Innlent

Eltingaleikur í Hafnarfirði

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Bíllinn á hvolfi.
Bíllinn á hvolfi. Mynd/Aðsend
„Ég var að keyra inn í hverfi og sé þá að búið var að handtaka karlmann. Þegar ég nálgast hringtorgið þá sé ég bíl á hvolfi,“ segir sjónarvottur sem fréttastofa ræddi við í kvöld.

Atvikið átti sér stað laust fyrir klukkan sex í kvöld. Maðurinn var handtekinn við Norðurhellu í Hafnarfirði og var bíllinn á hvolfi við Hvannatorg.

„Sambýlingur minn segist hafa heyrt menn á hlaupum hér fyrir utan og hefur þetta því líklega verið eltingaleikur lögreglu og mannsins.“

Ástæða handtökunnar er ókunn enn sem komið er, en lögregla hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu. 

Mynd/Aðsend
Mynd/Aðsend



Fleiri fréttir

Sjá meira


×