Öll herbergi þinghússins fylltust af reyk Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2014 15:10 Vísir/Pjetur/Stefán „Það er því dapurt að horfa á þingmenn Vg halda hverja ræðuna á fætur annarri um áframhald aðlögunarsamninga við ESB, viðræður, sem þeir vita að voru löngu komnir í strand. Kröfur ESB um forræði í sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum sem og samningum við önnur ríki einar sér ganga þvert á þá fyrirvara sem Alþingi setti 2009.“ Þetta skrifar Jón Bjarnason sem í dag birti bloggfærslu á heimasíðu sinni undir fyrirsögninni: „Þegar mér var sagt að fara með höfuð mitt til forsætisráðherra“. Í færslu sinni rifjar Jón upp vordaganna 2009 á Alþingi, þegar aðildarumsókn í Evrópusambandið var til umræðu. „Forystumenn þáverandi ríkisstjórnarflokka , Samfylkingar og Vinstri grænna lögðust afdráttarlaust gegn því að þjóðin yrði fyrst spurð, þegar aðildarumsóknin var til umfjöllunar á Alþingi,“ skrifar Jón. Jón segir frá því að þegar fram kom tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu hafi Jón stutt þá tillögu og lýst því yfir á þingflokksfundi. „Enda var það í samræmi við þá yfirlýsingu, að hver þingmaður færi eftir sinni sannfæringu í þessu máli utan þings sem innan, eins og formaðurinn orðaði það í atkvæðaskýringu sinni.“ Ennfremur segir Jón að neyðarfundir hafi verið haldnir í stjórnarþingflokkunum, þegar ljóst hafi verið að mögulega nyti tillagan meirihlutastuðnings á Alþingi. „Forystulið beggja ríkisstjórnarflokkanna lagðist afar hart gegn þjóðaratkvæðagreiðslu þá. Forysta VG var þá nýbúin að ganga á bak orða sinna um andstöðu við aðildarumsókn í aðdraganda kosninga, enda gekk sú ákvörðun þvert á stefnu flokksins. Var því haldið fram að yrði farið þá í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja ætti um, færi stjórnarsamstarfið samstundis út um þúfur.“ Þegar fram hafi komið í fréttum að tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu nyti stuðnings hóps þingmanna Vg og yrði mögulega samþykkt, segir Jón að öll herbergi þinghússins hafi fyllst af reyk. „Á þingflokksfundi VG um málið var stemmingin þrunginn og þegar ég sagðist myndi styðja þjóðaratkvæðagreiðslu til vara, féll sú ákvörðun vægast sagt í mjög grýttan jarðveg. Var mér þá einfaldlega hótað brottrekstri úr ríkisstjórn af formönnum beggja stjórnarflokkanna. Eða eins og formaður Vg orðaði það, þá var mér ætlað að ganga á fund forsætisráðherra.“ Þá segir Jón að Ögmundur Jónasson, þáverandi heilbrigðisráðherra, hafi staðið upp og tilkynnt að ef Jón ætti að ganga með höfuð sitt á fati til forsætisráðherra myndi hann ganga sömu leið. „Alkunna var að forsætisráðherra tók einstaka þingmenn undir vegg fyrir atkvæðagreiðsluna eða gekk á milli sæta í þingsal. Var þó búið að samþykkja áður að umsókn að ESB væri ekki ríkisstjórnarmál og hver og einn þingmaður talaði fyrir og greiddi atkvæði í þeim málum samkvæmt sannfæringu sinni,“ segir Jón. Að lokum segir Jón það dapurt að horfa á þingmenn Vg halda hverja ræðuna á fætur annarri um áframhald aðlögunarsamninga við ESB, viðræður sem þeir vita að voru löngu komnar í strand. „Kröfur ESB um forræði í sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum sem og samningum við önnur ríki einar sér ganga þvert á þá fyrirvara sem Alþingi setti 2009.“ Tengdar fréttir Áfram rætt um aðildarumsókn Síðari umræða um þingsályktun ríkisstjórnarinnar um aðildarviðræður við Evrópusambandið stóðu fram undir miðnætti í nótt og hefjast aftur klukkan hálf ellefu. Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins, sem talin er vera mikill andstæðingur Evrópusambands aðildar, lagði í gær fram breytingartillögu við ályktunina, þar sem ítarlegra er farið í skilyrði fyrir aðild í tillögu greininni sjálfri. 11. júlí 2009 10:00 Miklar líkur á meirihluta fyrir umsókn Allt bendir til þess að Ísland muni á næstu dögum eða vikum sækja um aðild að Evrópusambandinu. Sjálfstæðismenn og minnst einn þingmaður VG leggja saman til tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu. 10. júlí 2009 06:00 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Fleiri fréttir Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sjá meira
„Það er því dapurt að horfa á þingmenn Vg halda hverja ræðuna á fætur annarri um áframhald aðlögunarsamninga við ESB, viðræður, sem þeir vita að voru löngu komnir í strand. Kröfur ESB um forræði í sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum sem og samningum við önnur ríki einar sér ganga þvert á þá fyrirvara sem Alþingi setti 2009.“ Þetta skrifar Jón Bjarnason sem í dag birti bloggfærslu á heimasíðu sinni undir fyrirsögninni: „Þegar mér var sagt að fara með höfuð mitt til forsætisráðherra“. Í færslu sinni rifjar Jón upp vordaganna 2009 á Alþingi, þegar aðildarumsókn í Evrópusambandið var til umræðu. „Forystumenn þáverandi ríkisstjórnarflokka , Samfylkingar og Vinstri grænna lögðust afdráttarlaust gegn því að þjóðin yrði fyrst spurð, þegar aðildarumsóknin var til umfjöllunar á Alþingi,“ skrifar Jón. Jón segir frá því að þegar fram kom tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu hafi Jón stutt þá tillögu og lýst því yfir á þingflokksfundi. „Enda var það í samræmi við þá yfirlýsingu, að hver þingmaður færi eftir sinni sannfæringu í þessu máli utan þings sem innan, eins og formaðurinn orðaði það í atkvæðaskýringu sinni.“ Ennfremur segir Jón að neyðarfundir hafi verið haldnir í stjórnarþingflokkunum, þegar ljóst hafi verið að mögulega nyti tillagan meirihlutastuðnings á Alþingi. „Forystulið beggja ríkisstjórnarflokkanna lagðist afar hart gegn þjóðaratkvæðagreiðslu þá. Forysta VG var þá nýbúin að ganga á bak orða sinna um andstöðu við aðildarumsókn í aðdraganda kosninga, enda gekk sú ákvörðun þvert á stefnu flokksins. Var því haldið fram að yrði farið þá í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja ætti um, færi stjórnarsamstarfið samstundis út um þúfur.“ Þegar fram hafi komið í fréttum að tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu nyti stuðnings hóps þingmanna Vg og yrði mögulega samþykkt, segir Jón að öll herbergi þinghússins hafi fyllst af reyk. „Á þingflokksfundi VG um málið var stemmingin þrunginn og þegar ég sagðist myndi styðja þjóðaratkvæðagreiðslu til vara, féll sú ákvörðun vægast sagt í mjög grýttan jarðveg. Var mér þá einfaldlega hótað brottrekstri úr ríkisstjórn af formönnum beggja stjórnarflokkanna. Eða eins og formaður Vg orðaði það, þá var mér ætlað að ganga á fund forsætisráðherra.“ Þá segir Jón að Ögmundur Jónasson, þáverandi heilbrigðisráðherra, hafi staðið upp og tilkynnt að ef Jón ætti að ganga með höfuð sitt á fati til forsætisráðherra myndi hann ganga sömu leið. „Alkunna var að forsætisráðherra tók einstaka þingmenn undir vegg fyrir atkvæðagreiðsluna eða gekk á milli sæta í þingsal. Var þó búið að samþykkja áður að umsókn að ESB væri ekki ríkisstjórnarmál og hver og einn þingmaður talaði fyrir og greiddi atkvæði í þeim málum samkvæmt sannfæringu sinni,“ segir Jón. Að lokum segir Jón það dapurt að horfa á þingmenn Vg halda hverja ræðuna á fætur annarri um áframhald aðlögunarsamninga við ESB, viðræður sem þeir vita að voru löngu komnar í strand. „Kröfur ESB um forræði í sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum sem og samningum við önnur ríki einar sér ganga þvert á þá fyrirvara sem Alþingi setti 2009.“
Tengdar fréttir Áfram rætt um aðildarumsókn Síðari umræða um þingsályktun ríkisstjórnarinnar um aðildarviðræður við Evrópusambandið stóðu fram undir miðnætti í nótt og hefjast aftur klukkan hálf ellefu. Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins, sem talin er vera mikill andstæðingur Evrópusambands aðildar, lagði í gær fram breytingartillögu við ályktunina, þar sem ítarlegra er farið í skilyrði fyrir aðild í tillögu greininni sjálfri. 11. júlí 2009 10:00 Miklar líkur á meirihluta fyrir umsókn Allt bendir til þess að Ísland muni á næstu dögum eða vikum sækja um aðild að Evrópusambandinu. Sjálfstæðismenn og minnst einn þingmaður VG leggja saman til tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu. 10. júlí 2009 06:00 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Fleiri fréttir Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sjá meira
Áfram rætt um aðildarumsókn Síðari umræða um þingsályktun ríkisstjórnarinnar um aðildarviðræður við Evrópusambandið stóðu fram undir miðnætti í nótt og hefjast aftur klukkan hálf ellefu. Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins, sem talin er vera mikill andstæðingur Evrópusambands aðildar, lagði í gær fram breytingartillögu við ályktunina, þar sem ítarlegra er farið í skilyrði fyrir aðild í tillögu greininni sjálfri. 11. júlí 2009 10:00
Miklar líkur á meirihluta fyrir umsókn Allt bendir til þess að Ísland muni á næstu dögum eða vikum sækja um aðild að Evrópusambandinu. Sjálfstæðismenn og minnst einn þingmaður VG leggja saman til tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu. 10. júlí 2009 06:00