Innlent

„Þeir eru þarna bara fyrir einhverja sérhagsmunahópa, það er löngu orðið augljóst“

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Ólafur tilkynnti áheyrendum það strax í upphafi að ræðan væri óundirbúin og það kæmi í ljós hvað hann myndi tala um í henni.
Ólafur tilkynnti áheyrendum það strax í upphafi að ræðan væri óundirbúin og það kæmi í ljós hvað hann myndi tala um í henni.
„Það er ekki einu sinni vegið að mínum gildum. Það er verið að vega að tilgangi gilda yfirhöfuð.“

Þetta var meðal þess sem handknattleiksstjarnan Ólafur Stefánsson sagði í ræðu sinni á Austurvelli um helgina.

Ólafur tilkynnti áheyrendum það strax í upphafi að ræðan væri óundirbúin og það kæmi í ljós hvað hann myndi tala um í henni.

Honum var tíðrætt um mikilvægi gilda og taldi þetta var rétta tímann til þess að standa fyrir því sem maður trúir á. Hann sagðist nánast vera eins og hálfgerður gestur hér á landi, eftir að hafa verið 17 ár í atvinnumennsku í handbolta.

Hann sagðist taka eftir ákveðinni hegðun þegar ríkisstjórnina bæri á góma í samræðum fólks:

„Það lækka allir röddina þegar þeir tala um ríkisstjórnina, eins og þeir séu hræddir,“ sagði Ólafur.

Hann horfði á Alþingishúsið:

„Þeir sem ég er að beina orðum mínum til, er fólkið sem er inni á alþingi og er að láta toga sig í einhverja átt, sem ég veit að þegar það leggst á koddann, að það veit að það er að gera eitthvað vitlaust.“

Svo vék hann orðum sínum að ríkisstjórninni og sagði hana þjóna ákveðnum sérhagsmunum.

„Við vitum það öll, að 80% þjóðarinnar er á móti því sem þeir eru að gera. Þannig að við fáum að sjá það. Þeir eru þarna bara fyrir einhverja sérhagsmunahópa, það er löngu orðið augljóst.“

Ólafur talaði um að ef stjórnarhættir ríkisstjórnarinnar breyttust ekki þyrfti almenningur að rísa upp.

„Ef þeir halda áfram á sömu leið, þá þurfum við að breyta sjálfu kerfinu. Og það verðum við að gera sjálf. En þetta liggur hjá hverri og einni manneskju. [...] Þegar hver og einn er orðið ákveðið meðvitaður – þekkir gildin sín – þá fattar hann mómentin þegar hann má ekki gefa eftir.“

Hér að neðan má sjá ræðuna í heild sinni.

)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×