Helgi í viðtali við CNN: Ég vil verða maðurinn sem allir vilja vinna Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. desember 2014 18:15 Helgi Sveinsson. mynd/skjáskot „Ég var 19 ára þegar það þurfti að taka af mér fótinn,“ segir Helgi Sveinsson, heims- og Evrópumeistari fatlaðra í spjótkasti, við CNN. Helgi er til viðtals í þættinum Human to Hero þar sem hann segir sína sögu. „Ég byrjaði að æfa handbolta þegar ég var tíu ára gamall og áttaði mig fljótlega á því að það var mín íþrótt,“ segir hann. „Átján ára byrjaði ég að finna fyrir sársauka í fætinum og fékk þau svör að það væri krabbamein í honum.“ „Ég hugsaði með mér að atvinnumannaferillinn í íþróttum sem mig dreymdi um færi farinn út um gluggann.“ Helgi segist hafa beðið um gervifót til að stunda íþróttir og eftir það hafi ekki verið aftur snúið. „Eftir þrettán ára fjarveru frá íþróttum byrjaði ég að æfa frjálsíþróttir. Ég sá spjót liggja á grasinu þannig ég tók það upp og kastaði því. Ég fann það strax að þetta væri mitt sport. Gamla handboltaöxlin var komin aftur í gang,“ segir Helgi. „Fyrsta kast mitt með spjóti var sex metrum lengra en lágmarkið var inn á EM. Eftir það hugsaði ég með mér að ég get orðið bestur í þessari íþrótt.“ Besti árangur Helga er 51,81 metri en heimsmetið í greininni eru 52,79 metrar. Hann stefnir ekki bara á að bæta heimsmetið heldur miklu lengra en það. „Ég vil verða fyrsti maðurinn sem hefur misst fótinn til að kasta 60 metra. Ég elska allt við þetta. Það jafnast ekkert á við tilfinninguna þegar maður nær fullkomnu kasti. Ég vil verða maðurinn sem allir vilja vinna,“ segir Helgi Sveinsson. Innslagið, sem er tekið í frjálsíþróttahöllinni í Laugardalnum, má sjá með því að smella hér. Um stiklu úr stærra innslagi er að ræða, en það verður sýnt á sama stað þann 10. desember. Íþróttir Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sjá meira
„Ég var 19 ára þegar það þurfti að taka af mér fótinn,“ segir Helgi Sveinsson, heims- og Evrópumeistari fatlaðra í spjótkasti, við CNN. Helgi er til viðtals í þættinum Human to Hero þar sem hann segir sína sögu. „Ég byrjaði að æfa handbolta þegar ég var tíu ára gamall og áttaði mig fljótlega á því að það var mín íþrótt,“ segir hann. „Átján ára byrjaði ég að finna fyrir sársauka í fætinum og fékk þau svör að það væri krabbamein í honum.“ „Ég hugsaði með mér að atvinnumannaferillinn í íþróttum sem mig dreymdi um færi farinn út um gluggann.“ Helgi segist hafa beðið um gervifót til að stunda íþróttir og eftir það hafi ekki verið aftur snúið. „Eftir þrettán ára fjarveru frá íþróttum byrjaði ég að æfa frjálsíþróttir. Ég sá spjót liggja á grasinu þannig ég tók það upp og kastaði því. Ég fann það strax að þetta væri mitt sport. Gamla handboltaöxlin var komin aftur í gang,“ segir Helgi. „Fyrsta kast mitt með spjóti var sex metrum lengra en lágmarkið var inn á EM. Eftir það hugsaði ég með mér að ég get orðið bestur í þessari íþrótt.“ Besti árangur Helga er 51,81 metri en heimsmetið í greininni eru 52,79 metrar. Hann stefnir ekki bara á að bæta heimsmetið heldur miklu lengra en það. „Ég vil verða fyrsti maðurinn sem hefur misst fótinn til að kasta 60 metra. Ég elska allt við þetta. Það jafnast ekkert á við tilfinninguna þegar maður nær fullkomnu kasti. Ég vil verða maðurinn sem allir vilja vinna,“ segir Helgi Sveinsson. Innslagið, sem er tekið í frjálsíþróttahöllinni í Laugardalnum, má sjá með því að smella hér. Um stiklu úr stærra innslagi er að ræða, en það verður sýnt á sama stað þann 10. desember.
Íþróttir Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sjá meira