Hefði átt að falla frá öllum hækkunum Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 11. janúar 2014 09:00 Boðuð hefur verið 21 prósents hækkun á almennt komugjald á heilsugæslustöðvum. Fréttablaðið/Stefán „Ég hefði viljað að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefði lýst því yfir að fallið yrði frá öllum fyrirhuguðum verðbreytingum, eins og til dæmis hækkunum á gjöldum heilsugæslustöðva, en ekki að lokinni atkvæðagreiðslu um kjarasamninga,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, sem í gær hitti forsætisráðherra og fjármálaráðherra ásamt öðrum fulltrúum samtaka aðila vinnumarkaðarins. Á fundinum greindi fjármálaráðherra frá því að í kjölfar samþykktar kjarasamninga myndi verða lagt fram frumvarp um efndir á gefnu heiti um lækkun gjalda ríkissjóðs. Yrði það gert með lækkun á eldsneytisgjöldum og eftir atvikum öðrum gjöldum. Jafnframt kom fram á fundinum að fjármálaráðherra hefði beint því til ráðherra í ríkisstjórn að þeir hefðu eftirlit með því að stofnanir sem undir þá heyra gættu ýtrasta aðhalds og styddu við verðlagsforsendur kjarasamninga. Samþykkt var að koma á átaki til að kynna nauðsyn verðstöðugleika. Beint var til nýrrar fastanefndar um samskipti samtaka aðila á vinnumarkaði, sveitarfélaga og ríkisins að skipuleggja samhæfðar aðgerðir til að fylgjast með og hafa áhrif á verðlagsbreytingar. Fastanefndin á jafnframt að skoða leiðir til að sporna gegn sjálfvirkri vísitöluhækkun ýmissa samninga á markaði. Það er mat Þorsteins Víglundssonar, formanns Samtaka atvinnulífsins, SA, að um jákvætt skref sé að ræða og að samstarfið geti skilað miklum árangri. „Það er verið að horfa til aðgerða sem gætu skorið á það sem má segja að sé einhvers konar sjálfvirkni verðhækkana. Það er mikilvægt að þetta verði ekki bara skammtímaátak. Ná þarf verðbólgu niður til framtíðar. Tekin verða fyrir mál sem við teljum brýn hverju sinni. Markmiðið er að þetta verði varanlegur vettvangur.“Góð viðbrögð við áskorun ASÍ Viðbrögðin við áskorun Alþýðusambands Íslands, ASÍ, til þeirra fyrirtækja sem hækkað höfðu verð hjá sér undanfarið um að draga verðhækkanir til baka voru góð, að því er segir í tilkynningu frá sambandinu. N1, Emessís, Kaupfélag Skagfirðinga, Bílastæðasjóður og Vífilfell drógu hækkanir sínar til baka. Meðal þeirra fyrirtækja sem tilkynnt hafa að þau muni ekki hækka verð eru Góa, Matfugl og Flúðasveppir. Hagkaup og Bónus hafa gefið út yfirlýsingu um að þau muni lækka verð á fjölmörgum vörum í verslunum sínum. Lífland hefur ákveðið að lækka verð á kjarnfóðri um 2%. Áfengisgjald hækkar ekki eins og var fyrirhugað, samkvæmt tilkynningu frá SA. Í dag verður opnuð undirsíða á vertuaverdi.is undir yfirskriftinni Við hækkum ekki. Þangað geta fyrirtæki sent inn yfirlýsingu. Fyrirtæki sem ekki bregðast við áskorun ASÍ lenda á svörtum lista sem birtur verður eftir helgi.Borgin hækkar sorphirðugjöldinSorphirðugjald hjá Reykjavíkurborg hækkar samkvæmt nýrri gjaldskrá. Gjald fyrir venjulega gráa tunnu sem sótt er á 10 daga fresti hækkar úr 18.600 kr. í 20.400 kr. eða um tæp 10 prósent. Sé tunnan í meira en 15 m fjarlægð frá sorphirðubíl hækkar gjaldið úr 23.100 kr. í 25.400 kr. sem svarar til 10 prósenta hækkunar. Heimilum stendur til boða græn tunna sem ber helmingi lægra gjald en sú gráa. Græna tunnan er tæmd á 20 daga fresti. Gjald fyrir bláar tunnur hækkar ekki. Þar er borgin í samkeppni við einkafyrirtæki, að því er segir í fréttatilkynningu SA. Hækkanirnar voru ákveðnar í stjórn Sorpu í september. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
„Ég hefði viljað að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefði lýst því yfir að fallið yrði frá öllum fyrirhuguðum verðbreytingum, eins og til dæmis hækkunum á gjöldum heilsugæslustöðva, en ekki að lokinni atkvæðagreiðslu um kjarasamninga,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, sem í gær hitti forsætisráðherra og fjármálaráðherra ásamt öðrum fulltrúum samtaka aðila vinnumarkaðarins. Á fundinum greindi fjármálaráðherra frá því að í kjölfar samþykktar kjarasamninga myndi verða lagt fram frumvarp um efndir á gefnu heiti um lækkun gjalda ríkissjóðs. Yrði það gert með lækkun á eldsneytisgjöldum og eftir atvikum öðrum gjöldum. Jafnframt kom fram á fundinum að fjármálaráðherra hefði beint því til ráðherra í ríkisstjórn að þeir hefðu eftirlit með því að stofnanir sem undir þá heyra gættu ýtrasta aðhalds og styddu við verðlagsforsendur kjarasamninga. Samþykkt var að koma á átaki til að kynna nauðsyn verðstöðugleika. Beint var til nýrrar fastanefndar um samskipti samtaka aðila á vinnumarkaði, sveitarfélaga og ríkisins að skipuleggja samhæfðar aðgerðir til að fylgjast með og hafa áhrif á verðlagsbreytingar. Fastanefndin á jafnframt að skoða leiðir til að sporna gegn sjálfvirkri vísitöluhækkun ýmissa samninga á markaði. Það er mat Þorsteins Víglundssonar, formanns Samtaka atvinnulífsins, SA, að um jákvætt skref sé að ræða og að samstarfið geti skilað miklum árangri. „Það er verið að horfa til aðgerða sem gætu skorið á það sem má segja að sé einhvers konar sjálfvirkni verðhækkana. Það er mikilvægt að þetta verði ekki bara skammtímaátak. Ná þarf verðbólgu niður til framtíðar. Tekin verða fyrir mál sem við teljum brýn hverju sinni. Markmiðið er að þetta verði varanlegur vettvangur.“Góð viðbrögð við áskorun ASÍ Viðbrögðin við áskorun Alþýðusambands Íslands, ASÍ, til þeirra fyrirtækja sem hækkað höfðu verð hjá sér undanfarið um að draga verðhækkanir til baka voru góð, að því er segir í tilkynningu frá sambandinu. N1, Emessís, Kaupfélag Skagfirðinga, Bílastæðasjóður og Vífilfell drógu hækkanir sínar til baka. Meðal þeirra fyrirtækja sem tilkynnt hafa að þau muni ekki hækka verð eru Góa, Matfugl og Flúðasveppir. Hagkaup og Bónus hafa gefið út yfirlýsingu um að þau muni lækka verð á fjölmörgum vörum í verslunum sínum. Lífland hefur ákveðið að lækka verð á kjarnfóðri um 2%. Áfengisgjald hækkar ekki eins og var fyrirhugað, samkvæmt tilkynningu frá SA. Í dag verður opnuð undirsíða á vertuaverdi.is undir yfirskriftinni Við hækkum ekki. Þangað geta fyrirtæki sent inn yfirlýsingu. Fyrirtæki sem ekki bregðast við áskorun ASÍ lenda á svörtum lista sem birtur verður eftir helgi.Borgin hækkar sorphirðugjöldinSorphirðugjald hjá Reykjavíkurborg hækkar samkvæmt nýrri gjaldskrá. Gjald fyrir venjulega gráa tunnu sem sótt er á 10 daga fresti hækkar úr 18.600 kr. í 20.400 kr. eða um tæp 10 prósent. Sé tunnan í meira en 15 m fjarlægð frá sorphirðubíl hækkar gjaldið úr 23.100 kr. í 25.400 kr. sem svarar til 10 prósenta hækkunar. Heimilum stendur til boða græn tunna sem ber helmingi lægra gjald en sú gráa. Græna tunnan er tæmd á 20 daga fresti. Gjald fyrir bláar tunnur hækkar ekki. Þar er borgin í samkeppni við einkafyrirtæki, að því er segir í fréttatilkynningu SA. Hækkanirnar voru ákveðnar í stjórn Sorpu í september.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira