Innlent

Björgunarsveit flytur sjúkling yfir ófæra heiðina

Baldvin Þormóðsson skrifar
Sjúklingurinn er í jeppabifreið Björgunarsveitinnar sem fylgir eftir Unimog bíl hennar.
Sjúklingurinn er í jeppabifreið Björgunarsveitinnar sem fylgir eftir Unimog bíl hennar. vísir/mynd aðsend
Björgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði vinnur nú í því að flytja sjúkling yfir ófæra Fjarðarheiðina til að koma honum á sjúkrahúsið á Neskaupstað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.

Sjúklingurinn er í jeppabifreið sveitarinnar sem fylgir eftir Unimog bíl hennar en einnig hefur verið ræstur út plógur frá Vegagerðinni.

Komist plógurinn ekki yfir heiðina getur verið að senda þurfi svonefndan blásara á staðinn. Talið er að flutningurinn muni taka um tvær klukkustundir gangi allt eftir áætlun.

Fjarðarheiði er ófær og þæfingsfærð er í Oddsskarði, milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar.

Uppfært: 18. mars 23:52

Björgunarsveitin Ísólfur hefur komið sjúklingnum á sjúkrahúsið á Neskaupsstað og er nú á heimleið.

Að sögn björgunarsveitarmanna gekk flutningurinn mjög vel.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×