Ef til vill og kannski verður þjóðaratkvæðagreiðsla Heimir Már Pétursson skrifar 16. janúar 2014 19:51 Ekkert liggur fyrir um það hvort, hvenær og þá hvernig þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Formaður Samfylkingarinnar segir stjórnarflokkana á krampakenndum flótta undan kosningaloforðum sínum. Sérstök umræða fór fram um stöðu aðildarviðræðna við Evrópusambandið á Alþingi í dag og eins og oft áður er íslensk pólitík á sviði súríalismans. Meirihluti þjóðarinnar vill ljúka viðræðum við Evrópusambandið samkvæmt könnunum - en meirihlutinn er líka á móti aðild að sambandinu að svo stöddu. Stjórnarflokkarnir eru á móti aðild að ESB og heikjast á að spyrja þjóðina um áframhald viðræðna og innan þeirra er sá möguleiki ræddur að spyrja um hvort þjóðin vilji ganga í sambandið. Stjórnarandstaðan vill hins vegar ljúka viðræðunum og að þjóðin fái að greiða atkvæði um þá spurning sem fyrst. Formaður Samfylkingarinnar sagði að það hafi verið skýrt fyrirheit í kosningabaráttunni að hægt væri að kjósa stjórnarflokkana til valda, en þjóðin gæti samt ákveðið í þjóðaratkvæðagreiðslu að halda áfram með aðildarumsóknarferlið. „Við sjáum hins vegar núna og höfum orðið vitni að því á undanförnum vikum, krampakenndum tilraunum forystu ríkisstjórnarinnar til að komast útúr þeim fyrirheitum sem gefin hafa verið,“ sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Hins vegar væri erfitt að finna betri tíma til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið en sveitarstjórnarkosningarnar í vor. „Er þá ekki ljóst, virðurlegur forseti, að það sé best að taka næsta skref með þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor,“ spurði Árni Páll. Forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina leggja málið upp í þremur skrefum, hætta viðræðum, kanna stöðu þeirra og Evrópusambandis, ræða þá niður stöðu á þingi og í þriðja lagi færi fram þjóðaratkvæðagreiðsla um framhaldið. „Það er ekkert til sem heitir könnunarviðræður, ekkert til sem heitir að kíkja í pakkann. Ef menn sækja um aðild að Evrópusambandinu þá vilja menn ganga í Evrópusambandið á forsendum þess og þessi ríkisstjórn vill ekki ganga í Evrópusambandið,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. „Yfirlett og nánast alltaf leyfi ég mér að segja er aðeins ein ástæða fyrir því að svona ferill er hindraður og það eru sérhagsmunir,“ sagði Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar. En Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar sagði stefnu ríkisstjórnarinnar skýra í þessum efnum. „Það er líka skýrt að það er vilji stjórnarflokkanna að ekki verði haldið áfram viðræðum nema að slíkt yrði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í því felst auðvitað ekki ákvörðun um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu eða hvenær hún verði haldin,“ sagði Birgir. Semsagt, það er beðið eftir úttektum á stöðu viðræðnanna og stöðu Evrópusambandsins og að loknum umræðum um þær úttektir verður ef til vill og kannski boðað til einhvers konar þjóðaratkvæðagreiðslu. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Ekkert liggur fyrir um það hvort, hvenær og þá hvernig þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Formaður Samfylkingarinnar segir stjórnarflokkana á krampakenndum flótta undan kosningaloforðum sínum. Sérstök umræða fór fram um stöðu aðildarviðræðna við Evrópusambandið á Alþingi í dag og eins og oft áður er íslensk pólitík á sviði súríalismans. Meirihluti þjóðarinnar vill ljúka viðræðum við Evrópusambandið samkvæmt könnunum - en meirihlutinn er líka á móti aðild að sambandinu að svo stöddu. Stjórnarflokkarnir eru á móti aðild að ESB og heikjast á að spyrja þjóðina um áframhald viðræðna og innan þeirra er sá möguleiki ræddur að spyrja um hvort þjóðin vilji ganga í sambandið. Stjórnarandstaðan vill hins vegar ljúka viðræðunum og að þjóðin fái að greiða atkvæði um þá spurning sem fyrst. Formaður Samfylkingarinnar sagði að það hafi verið skýrt fyrirheit í kosningabaráttunni að hægt væri að kjósa stjórnarflokkana til valda, en þjóðin gæti samt ákveðið í þjóðaratkvæðagreiðslu að halda áfram með aðildarumsóknarferlið. „Við sjáum hins vegar núna og höfum orðið vitni að því á undanförnum vikum, krampakenndum tilraunum forystu ríkisstjórnarinnar til að komast útúr þeim fyrirheitum sem gefin hafa verið,“ sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Hins vegar væri erfitt að finna betri tíma til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið en sveitarstjórnarkosningarnar í vor. „Er þá ekki ljóst, virðurlegur forseti, að það sé best að taka næsta skref með þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor,“ spurði Árni Páll. Forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina leggja málið upp í þremur skrefum, hætta viðræðum, kanna stöðu þeirra og Evrópusambandis, ræða þá niður stöðu á þingi og í þriðja lagi færi fram þjóðaratkvæðagreiðsla um framhaldið. „Það er ekkert til sem heitir könnunarviðræður, ekkert til sem heitir að kíkja í pakkann. Ef menn sækja um aðild að Evrópusambandinu þá vilja menn ganga í Evrópusambandið á forsendum þess og þessi ríkisstjórn vill ekki ganga í Evrópusambandið,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. „Yfirlett og nánast alltaf leyfi ég mér að segja er aðeins ein ástæða fyrir því að svona ferill er hindraður og það eru sérhagsmunir,“ sagði Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar. En Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar sagði stefnu ríkisstjórnarinnar skýra í þessum efnum. „Það er líka skýrt að það er vilji stjórnarflokkanna að ekki verði haldið áfram viðræðum nema að slíkt yrði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í því felst auðvitað ekki ákvörðun um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu eða hvenær hún verði haldin,“ sagði Birgir. Semsagt, það er beðið eftir úttektum á stöðu viðræðnanna og stöðu Evrópusambandsins og að loknum umræðum um þær úttektir verður ef til vill og kannski boðað til einhvers konar þjóðaratkvæðagreiðslu.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira