Innlent

Samherji gefur þyrlusveit gæslunnar gjöf

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/vilhelm
Eigendur Samherja færðu í gær Þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands heilsu greiningartæki að fullkomnustu gerð, Lifepack 15, til notkunar í björgunarþyrlum gæslunnar. Tilefni gjafarinnar er tíu ára afmæli björgunar áhafnar Baldvins Þorsteinssonar EA  og skipinu sjálfu af strandstað á Skarðsfjöru.

Á vef Samherja er sagt frá því að þyrla Landhelgisgæslunnar, TF Líf hafi lent á bílastæðinu framan við Útgerðarfélag Akureyringa í gær. Þar hafi stutt athöfn farið fram þar sem afreksins var minnst og gjöfin afhent.

Í þakkarbréfi Landhelgisgæslunnar kemur fram að gjöfin, tvö Lifepak 15 tæki, eru mjög öflug hjartastuðtæki og hjartasjár ásamt fylgibúnaði. Þau muni án vafa auka öryggi sjúklinga um borð í þyrlum Landhelgisgæslunnar.

Einnig munu þau auðvelda umönnun sjúkra og slasaðra og gera gæslunni kleift að annast alvarlega veikar sjúklinga um borð í þyrlum með árangursríkari aðferðum en áður.

Á vef Samherja má sjá myndir frá athöfninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×