Þar kemur fram að von sé á þriðju pólitísku skipuninni í sendiherrastarf á næstu dögum. Er þá vísað til þess að Geir H. Haarde, fyrrum ráðherra Sjálfstæðismanni, og Árni Þór Sigurðsson, þá sitjandi þingmaður Vinstri grænna, voru skipaðir sendiherrar í fyrradag.
Árni Páll hafnar því að Samfylkingin muni tilnefna sendiherra. Hann segir á Facebook-síðu sinni:
„Agnes Bragadóttir [blaðamaður Morgunblaðsins] hringdi í mig í gær og spurði hvort til stæði að Samfylkingin tilnefndi sendiherra. Ég kvað nei við því og upplýsti að við mig hefði aldrei verið rætt um neina sendiherraskipan. Hvernig hægt er að fá þessa útleggingu út úr því viðtali veit ég ekki, en einhverjum heimildarmönnum Morgunblaðsins er greinilega mjög í mun að stilla málum upp á þann veg að Samfylkingin sé einhver gerandi í einhverri fléttu sendiherraskipana. Svo er bara ekki. Enginn hefur rætt við mig um þetta - nema Agnes Bragadóttir.“