Íslenski boltinn

Jóhann Berg og Gylfi Þór tæpir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Valli
Líklegt er að þeir Jóhann Berg Guðmundsson og Gylfi Þór Sigurðsson spili ekki með íslenska landsliðinu gegn Austurríki á morgun.

Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, staðfesti við Vísi í dag að þeir séu tæpir vegna meiðsla.

„Við viljum ekki taka neina áhættu með okkar leikmenn,“ sagði Heimir en segir annars ástand leikmanna gott. „Það er gaman að fá aftur leik eftir langan tíma og mér líst vel á að spila við Austurríki hér úti.“

„Auðvitað er alltaf mikilvægt að vinna leiki en við munu fyrst og fremst leggja áherslu að fá fram ákveðna þætti í okkar leik.“

Ísland mætir svo Eistlandi á Laugardalsvelli í næstu viku en nánar er rætt við Heimi í Fréttablaðinu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×