Innlent

Braut rúður á Keilugranda

Maðurinn fékk gistingu á Hverfisgötunni eftir rúðubrotin.
Maðurinn fékk gistingu á Hverfisgötunni eftir rúðubrotin.
Ofurölvi karlmaður var handtekinn vestur á Keilugranda í Reykjavík í nótt og er hann grunaður um að hafa brotið nokkrar rúður í atvinnuhúsnæði þar í grennd.

Hann virðist einungis hafa verið að svala skemmdarfýsn sinni, því hann er ekki grunaður um að hafa verið að brjóta sér leið inn í húsið til að fara þar ránshendi, enda fannst ekkert þýfi á honum.

Hann sefur nú úr sér ölvímuna í fangageymslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×