Engin hefur verið yfirheyrður og engin sérstakur liggur undir grun um að hafa kveikt í gúmmímottum við kjalladyr að KA-heimilinu á Akureyri í gærkvöldi.
Margir voru í húsinu þegar svartur reyklur tók að liðast um og yfirgaf fólkið húsið. Einn gestanna náði að slökkva eldinn með handslökkvitæki áður en slökkviliðið kom á vettvang, en það reykræsti húsakynnin og hlaust lítið tjón af. Lögregla segist ekki vera viss um að kveikt hafi verið í af ásetningi, en málið er í nánari rannsókn.
Eldur við KA-heimilið
Gissur Sigurðsson skrifar
