekki sinnt nægilega vel. „Ég vaknaði við lætin klukkan hálf þrjú í nótt, þá var systir mín samt búin að vakna nokkrum sinnum,“ segir Kristín sem gaf Emblu Guðnýju dóttur sinni Furby eftir utanlandsferð en dóttirin gaf dýrinu nafnið Viktoríana. „Dýrið var bara brjálað og hagaði sér eins og viðskotaillur gamall kall. Þetta var ekki Viktoríana. Hann var bara byrjaður að röfla og vera með læti,“ segir Kristín.Embla Guðný er hæstánægð með Furby þrátt fyrir lætin í leikfanginu.Mynd/Úr einkasafniÞær systur eyddu einhverjum tíma í að reyna að róa dýrið en ekkert gekk og greip hún því til þess ráðs að toga í skottið til að svæfa það. „Hann vaknaði svo aftur í morgun í sama hlutverki og við þurftum að byrja á því að strjúka dýrinu, horfa í augun á því, syngja og spjalla. Þá breyttist hún aftur í Viktoríönu,“ segir Kristín sem átti alls ekki von á þessu þegar hún festi kaup á leikfanginu. „Þetta var alls ekki auglýst svona, það stendur í bæklingnum að það geti breyst eitthvað í skapinu ef það vantar rafhlöður eða ef barnið sinnir því ekki nógu vel. En ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri svona mikið, ég hefði hugsað mig tvisvar um áður en ég keypti það,“ segir Kristín. Hún segir meininguna ekki hafa verið að eyða öllum sínum frítíma í að sinna leikfangi frekar en börnum sínum. „En dóttir mín elskar þetta þannig að það verður ekki aftur snúið,“ segir Kristín að lokum. Myndband af hinum viðskotailla Furby má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Furby getur valdið kvíða hjá börnum Ein vinsælasta jólagjöf ársins er loðdýrið Furby. Sálfræðingur segir leikfangið krefjandi fyrir ung börn og að passa þurfi að börnin leiki sér með dýrið á eigin forsendum og hafi stjórn á leiknum. 2. janúar 2014 09:00 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Tvö handtekinn fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Sjá meira
Móðir þurfti að eyða drjúgum hluta síðustu nætur í að sinna Furby leikfangi dóttur sinnar. Furby var vinsælasta leikfangið fyrir jólin í ár. Börn sjá sjálf um að sinna dýrinu sem bregst við hljóðum, snertingu og skiptir skapi ef því er ekki sinnt nægilega vel. Fréttablaðið fjallaði í vikunni um athugasemdir sálfræðings við leikfangið sem taldi að foreldrar ættu að vera vakandi yfir. Kristín Sigurðardóttir, tveggja barna móðir, hefur þurft að kljást við dýrið sem hún segir skipta um persónuleika ef því er ekki sinnt nægilega vel. „Ég vaknaði við lætin klukkan hálf þrjú í nótt, þá var systir mín samt búin að vakna nokkrum sinnum,“ segir Kristín sem gaf Emblu Guðnýju dóttur sinni Furby eftir utanlandsferð en dóttirin gaf dýrinu nafnið Viktoríana. „Dýrið var bara brjálað og hagaði sér eins og viðskotaillur gamall kall. Þetta var ekki Viktoríana. Hann var bara byrjaður að röfla og vera með læti,“ segir Kristín.Embla Guðný er hæstánægð með Furby þrátt fyrir lætin í leikfanginu.Mynd/Úr einkasafniÞær systur eyddu einhverjum tíma í að reyna að róa dýrið en ekkert gekk og greip hún því til þess ráðs að toga í skottið til að svæfa það. „Hann vaknaði svo aftur í morgun í sama hlutverki og við þurftum að byrja á því að strjúka dýrinu, horfa í augun á því, syngja og spjalla. Þá breyttist hún aftur í Viktoríönu,“ segir Kristín sem átti alls ekki von á þessu þegar hún festi kaup á leikfanginu. „Þetta var alls ekki auglýst svona, það stendur í bæklingnum að það geti breyst eitthvað í skapinu ef það vantar rafhlöður eða ef barnið sinnir því ekki nógu vel. En ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri svona mikið, ég hefði hugsað mig tvisvar um áður en ég keypti það,“ segir Kristín. Hún segir meininguna ekki hafa verið að eyða öllum sínum frítíma í að sinna leikfangi frekar en börnum sínum. „En dóttir mín elskar þetta þannig að það verður ekki aftur snúið,“ segir Kristín að lokum. Myndband af hinum viðskotailla Furby má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Furby getur valdið kvíða hjá börnum Ein vinsælasta jólagjöf ársins er loðdýrið Furby. Sálfræðingur segir leikfangið krefjandi fyrir ung börn og að passa þurfi að börnin leiki sér með dýrið á eigin forsendum og hafi stjórn á leiknum. 2. janúar 2014 09:00 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Tvö handtekinn fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Sjá meira
Furby getur valdið kvíða hjá börnum Ein vinsælasta jólagjöf ársins er loðdýrið Furby. Sálfræðingur segir leikfangið krefjandi fyrir ung börn og að passa þurfi að börnin leiki sér með dýrið á eigin forsendum og hafi stjórn á leiknum. 2. janúar 2014 09:00