Er bara ég sjálf Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 23. apríl 2014 10:00 Sara Pétursdóttir fangaði hjörtu áheyrenda þegar hún sigraði Söngvakeppni framhaldsskólanna með undurfallegri ballöðu Bobs Dylan, To make you feel my love. mynd/valli Sara Pétursdóttir kom, sá og sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna. Hún lærir hárgreiðslu í Tækniskólanum og hefur einstakan stíl. Hvenær kviknaði tískuáhuginn? Ég byrjaði fyrir alvöru að spá í tísku þegar ég varð sextán ára; í upphafi menntaskólaáranna.Hvernig myndirðu lýsa eigin stíl? Ég hef minn eigin stíl og hef að markmiði að líta ekki út eins og allir aðrir.Hvaðan hefurðu tískuvitið? Ég er dugleg að skoða tískublöð og nota Pinterest mikið.Áttu þér uppáhaldstískuverslanir? Já, Topshop og Spútnik eru í mestu dálæti.Eyðir þú miklu í fatakaup? Já, ég eyði eiginlega mestu eingöngu í föt.Hver er þinn helsti veikleiki þegar kemur að tísku? Ég er svo óeðlilega lappalöng að það er varla mögulegt að finna á mig nógu síðar gallabuxur.Hvað yrði fyrir valinu ef þú mættir kaupa þér eina nýja flík í dag? Fallegur kjóll úr Spútnik.Hvaða litur klæðir þig best? Ég hugsa að dökkgrænn fari mér best.Áttu þér uppáhaldsflík? Já, ég held mikið upp á gamlan jakka frá ömmu.Hverju klæðistu við sparileg tilefni? Þá fer ég í fallegan kjól eða sæta skyrtu.Ertu hrifin af skartgripum? Mér þykir óþolandi að vera með armbönd en í lagi að vera með hringi. Hálsmen eru hins vegar ómissandi og helst vil ég hafa þau í stærri kantinum.Hvaða ilmvatn notar þú? Ég nota aðallega ilmvötn frá Beyoncé og þykir þau langbest.Hvaða einn hlutur er ómissandi í snyrtibuddunni? Varalitur. Ég get ekki án hans verið.Hvað er það besta við sumartískuna? Frelsið til að leika sér með litasamsetningar og skærir litir sem gera allt svo sumarlegt.Áttu þér tískufyrirmynd? Nei. Ég er bara ég sjálf. Tíska fyrir mér er föt sem mér sjálfri þykja flott; burtséð frá því hvað öðrum finnst.Hvaða söngkona á heimsvísu er best klædd að þínum dómi? Breska söngkonan Adele. Hún reynir hvorki að sýna neitt né vera önnur en hún er. Adele er einfaldlega algjört æði og í fáránlega flottum fötum.Hvers vegna ákvaðstu að læra hárgreiðslu? Ég hef lengi haft gaman af því að fikta í hári og langaði að prófa að nota listræna hæfileika mína í einhverju öðru en söng, teikningum og dansi.Lumarðu á góðu fegrunarráði fyrir hárið? Mikilvægast er að halda hárinu heilbrigðu og sem mest náttúrulegu. Hár er alltaf langfallegast eins og það er.Kjóll eða buxur? Buxur. Þær eru einfaldlega þægilegastar.Einlitt eða munstrað? Einlitt. Munstrað getur orðið of mikið þótt það sé líka stundum flott.Háir hælar eða flatbotna skór? Flatbotna. Þeir fara betur með fæturna og tryggja þeim meiri vellíðan. Mest lesið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira
Sara Pétursdóttir kom, sá og sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna. Hún lærir hárgreiðslu í Tækniskólanum og hefur einstakan stíl. Hvenær kviknaði tískuáhuginn? Ég byrjaði fyrir alvöru að spá í tísku þegar ég varð sextán ára; í upphafi menntaskólaáranna.Hvernig myndirðu lýsa eigin stíl? Ég hef minn eigin stíl og hef að markmiði að líta ekki út eins og allir aðrir.Hvaðan hefurðu tískuvitið? Ég er dugleg að skoða tískublöð og nota Pinterest mikið.Áttu þér uppáhaldstískuverslanir? Já, Topshop og Spútnik eru í mestu dálæti.Eyðir þú miklu í fatakaup? Já, ég eyði eiginlega mestu eingöngu í föt.Hver er þinn helsti veikleiki þegar kemur að tísku? Ég er svo óeðlilega lappalöng að það er varla mögulegt að finna á mig nógu síðar gallabuxur.Hvað yrði fyrir valinu ef þú mættir kaupa þér eina nýja flík í dag? Fallegur kjóll úr Spútnik.Hvaða litur klæðir þig best? Ég hugsa að dökkgrænn fari mér best.Áttu þér uppáhaldsflík? Já, ég held mikið upp á gamlan jakka frá ömmu.Hverju klæðistu við sparileg tilefni? Þá fer ég í fallegan kjól eða sæta skyrtu.Ertu hrifin af skartgripum? Mér þykir óþolandi að vera með armbönd en í lagi að vera með hringi. Hálsmen eru hins vegar ómissandi og helst vil ég hafa þau í stærri kantinum.Hvaða ilmvatn notar þú? Ég nota aðallega ilmvötn frá Beyoncé og þykir þau langbest.Hvaða einn hlutur er ómissandi í snyrtibuddunni? Varalitur. Ég get ekki án hans verið.Hvað er það besta við sumartískuna? Frelsið til að leika sér með litasamsetningar og skærir litir sem gera allt svo sumarlegt.Áttu þér tískufyrirmynd? Nei. Ég er bara ég sjálf. Tíska fyrir mér er föt sem mér sjálfri þykja flott; burtséð frá því hvað öðrum finnst.Hvaða söngkona á heimsvísu er best klædd að þínum dómi? Breska söngkonan Adele. Hún reynir hvorki að sýna neitt né vera önnur en hún er. Adele er einfaldlega algjört æði og í fáránlega flottum fötum.Hvers vegna ákvaðstu að læra hárgreiðslu? Ég hef lengi haft gaman af því að fikta í hári og langaði að prófa að nota listræna hæfileika mína í einhverju öðru en söng, teikningum og dansi.Lumarðu á góðu fegrunarráði fyrir hárið? Mikilvægast er að halda hárinu heilbrigðu og sem mest náttúrulegu. Hár er alltaf langfallegast eins og það er.Kjóll eða buxur? Buxur. Þær eru einfaldlega þægilegastar.Einlitt eða munstrað? Einlitt. Munstrað getur orðið of mikið þótt það sé líka stundum flott.Háir hælar eða flatbotna skór? Flatbotna. Þeir fara betur með fæturna og tryggja þeim meiri vellíðan.
Mest lesið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira