Innlent

Japan afhendir Bandaríkjunum auðgað úran

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Loftmynd af kjarnorkuverinu í Fukushima. Þar bræddi kjarnakljúfur úr sér árið 2011.
Loftmynd af kjarnorkuverinu í Fukushima. Þar bræddi kjarnakljúfur úr sér árið 2011. Mynd/AFP
Japan samþykkti á kjarnorkuráðstefnu í Haag, Hollandi að afhenda Bandaríkjunum 300 kíló auðgaðs úrans og plútons. BBC segir frá. 

Barack Obama Bandaríkjaforseti og Shinzo Abe, Japansforseti sögðu að efnunum, aðallega auðguðu úrani og plútoni, yrði eytt í Bandaríkjunum. Efnin gætu verið notuð til að útbúa um það bil 50 kjarnorkuvopn.

Bandaríkjastjórn  reynir að koma höndum yfir kjarnorkuefnabirgðir um heim allan í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að þær falli í hendur hryðjuverkamanna. Japan mun að óbreyttu halda stórum skömmtum plútons til kjarnorkuframleiðslu.

Japan keypti efnin upprunalega af Bandaríkjamönnum á sjöunda áratugnum til rannsóknarnotkunar. Ernest Moniz, orkumálaráðherra Bandaríkjanna sagði samninginn tákna þýðingarmikla skuldbindingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×