Allt gert til að verja störf á Húsavík Heimir Már Pétursson skrifar 15. apríl 2014 13:48 Bæjaryfirvöld í Norðurþingi ætla að taka upp viðræður við eigendur Vísis um kaup á fasteignum og veiðiheimildum. Starfsfólk Vísis á Húsavík er 6% vinnuafls í bænum. Bæjarstjóri Norðurþings á Húsavík segir að allt verði gert til að verja þau hátt í sjötíu störf sem eru í hættu vegna brotthvarfs útgerðarfélagsins Vísis úr bænum. Viðræður hefjist strax eftir páska um möguleg kaup á fasteignum og hluta af veiðiheimildum Vísis. Það var mikið áfall fyrir atvinnulífið á Þingeyri, Djúpavogi og á Húsavík þegar útgerðarfélagið Vísir tilkynnti að það ætlaði að hætta allri starfsemi á þessum stöðum og flytja hana til Grindavíkur. Bæjarráð Norðurþings á Húsavík ályktaði um málið í gær og segir Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri að allt verði gert til að verja þau 66 störf sem eru hjá Vísi í bænum í dag. „Við viljum ræða við félagið. Það er þannig að það var skrifað undir samkomulag á sínum tíma og við viljum byggja á því samkomulagi. Okkar markmið er náttúrlega að tryggja að veiðiheimildir og störfin, þ.e.a.s. 6 % af störfum á Húsavík, hverfi ekki,“ segir Bergur Elías. Ef samningar nást við Vísi er ljóst að um töluvert mikla fjárfestingu yrði að ræða fyrir Norðurþing bæði í fasteignum og veiðiheimildum. „Það er ljóst að við munum ekki gera þetta einir. En við erum að vinna fyrir fólkið og við verðum að vinna að hagsmunum þess. Það er ljóst að fyrir Þingeyri, Húsavík og Djúpavog er þetta stórmál og þá verða menn að gera eitthvað,“ segir Bergur Elías. Bæjarfélagið muni reyna að fá sem flesta í lið með sér því ljóst sé að bæjarfélagið ráði ekki við þetta eitt og sér. Bærinn hafi átt tvo ágæta fundi með vísismönnum og menn ætli að gefa sér tíma fram yfir páska til að skoða málin og funda strax eftir páskahátíðina. „Það vona ég svo sannarlega. Það er ljóst að það verður ekki við þessi áföll unað,“ segir Bergur Elías. Hann segir brotthvarf Vísis mikið áfall fyrir allt starfsfólkið, hvort sem það séu Íslendingar eða útlendingar. „Það fólk sem er á Húsavík er fyrirmyndarfólk sama hvaðan það kemur. Það eru bæði Íslendingar og útlendingar. Þetta fólk hefur keypt bæði fjárfest og keypt eignir og hafa verið góðir íbúar í samfélaginu. Þannig að það skiptir ekki meginmáli,“ segir Bergur Elías Ágústsson. Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Bæjarstjóri Norðurþings á Húsavík segir að allt verði gert til að verja þau hátt í sjötíu störf sem eru í hættu vegna brotthvarfs útgerðarfélagsins Vísis úr bænum. Viðræður hefjist strax eftir páska um möguleg kaup á fasteignum og hluta af veiðiheimildum Vísis. Það var mikið áfall fyrir atvinnulífið á Þingeyri, Djúpavogi og á Húsavík þegar útgerðarfélagið Vísir tilkynnti að það ætlaði að hætta allri starfsemi á þessum stöðum og flytja hana til Grindavíkur. Bæjarráð Norðurþings á Húsavík ályktaði um málið í gær og segir Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri að allt verði gert til að verja þau 66 störf sem eru hjá Vísi í bænum í dag. „Við viljum ræða við félagið. Það er þannig að það var skrifað undir samkomulag á sínum tíma og við viljum byggja á því samkomulagi. Okkar markmið er náttúrlega að tryggja að veiðiheimildir og störfin, þ.e.a.s. 6 % af störfum á Húsavík, hverfi ekki,“ segir Bergur Elías. Ef samningar nást við Vísi er ljóst að um töluvert mikla fjárfestingu yrði að ræða fyrir Norðurþing bæði í fasteignum og veiðiheimildum. „Það er ljóst að við munum ekki gera þetta einir. En við erum að vinna fyrir fólkið og við verðum að vinna að hagsmunum þess. Það er ljóst að fyrir Þingeyri, Húsavík og Djúpavog er þetta stórmál og þá verða menn að gera eitthvað,“ segir Bergur Elías. Bæjarfélagið muni reyna að fá sem flesta í lið með sér því ljóst sé að bæjarfélagið ráði ekki við þetta eitt og sér. Bærinn hafi átt tvo ágæta fundi með vísismönnum og menn ætli að gefa sér tíma fram yfir páska til að skoða málin og funda strax eftir páskahátíðina. „Það vona ég svo sannarlega. Það er ljóst að það verður ekki við þessi áföll unað,“ segir Bergur Elías. Hann segir brotthvarf Vísis mikið áfall fyrir allt starfsfólkið, hvort sem það séu Íslendingar eða útlendingar. „Það fólk sem er á Húsavík er fyrirmyndarfólk sama hvaðan það kemur. Það eru bæði Íslendingar og útlendingar. Þetta fólk hefur keypt bæði fjárfest og keypt eignir og hafa verið góðir íbúar í samfélaginu. Þannig að það skiptir ekki meginmáli,“ segir Bergur Elías Ágústsson.
Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira