Ef til vill og kannski verður þjóðaratkvæðagreiðsla Heimir Már Pétursson skrifar 16. janúar 2014 19:51 Ekkert liggur fyrir um það hvort, hvenær og þá hvernig þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Formaður Samfylkingarinnar segir stjórnarflokkana á krampakenndum flótta undan kosningaloforðum sínum. Sérstök umræða fór fram um stöðu aðildarviðræðna við Evrópusambandið á Alþingi í dag og eins og oft áður er íslensk pólitík á sviði súríalismans. Meirihluti þjóðarinnar vill ljúka viðræðum við Evrópusambandið samkvæmt könnunum - en meirihlutinn er líka á móti aðild að sambandinu að svo stöddu. Stjórnarflokkarnir eru á móti aðild að ESB og heikjast á að spyrja þjóðina um áframhald viðræðna og innan þeirra er sá möguleiki ræddur að spyrja um hvort þjóðin vilji ganga í sambandið. Stjórnarandstaðan vill hins vegar ljúka viðræðunum og að þjóðin fái að greiða atkvæði um þá spurning sem fyrst. Formaður Samfylkingarinnar sagði að það hafi verið skýrt fyrirheit í kosningabaráttunni að hægt væri að kjósa stjórnarflokkana til valda, en þjóðin gæti samt ákveðið í þjóðaratkvæðagreiðslu að halda áfram með aðildarumsóknarferlið. „Við sjáum hins vegar núna og höfum orðið vitni að því á undanförnum vikum, krampakenndum tilraunum forystu ríkisstjórnarinnar til að komast útúr þeim fyrirheitum sem gefin hafa verið,“ sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Hins vegar væri erfitt að finna betri tíma til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið en sveitarstjórnarkosningarnar í vor. „Er þá ekki ljóst, virðurlegur forseti, að það sé best að taka næsta skref með þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor,“ spurði Árni Páll. Forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina leggja málið upp í þremur skrefum, hætta viðræðum, kanna stöðu þeirra og Evrópusambandis, ræða þá niður stöðu á þingi og í þriðja lagi færi fram þjóðaratkvæðagreiðsla um framhaldið. „Það er ekkert til sem heitir könnunarviðræður, ekkert til sem heitir að kíkja í pakkann. Ef menn sækja um aðild að Evrópusambandinu þá vilja menn ganga í Evrópusambandið á forsendum þess og þessi ríkisstjórn vill ekki ganga í Evrópusambandið,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. „Yfirlett og nánast alltaf leyfi ég mér að segja er aðeins ein ástæða fyrir því að svona ferill er hindraður og það eru sérhagsmunir,“ sagði Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar. En Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar sagði stefnu ríkisstjórnarinnar skýra í þessum efnum. „Það er líka skýrt að það er vilji stjórnarflokkanna að ekki verði haldið áfram viðræðum nema að slíkt yrði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í því felst auðvitað ekki ákvörðun um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu eða hvenær hún verði haldin,“ sagði Birgir. Semsagt, það er beðið eftir úttektum á stöðu viðræðnanna og stöðu Evrópusambandsins og að loknum umræðum um þær úttektir verður ef til vill og kannski boðað til einhvers konar þjóðaratkvæðagreiðslu. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Ekkert liggur fyrir um það hvort, hvenær og þá hvernig þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Formaður Samfylkingarinnar segir stjórnarflokkana á krampakenndum flótta undan kosningaloforðum sínum. Sérstök umræða fór fram um stöðu aðildarviðræðna við Evrópusambandið á Alþingi í dag og eins og oft áður er íslensk pólitík á sviði súríalismans. Meirihluti þjóðarinnar vill ljúka viðræðum við Evrópusambandið samkvæmt könnunum - en meirihlutinn er líka á móti aðild að sambandinu að svo stöddu. Stjórnarflokkarnir eru á móti aðild að ESB og heikjast á að spyrja þjóðina um áframhald viðræðna og innan þeirra er sá möguleiki ræddur að spyrja um hvort þjóðin vilji ganga í sambandið. Stjórnarandstaðan vill hins vegar ljúka viðræðunum og að þjóðin fái að greiða atkvæði um þá spurning sem fyrst. Formaður Samfylkingarinnar sagði að það hafi verið skýrt fyrirheit í kosningabaráttunni að hægt væri að kjósa stjórnarflokkana til valda, en þjóðin gæti samt ákveðið í þjóðaratkvæðagreiðslu að halda áfram með aðildarumsóknarferlið. „Við sjáum hins vegar núna og höfum orðið vitni að því á undanförnum vikum, krampakenndum tilraunum forystu ríkisstjórnarinnar til að komast útúr þeim fyrirheitum sem gefin hafa verið,“ sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Hins vegar væri erfitt að finna betri tíma til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið en sveitarstjórnarkosningarnar í vor. „Er þá ekki ljóst, virðurlegur forseti, að það sé best að taka næsta skref með þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor,“ spurði Árni Páll. Forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina leggja málið upp í þremur skrefum, hætta viðræðum, kanna stöðu þeirra og Evrópusambandis, ræða þá niður stöðu á þingi og í þriðja lagi færi fram þjóðaratkvæðagreiðsla um framhaldið. „Það er ekkert til sem heitir könnunarviðræður, ekkert til sem heitir að kíkja í pakkann. Ef menn sækja um aðild að Evrópusambandinu þá vilja menn ganga í Evrópusambandið á forsendum þess og þessi ríkisstjórn vill ekki ganga í Evrópusambandið,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. „Yfirlett og nánast alltaf leyfi ég mér að segja er aðeins ein ástæða fyrir því að svona ferill er hindraður og það eru sérhagsmunir,“ sagði Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar. En Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar sagði stefnu ríkisstjórnarinnar skýra í þessum efnum. „Það er líka skýrt að það er vilji stjórnarflokkanna að ekki verði haldið áfram viðræðum nema að slíkt yrði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í því felst auðvitað ekki ákvörðun um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu eða hvenær hún verði haldin,“ sagði Birgir. Semsagt, það er beðið eftir úttektum á stöðu viðræðnanna og stöðu Evrópusambandsins og að loknum umræðum um þær úttektir verður ef til vill og kannski boðað til einhvers konar þjóðaratkvæðagreiðslu.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira