Förgun salernisrusls kostar 32 milljónir Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 15. apríl 2014 10:07 Hér sést rusl sem síað hefur verið frá skólpinu. fréttablaðið/vilhelm Kostnaður fráveitu Orkuveitu Reykjavíkur vegna förgunar fasts rusls sem íbúarnir sturta niður um salernin og taka þarf úr dæluhjólum fráveitunnar verður ef fram fer sem horfir 32 milljónir króna á þessu ári. Orkuveitan undirbýr nú herferð til að fræða almenning um hverju ekki megi fleygja á þennan hátt. „Þetta er stórt vandamál hjá okkur og fer vaxandi. Sorpa hætti að taka á móti þessum úrgangi til urðunar í ár. Kostnaðurinn hefur verið átta milljónir króna á ári vegna urðunar en mun fjórfaldast á þessu ári þar sem nú þarf að farga úrganginum með öðrum hætti,“ greinir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, frá.Eiríkur HjálmarssonAð sögn Eiríks sturta Íslendingar niður fjórfalt meira magni af því sem ekki á að fara þá leið en Svíar. „Þeir hafa farið í herferðir til að draga úr þessu með þeim árangri að það hefur minnkað um þrjá fjórðuhluta. Ef við náum sama árangri ættum við að geta komist niður í átta milljóna kostnað á ári á ný.“ Eiríkur bendir á að allt fasta ruslið endi ekki í dæluhjólum fráveitunnar. „Þetta stíflar einnig lagnir og heimtaugar sem íbúarnir bera sjálfir ábyrgð á. Þar með getur það verið sjálfskaparvíti að sturta niður blautþurrkum, dömubindum, tíðatöppum, eyrnatöppum, bómullarhnoðrum, smokkum, einnota trefjaklútum sem notaðir eru til þrifa og öðru föstu rusli.“ Stefán Kjartansson, verkstjóri fráveitu Orkuveitunnar, segir framangreindu sturtað niður í miklu magni. „Vélarnar okkar stíflast og bila. Það sem íbúarnir sturta niður á hverjum degi hleðst upp í dæluhjólunum. Við erum að taka upp dælu tvisvar til þrisvar sinnum í viku út af þessu. Við höfum einnig fundið gólfmoppur í dælum og þvottapoka. Það kemur alltaf einn og einn svoleiðis.“ Eitt af því versta sem kemur í kerfin er steikingarfeiti, að því er Stefán greinir frá. „Fita á ekki að fara í vaskinn. Það á að láta hana harðna og fleygja henni í sorpið en ekki skólpið.“ Meðal þess sem rekið hefur á fjörur starfsmanna fráveitunnar eru falskar tennur, kreditkort og farsímar. „Það er greinilegt að þessa hluti hefur fólk misst í klósettið.“Óvæntasti fundurinn var skrautfiskur„Hann ber þess merki að hafa farið í gegnum eina dælistöð. Það vantar á hann augun. Þau hafa slitnað af vegna straumhraðans,“ segir Stefán Kjartansson um japanska skrautfiskinn Undra sem starfsmenn fundu fyrir sex árum. Stefán segir hann óvæntasta fundinn í fráveitunni. Fiskurinn lifir enn ágætislífi. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira
Kostnaður fráveitu Orkuveitu Reykjavíkur vegna förgunar fasts rusls sem íbúarnir sturta niður um salernin og taka þarf úr dæluhjólum fráveitunnar verður ef fram fer sem horfir 32 milljónir króna á þessu ári. Orkuveitan undirbýr nú herferð til að fræða almenning um hverju ekki megi fleygja á þennan hátt. „Þetta er stórt vandamál hjá okkur og fer vaxandi. Sorpa hætti að taka á móti þessum úrgangi til urðunar í ár. Kostnaðurinn hefur verið átta milljónir króna á ári vegna urðunar en mun fjórfaldast á þessu ári þar sem nú þarf að farga úrganginum með öðrum hætti,“ greinir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, frá.Eiríkur HjálmarssonAð sögn Eiríks sturta Íslendingar niður fjórfalt meira magni af því sem ekki á að fara þá leið en Svíar. „Þeir hafa farið í herferðir til að draga úr þessu með þeim árangri að það hefur minnkað um þrjá fjórðuhluta. Ef við náum sama árangri ættum við að geta komist niður í átta milljóna kostnað á ári á ný.“ Eiríkur bendir á að allt fasta ruslið endi ekki í dæluhjólum fráveitunnar. „Þetta stíflar einnig lagnir og heimtaugar sem íbúarnir bera sjálfir ábyrgð á. Þar með getur það verið sjálfskaparvíti að sturta niður blautþurrkum, dömubindum, tíðatöppum, eyrnatöppum, bómullarhnoðrum, smokkum, einnota trefjaklútum sem notaðir eru til þrifa og öðru föstu rusli.“ Stefán Kjartansson, verkstjóri fráveitu Orkuveitunnar, segir framangreindu sturtað niður í miklu magni. „Vélarnar okkar stíflast og bila. Það sem íbúarnir sturta niður á hverjum degi hleðst upp í dæluhjólunum. Við erum að taka upp dælu tvisvar til þrisvar sinnum í viku út af þessu. Við höfum einnig fundið gólfmoppur í dælum og þvottapoka. Það kemur alltaf einn og einn svoleiðis.“ Eitt af því versta sem kemur í kerfin er steikingarfeiti, að því er Stefán greinir frá. „Fita á ekki að fara í vaskinn. Það á að láta hana harðna og fleygja henni í sorpið en ekki skólpið.“ Meðal þess sem rekið hefur á fjörur starfsmanna fráveitunnar eru falskar tennur, kreditkort og farsímar. „Það er greinilegt að þessa hluti hefur fólk misst í klósettið.“Óvæntasti fundurinn var skrautfiskur„Hann ber þess merki að hafa farið í gegnum eina dælistöð. Það vantar á hann augun. Þau hafa slitnað af vegna straumhraðans,“ segir Stefán Kjartansson um japanska skrautfiskinn Undra sem starfsmenn fundu fyrir sex árum. Stefán segir hann óvæntasta fundinn í fráveitunni. Fiskurinn lifir enn ágætislífi.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira