Lögreglan neitar að hafa dreift flökkusögu á Facebook Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. janúar 2014 20:47 Kynningarfulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fullyrðir að umrætt útkall sé raunverulegt. mynd/anton Fjölmargir hafa bent á líkindi með sögu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu setti inn á Facebook-síðu sína í dag og gamalli flökkusögu sem gengið hefur manna á milli í áraraðir. Umrædd Facebook-síða lögreglunnar hefur vakið athygli fyrir að vera á köflum lífleg og skemmtileg. Í dag setti lögreglan inn sögu af útkalli þar sem nakinn maður er sagður hafa verið klóraður af kettlingi í kynfærin þegar hann vann að viðgerðum á uppþvottavél:„Okkar fólk fór með hraði á vettvang en þegar þangað kom lá hinn slasaði kviknakinn á gólfinu fyrir framan uppþvottavélina og reyndist vera með stærðar kúlu á hausnum. Eftir að hafa hlúð að þeim slasaða og aðstoðað hann í að finna föt kom í ljós að hinn lúpulegi eiginmaður hafði verið í sturtu þegar bráðavandamál kom upp í uppþvottavélinni, en hann brást svo skjótt við og vippaði sér beint úr sturtunni í lagfæringarnar. Þar tók ekki betra við en að þar sem hann sat á hækjum sér sá kettlingur þeirra hjóna sér leik á borði og slæmdi klónum í hinn framtakssama eiginmann, á versta stað, sem brá svo mikið að hann rak höfuðið upp í borðplötuna og steinrotaðist.“Sögu lögreglunnar svipar til flökkusögunnar.mynd/snopesÍ athugasemdakerfinu tjá sig nokkuð margir um söguna og nokkrir segja hana ósanna. Um gamla flökkusögu sé að ræða en það þrætir lögreglan fyrir. Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fullyrðir að umrætt útkall sé raunverulegt. Málið hafi komið upp fyrir nokkrum árum. „Það er af og frá að við finnum til gögn í þessu máli. Hins vegar þekki ég lögreglumanninn sem fór í þetta útkall og ég hef enga ástæðu til að rengja hans frásögn,“ segir Gunnar. Umrædd flökkusaga er til í mörgum útgáfum og er sú elsta frá árinu 1964. Vefsíðan Snopes gerir henni góð skil hér. Post by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Sjá meira
Fjölmargir hafa bent á líkindi með sögu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu setti inn á Facebook-síðu sína í dag og gamalli flökkusögu sem gengið hefur manna á milli í áraraðir. Umrædd Facebook-síða lögreglunnar hefur vakið athygli fyrir að vera á köflum lífleg og skemmtileg. Í dag setti lögreglan inn sögu af útkalli þar sem nakinn maður er sagður hafa verið klóraður af kettlingi í kynfærin þegar hann vann að viðgerðum á uppþvottavél:„Okkar fólk fór með hraði á vettvang en þegar þangað kom lá hinn slasaði kviknakinn á gólfinu fyrir framan uppþvottavélina og reyndist vera með stærðar kúlu á hausnum. Eftir að hafa hlúð að þeim slasaða og aðstoðað hann í að finna föt kom í ljós að hinn lúpulegi eiginmaður hafði verið í sturtu þegar bráðavandamál kom upp í uppþvottavélinni, en hann brást svo skjótt við og vippaði sér beint úr sturtunni í lagfæringarnar. Þar tók ekki betra við en að þar sem hann sat á hækjum sér sá kettlingur þeirra hjóna sér leik á borði og slæmdi klónum í hinn framtakssama eiginmann, á versta stað, sem brá svo mikið að hann rak höfuðið upp í borðplötuna og steinrotaðist.“Sögu lögreglunnar svipar til flökkusögunnar.mynd/snopesÍ athugasemdakerfinu tjá sig nokkuð margir um söguna og nokkrir segja hana ósanna. Um gamla flökkusögu sé að ræða en það þrætir lögreglan fyrir. Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fullyrðir að umrætt útkall sé raunverulegt. Málið hafi komið upp fyrir nokkrum árum. „Það er af og frá að við finnum til gögn í þessu máli. Hins vegar þekki ég lögreglumanninn sem fór í þetta útkall og ég hef enga ástæðu til að rengja hans frásögn,“ segir Gunnar. Umrædd flökkusaga er til í mörgum útgáfum og er sú elsta frá árinu 1964. Vefsíðan Snopes gerir henni góð skil hér. Post by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Sjá meira