Tilraunir til norræns sambandsríkis hafa alltaf misheppnast Heimir Már Pétursson skrifar 3. nóvember 2014 21:00 Óraunæft er að Norðurlöndin myndi með sér sambandsríki á næstu áratugum að mati stjórnmálafræðings. Til þess sé þjóðerniskennd of sterk í ríkjunum og hagsmunir að mörgu leyti ólíkir. Íslendingar hafi hins vegar alltaf hagnast einna mest norrænu ríkjanna á samstarfi þeirra. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, og Róbert Marshall, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, eru meðal níu flutningsmanna tillögu vinstri- og miðjuflokka á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi um að færa samstarf Norðurlandanna meira í átt til sambandsríkis. Þannig megi rjúfa hindranir fyrir dýpra sambandi þjóðanna á sem flestum sviðum. „Nei, það er ekki raunhæft að Norðurlöndin geti orðið sambandsríki. Það er einfaldlega það mikil þjóðernishyggja í öllum þessum ríkjum. Þau eru öll svo upptekin af eigin ágæti og sjá sjálf sig í rauninni sem betri en nágrannaríkin, þannig að ég sé ekki að menn fari að deila völdum innan einhvers tiltekins sambandsríkis,“ segir Baldur sem hefur lagt stund á rannsóknir á stöðu smáríkja. Norðurlandaþjóðirnar hafa auðvitað um áratugaskeið haft með sér náið samstarf. En Íslendingar hafa kannski hagnast mest á því. Og það er vegna smæðar landsins segir Baldur. Þá hafi þjóðirnar einnig unnið mikið saman innan alþjóðastofnana eins og Sameinuðu þjóðanna. „Og það er í vissum málaflokkum sem þjóðirnar gætu klárlega unnið enn nánar saman. Þá ber helst að nefna mannúðarmál, mannréttindamál, til dæmis réttindi kvenna eða vinna að umhverfisvernd á alþjóðavettvangi. Svo má líka nefna norðurskautið og norðurslóðamálefni,“ segir Baldur. Hins vegar hafi verið andstaða við það innan Norðurlandanna að færa vald til alþjóðlegra stofnana. „Ef við förum yfir söguna þá hafa allar stórar og miklar hugmyndir um nána samvinnu Norðurlandanna farið út um þúfur og ástæðan fyrir því er nokkuð fjölþætt,“ segir Baldur. Fyrir utan andstöðuna við framsal valds séu efnahagslegir hagsmunir norðurlandaþjóðanna mismundandi og evrópusamvinnan og evrópusamruninn hafi boðið betur í þessu samhengi, þótt norðurlandasamvinnan sé mikilvæg. „Norðurlandasamvinnan skiptir miklu máli fyrir okkar daglega líf þótt við sjáum það kannski ekki alltaf og áttum okkur ekki á því,“ segir Baldur Þórhallsson. Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Óraunæft er að Norðurlöndin myndi með sér sambandsríki á næstu áratugum að mati stjórnmálafræðings. Til þess sé þjóðerniskennd of sterk í ríkjunum og hagsmunir að mörgu leyti ólíkir. Íslendingar hafi hins vegar alltaf hagnast einna mest norrænu ríkjanna á samstarfi þeirra. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, og Róbert Marshall, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, eru meðal níu flutningsmanna tillögu vinstri- og miðjuflokka á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi um að færa samstarf Norðurlandanna meira í átt til sambandsríkis. Þannig megi rjúfa hindranir fyrir dýpra sambandi þjóðanna á sem flestum sviðum. „Nei, það er ekki raunhæft að Norðurlöndin geti orðið sambandsríki. Það er einfaldlega það mikil þjóðernishyggja í öllum þessum ríkjum. Þau eru öll svo upptekin af eigin ágæti og sjá sjálf sig í rauninni sem betri en nágrannaríkin, þannig að ég sé ekki að menn fari að deila völdum innan einhvers tiltekins sambandsríkis,“ segir Baldur sem hefur lagt stund á rannsóknir á stöðu smáríkja. Norðurlandaþjóðirnar hafa auðvitað um áratugaskeið haft með sér náið samstarf. En Íslendingar hafa kannski hagnast mest á því. Og það er vegna smæðar landsins segir Baldur. Þá hafi þjóðirnar einnig unnið mikið saman innan alþjóðastofnana eins og Sameinuðu þjóðanna. „Og það er í vissum málaflokkum sem þjóðirnar gætu klárlega unnið enn nánar saman. Þá ber helst að nefna mannúðarmál, mannréttindamál, til dæmis réttindi kvenna eða vinna að umhverfisvernd á alþjóðavettvangi. Svo má líka nefna norðurskautið og norðurslóðamálefni,“ segir Baldur. Hins vegar hafi verið andstaða við það innan Norðurlandanna að færa vald til alþjóðlegra stofnana. „Ef við förum yfir söguna þá hafa allar stórar og miklar hugmyndir um nána samvinnu Norðurlandanna farið út um þúfur og ástæðan fyrir því er nokkuð fjölþætt,“ segir Baldur. Fyrir utan andstöðuna við framsal valds séu efnahagslegir hagsmunir norðurlandaþjóðanna mismundandi og evrópusamvinnan og evrópusamruninn hafi boðið betur í þessu samhengi, þótt norðurlandasamvinnan sé mikilvæg. „Norðurlandasamvinnan skiptir miklu máli fyrir okkar daglega líf þótt við sjáum það kannski ekki alltaf og áttum okkur ekki á því,“ segir Baldur Þórhallsson.
Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira