Tilraunir til norræns sambandsríkis hafa alltaf misheppnast Heimir Már Pétursson skrifar 3. nóvember 2014 21:00 Óraunæft er að Norðurlöndin myndi með sér sambandsríki á næstu áratugum að mati stjórnmálafræðings. Til þess sé þjóðerniskennd of sterk í ríkjunum og hagsmunir að mörgu leyti ólíkir. Íslendingar hafi hins vegar alltaf hagnast einna mest norrænu ríkjanna á samstarfi þeirra. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, og Róbert Marshall, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, eru meðal níu flutningsmanna tillögu vinstri- og miðjuflokka á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi um að færa samstarf Norðurlandanna meira í átt til sambandsríkis. Þannig megi rjúfa hindranir fyrir dýpra sambandi þjóðanna á sem flestum sviðum. „Nei, það er ekki raunhæft að Norðurlöndin geti orðið sambandsríki. Það er einfaldlega það mikil þjóðernishyggja í öllum þessum ríkjum. Þau eru öll svo upptekin af eigin ágæti og sjá sjálf sig í rauninni sem betri en nágrannaríkin, þannig að ég sé ekki að menn fari að deila völdum innan einhvers tiltekins sambandsríkis,“ segir Baldur sem hefur lagt stund á rannsóknir á stöðu smáríkja. Norðurlandaþjóðirnar hafa auðvitað um áratugaskeið haft með sér náið samstarf. En Íslendingar hafa kannski hagnast mest á því. Og það er vegna smæðar landsins segir Baldur. Þá hafi þjóðirnar einnig unnið mikið saman innan alþjóðastofnana eins og Sameinuðu þjóðanna. „Og það er í vissum málaflokkum sem þjóðirnar gætu klárlega unnið enn nánar saman. Þá ber helst að nefna mannúðarmál, mannréttindamál, til dæmis réttindi kvenna eða vinna að umhverfisvernd á alþjóðavettvangi. Svo má líka nefna norðurskautið og norðurslóðamálefni,“ segir Baldur. Hins vegar hafi verið andstaða við það innan Norðurlandanna að færa vald til alþjóðlegra stofnana. „Ef við förum yfir söguna þá hafa allar stórar og miklar hugmyndir um nána samvinnu Norðurlandanna farið út um þúfur og ástæðan fyrir því er nokkuð fjölþætt,“ segir Baldur. Fyrir utan andstöðuna við framsal valds séu efnahagslegir hagsmunir norðurlandaþjóðanna mismundandi og evrópusamvinnan og evrópusamruninn hafi boðið betur í þessu samhengi, þótt norðurlandasamvinnan sé mikilvæg. „Norðurlandasamvinnan skiptir miklu máli fyrir okkar daglega líf þótt við sjáum það kannski ekki alltaf og áttum okkur ekki á því,“ segir Baldur Þórhallsson. Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Óraunæft er að Norðurlöndin myndi með sér sambandsríki á næstu áratugum að mati stjórnmálafræðings. Til þess sé þjóðerniskennd of sterk í ríkjunum og hagsmunir að mörgu leyti ólíkir. Íslendingar hafi hins vegar alltaf hagnast einna mest norrænu ríkjanna á samstarfi þeirra. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, og Róbert Marshall, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, eru meðal níu flutningsmanna tillögu vinstri- og miðjuflokka á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi um að færa samstarf Norðurlandanna meira í átt til sambandsríkis. Þannig megi rjúfa hindranir fyrir dýpra sambandi þjóðanna á sem flestum sviðum. „Nei, það er ekki raunhæft að Norðurlöndin geti orðið sambandsríki. Það er einfaldlega það mikil þjóðernishyggja í öllum þessum ríkjum. Þau eru öll svo upptekin af eigin ágæti og sjá sjálf sig í rauninni sem betri en nágrannaríkin, þannig að ég sé ekki að menn fari að deila völdum innan einhvers tiltekins sambandsríkis,“ segir Baldur sem hefur lagt stund á rannsóknir á stöðu smáríkja. Norðurlandaþjóðirnar hafa auðvitað um áratugaskeið haft með sér náið samstarf. En Íslendingar hafa kannski hagnast mest á því. Og það er vegna smæðar landsins segir Baldur. Þá hafi þjóðirnar einnig unnið mikið saman innan alþjóðastofnana eins og Sameinuðu þjóðanna. „Og það er í vissum málaflokkum sem þjóðirnar gætu klárlega unnið enn nánar saman. Þá ber helst að nefna mannúðarmál, mannréttindamál, til dæmis réttindi kvenna eða vinna að umhverfisvernd á alþjóðavettvangi. Svo má líka nefna norðurskautið og norðurslóðamálefni,“ segir Baldur. Hins vegar hafi verið andstaða við það innan Norðurlandanna að færa vald til alþjóðlegra stofnana. „Ef við förum yfir söguna þá hafa allar stórar og miklar hugmyndir um nána samvinnu Norðurlandanna farið út um þúfur og ástæðan fyrir því er nokkuð fjölþætt,“ segir Baldur. Fyrir utan andstöðuna við framsal valds séu efnahagslegir hagsmunir norðurlandaþjóðanna mismundandi og evrópusamvinnan og evrópusamruninn hafi boðið betur í þessu samhengi, þótt norðurlandasamvinnan sé mikilvæg. „Norðurlandasamvinnan skiptir miklu máli fyrir okkar daglega líf þótt við sjáum það kannski ekki alltaf og áttum okkur ekki á því,“ segir Baldur Þórhallsson.
Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira