Öll herbergi þinghússins fylltust af reyk Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2014 15:10 Vísir/Pjetur/Stefán „Það er því dapurt að horfa á þingmenn Vg halda hverja ræðuna á fætur annarri um áframhald aðlögunarsamninga við ESB, viðræður, sem þeir vita að voru löngu komnir í strand. Kröfur ESB um forræði í sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum sem og samningum við önnur ríki einar sér ganga þvert á þá fyrirvara sem Alþingi setti 2009.“ Þetta skrifar Jón Bjarnason sem í dag birti bloggfærslu á heimasíðu sinni undir fyrirsögninni: „Þegar mér var sagt að fara með höfuð mitt til forsætisráðherra“. Í færslu sinni rifjar Jón upp vordaganna 2009 á Alþingi, þegar aðildarumsókn í Evrópusambandið var til umræðu. „Forystumenn þáverandi ríkisstjórnarflokka , Samfylkingar og Vinstri grænna lögðust afdráttarlaust gegn því að þjóðin yrði fyrst spurð, þegar aðildarumsóknin var til umfjöllunar á Alþingi,“ skrifar Jón. Jón segir frá því að þegar fram kom tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu hafi Jón stutt þá tillögu og lýst því yfir á þingflokksfundi. „Enda var það í samræmi við þá yfirlýsingu, að hver þingmaður færi eftir sinni sannfæringu í þessu máli utan þings sem innan, eins og formaðurinn orðaði það í atkvæðaskýringu sinni.“ Ennfremur segir Jón að neyðarfundir hafi verið haldnir í stjórnarþingflokkunum, þegar ljóst hafi verið að mögulega nyti tillagan meirihlutastuðnings á Alþingi. „Forystulið beggja ríkisstjórnarflokkanna lagðist afar hart gegn þjóðaratkvæðagreiðslu þá. Forysta VG var þá nýbúin að ganga á bak orða sinna um andstöðu við aðildarumsókn í aðdraganda kosninga, enda gekk sú ákvörðun þvert á stefnu flokksins. Var því haldið fram að yrði farið þá í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja ætti um, færi stjórnarsamstarfið samstundis út um þúfur.“ Þegar fram hafi komið í fréttum að tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu nyti stuðnings hóps þingmanna Vg og yrði mögulega samþykkt, segir Jón að öll herbergi þinghússins hafi fyllst af reyk. „Á þingflokksfundi VG um málið var stemmingin þrunginn og þegar ég sagðist myndi styðja þjóðaratkvæðagreiðslu til vara, féll sú ákvörðun vægast sagt í mjög grýttan jarðveg. Var mér þá einfaldlega hótað brottrekstri úr ríkisstjórn af formönnum beggja stjórnarflokkanna. Eða eins og formaður Vg orðaði það, þá var mér ætlað að ganga á fund forsætisráðherra.“ Þá segir Jón að Ögmundur Jónasson, þáverandi heilbrigðisráðherra, hafi staðið upp og tilkynnt að ef Jón ætti að ganga með höfuð sitt á fati til forsætisráðherra myndi hann ganga sömu leið. „Alkunna var að forsætisráðherra tók einstaka þingmenn undir vegg fyrir atkvæðagreiðsluna eða gekk á milli sæta í þingsal. Var þó búið að samþykkja áður að umsókn að ESB væri ekki ríkisstjórnarmál og hver og einn þingmaður talaði fyrir og greiddi atkvæði í þeim málum samkvæmt sannfæringu sinni,“ segir Jón. Að lokum segir Jón það dapurt að horfa á þingmenn Vg halda hverja ræðuna á fætur annarri um áframhald aðlögunarsamninga við ESB, viðræður sem þeir vita að voru löngu komnar í strand. „Kröfur ESB um forræði í sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum sem og samningum við önnur ríki einar sér ganga þvert á þá fyrirvara sem Alþingi setti 2009.“ Tengdar fréttir Áfram rætt um aðildarumsókn Síðari umræða um þingsályktun ríkisstjórnarinnar um aðildarviðræður við Evrópusambandið stóðu fram undir miðnætti í nótt og hefjast aftur klukkan hálf ellefu. Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins, sem talin er vera mikill andstæðingur Evrópusambands aðildar, lagði í gær fram breytingartillögu við ályktunina, þar sem ítarlegra er farið í skilyrði fyrir aðild í tillögu greininni sjálfri. 11. júlí 2009 10:00 Miklar líkur á meirihluta fyrir umsókn Allt bendir til þess að Ísland muni á næstu dögum eða vikum sækja um aðild að Evrópusambandinu. Sjálfstæðismenn og minnst einn þingmaður VG leggja saman til tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu. 10. júlí 2009 06:00 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
„Það er því dapurt að horfa á þingmenn Vg halda hverja ræðuna á fætur annarri um áframhald aðlögunarsamninga við ESB, viðræður, sem þeir vita að voru löngu komnir í strand. Kröfur ESB um forræði í sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum sem og samningum við önnur ríki einar sér ganga þvert á þá fyrirvara sem Alþingi setti 2009.“ Þetta skrifar Jón Bjarnason sem í dag birti bloggfærslu á heimasíðu sinni undir fyrirsögninni: „Þegar mér var sagt að fara með höfuð mitt til forsætisráðherra“. Í færslu sinni rifjar Jón upp vordaganna 2009 á Alþingi, þegar aðildarumsókn í Evrópusambandið var til umræðu. „Forystumenn þáverandi ríkisstjórnarflokka , Samfylkingar og Vinstri grænna lögðust afdráttarlaust gegn því að þjóðin yrði fyrst spurð, þegar aðildarumsóknin var til umfjöllunar á Alþingi,“ skrifar Jón. Jón segir frá því að þegar fram kom tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu hafi Jón stutt þá tillögu og lýst því yfir á þingflokksfundi. „Enda var það í samræmi við þá yfirlýsingu, að hver þingmaður færi eftir sinni sannfæringu í þessu máli utan þings sem innan, eins og formaðurinn orðaði það í atkvæðaskýringu sinni.“ Ennfremur segir Jón að neyðarfundir hafi verið haldnir í stjórnarþingflokkunum, þegar ljóst hafi verið að mögulega nyti tillagan meirihlutastuðnings á Alþingi. „Forystulið beggja ríkisstjórnarflokkanna lagðist afar hart gegn þjóðaratkvæðagreiðslu þá. Forysta VG var þá nýbúin að ganga á bak orða sinna um andstöðu við aðildarumsókn í aðdraganda kosninga, enda gekk sú ákvörðun þvert á stefnu flokksins. Var því haldið fram að yrði farið þá í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja ætti um, færi stjórnarsamstarfið samstundis út um þúfur.“ Þegar fram hafi komið í fréttum að tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu nyti stuðnings hóps þingmanna Vg og yrði mögulega samþykkt, segir Jón að öll herbergi þinghússins hafi fyllst af reyk. „Á þingflokksfundi VG um málið var stemmingin þrunginn og þegar ég sagðist myndi styðja þjóðaratkvæðagreiðslu til vara, féll sú ákvörðun vægast sagt í mjög grýttan jarðveg. Var mér þá einfaldlega hótað brottrekstri úr ríkisstjórn af formönnum beggja stjórnarflokkanna. Eða eins og formaður Vg orðaði það, þá var mér ætlað að ganga á fund forsætisráðherra.“ Þá segir Jón að Ögmundur Jónasson, þáverandi heilbrigðisráðherra, hafi staðið upp og tilkynnt að ef Jón ætti að ganga með höfuð sitt á fati til forsætisráðherra myndi hann ganga sömu leið. „Alkunna var að forsætisráðherra tók einstaka þingmenn undir vegg fyrir atkvæðagreiðsluna eða gekk á milli sæta í þingsal. Var þó búið að samþykkja áður að umsókn að ESB væri ekki ríkisstjórnarmál og hver og einn þingmaður talaði fyrir og greiddi atkvæði í þeim málum samkvæmt sannfæringu sinni,“ segir Jón. Að lokum segir Jón það dapurt að horfa á þingmenn Vg halda hverja ræðuna á fætur annarri um áframhald aðlögunarsamninga við ESB, viðræður sem þeir vita að voru löngu komnar í strand. „Kröfur ESB um forræði í sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum sem og samningum við önnur ríki einar sér ganga þvert á þá fyrirvara sem Alþingi setti 2009.“
Tengdar fréttir Áfram rætt um aðildarumsókn Síðari umræða um þingsályktun ríkisstjórnarinnar um aðildarviðræður við Evrópusambandið stóðu fram undir miðnætti í nótt og hefjast aftur klukkan hálf ellefu. Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins, sem talin er vera mikill andstæðingur Evrópusambands aðildar, lagði í gær fram breytingartillögu við ályktunina, þar sem ítarlegra er farið í skilyrði fyrir aðild í tillögu greininni sjálfri. 11. júlí 2009 10:00 Miklar líkur á meirihluta fyrir umsókn Allt bendir til þess að Ísland muni á næstu dögum eða vikum sækja um aðild að Evrópusambandinu. Sjálfstæðismenn og minnst einn þingmaður VG leggja saman til tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu. 10. júlí 2009 06:00 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Áfram rætt um aðildarumsókn Síðari umræða um þingsályktun ríkisstjórnarinnar um aðildarviðræður við Evrópusambandið stóðu fram undir miðnætti í nótt og hefjast aftur klukkan hálf ellefu. Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins, sem talin er vera mikill andstæðingur Evrópusambands aðildar, lagði í gær fram breytingartillögu við ályktunina, þar sem ítarlegra er farið í skilyrði fyrir aðild í tillögu greininni sjálfri. 11. júlí 2009 10:00
Miklar líkur á meirihluta fyrir umsókn Allt bendir til þess að Ísland muni á næstu dögum eða vikum sækja um aðild að Evrópusambandinu. Sjálfstæðismenn og minnst einn þingmaður VG leggja saman til tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu. 10. júlí 2009 06:00