Páll Viðar Gíslason, þjálfara Þórs, viðurkenndi að spilamennska liðsins hefði ollið honum vonbrigðum þar sem af er tímabils í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Páll hefur hinsvegar fulla trú á því að hann geti snúið genginu við.
„Við erum ekki á þeim stað sem við ætluðum að vera, að vera aðeins með fimm stig eftir tíu umferðir er dapur uppskera. Við erum að fá alltof mörg mörk á okkur, þar liggur hundurinn grafinn,“ sagði Páll en hann hefur fulla trú á sínum mönnum.
„Ég hef fulla trú á að leikmannahópurinn sé nægilega góður en einbeitingarleysi er að kosta okkur. Ég hef hinsvegar fulla trú á því að við getum bætt úr þessu, leikmennirnir mínir eru með stórt hjarta og munu berjast fram í rauðan dauðann.“
Guðjón spurði Pál út í stöðuna á Chukwudi Chijindu eða „Chuck“ eins og hann er kallaður en framherjinn hefur setið á bekknum undanfarnar vikur.
„Hann er að mínu mati besti leikmaður deildarinnar þegar hann er heill og við höfum saknað hans mikið. Hann meiddist stuttu fyrir fyrsta leikinn eftir að hafa leikið með okkur á undirbúningstímabilinu og meiddist aftur um daginn. Við töldum ekki ráðlegt að spila honum en hann verður klár í næsta leik,“ sagði Páll
Páll Viðar: Chuck er að mínu mati besti leikmaður Pepsi-deildarinnar
Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mest lesið


Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti




Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi
Íslenski boltinn


Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn
Handbolti


Fleiri fréttir
