„Stórt skref í geimkönnunarsögu mannkynsins“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. nóvember 2014 16:44 vísir/aðsend/getty Áhugamenn um geimvísindi og stjörnufræði biðu með öndina í hálsinum þegar könnunarfarið Philae lenti á halastjörnunni 67P/Churyumov-Gerasimenko nú síðdegis. Geimfarið lenti rúmlega fjögur og tíu ára leiðangur fékk draumaenda. „Ég fékk smá gleðikökk í hálsinn þegar ég sá að leiðangurinn hafði heppnast,“ segir Sævar Helgi Bragason, áhugamaður um stjörnufræði, og einn fjölmargra sem fylgdust spenntir með. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt er reynt og er von á nýjum upplýsingum um eðli slíkra fyrirbæra, sem halastjörnur eru. „Ég er bara eins og allir sem hafa áhuga á þessu alveg óskaplega glaður með það að þetta hafi tekist. Ég er búinn að fylgjast með þessu frá því að geimfarinu var skotið á loft fyrir tíu árum og í raun lengur, alveg frá því að ákveðið var að ráðast í þetta verkefni.“ Sævar segir að biðin hafi verið löng en sem betur fer varð þetta að veruleika. „Það sem við vitum núna er að geimfarið lenti örugglega á yfirborðinu. Næstu klukkutímana fer í hönd tími þar sem fyrstu upplýsingum verður safnað saman. Við eigum eftir að sjá myndir frá halastjörnunni og sjá hvernig landslagið er allt í kring.“ Næsta skref verður að gera rannsóknir af vettvangi. „Nú verður farið í það að efnagreina efni á svæðinu og framkvæma alla þær rannsóknir sem hægt er. Þetta verður því mikil vinna fyrir teymið næstu tvo til fimm dagana.“ Sævar segir að geimfarið geti verið með fulla raforku á halastjörnunni í fimm daga í það minnsta. „Ef allt gekk fullkomlega upp standa vonir til að geimfarið geti verið í samskiptum við okkur á jörðinni fram í mars.“ Hann segir að þessi áfangi sé stórt skref í geimkönnunarsögu mannkynsins. „Þetta er í fyrsta sinn sem við lendum á hnetti í sólkerfinu, sem er hvorki reikistjarna né tungl. Þetta er í fyrsta skipti sem lent er á halastjörnu og þær eru elstu hnettirnir í sólkerfinu. Þetta er mjög merkilegur sögulegur áfangi og stórkostlegt að þetta hafi tekist. Því það var svo margt sem gat farið úrskeiðis.“ Sævar segir að rannsóknir frá halastjörnunni geti svarað mörgum spurningum. „Það sem menn vonast eftir er að rannsóknir geti veitt okkur einhver svör, t.d. eins og hvernig vatn kom til jarðarinnar. Hugsanlega hefur það komið með halastjörnum. Á halastjörnum eru einnig lífræn efni og það getur vel verið að halastjörnur séu nokkurskonar fræ fyrir lífið á jörðinni.“ Tengdar fréttir Reyna að lenda á halastjörnunni Evrópska geimvísindastofnunin mun í dag gera tilraun til að koma könnunarfarinu Philae á yfirborð halastjörnu sem þýtur í gegnum geiminn á ofsahraða. Gervitunglið Rósetta hefur síðustu vikur fylgt halastjörnunni eftir og í dag á að reyna að lenda litlu könnunarfari úr tuttugu kílómetra hæð á yfirborðinu. 12. nóvember 2014 08:10 Beðið í ofvæni eftir því hvort lending á halastjörnunni takist Áhugamenn um geimvísindi og stjörnufræði bíða nú með öndina í hálsinum en könnunarfarið Philae var í morgun sleppt frá gervitunglinu Rósetta og er ætlunin að lenda á halastjörnu. 12. nóvember 2014 13:19 Bein útsending: Geimfar reynir að lenda á halastjörnu í fyrsta skipti Áhugamenn um geimvísindi og stjörnufræði bíða nú með öndina í hálsinum en könnunarfarið Philae var í morgun sleppt frá gervitunglinu Rósetta og er ætlunin að lenda á halastjörnu. 12. nóvember 2014 15:15 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Sjá meira
Áhugamenn um geimvísindi og stjörnufræði biðu með öndina í hálsinum þegar könnunarfarið Philae lenti á halastjörnunni 67P/Churyumov-Gerasimenko nú síðdegis. Geimfarið lenti rúmlega fjögur og tíu ára leiðangur fékk draumaenda. „Ég fékk smá gleðikökk í hálsinn þegar ég sá að leiðangurinn hafði heppnast,“ segir Sævar Helgi Bragason, áhugamaður um stjörnufræði, og einn fjölmargra sem fylgdust spenntir með. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt er reynt og er von á nýjum upplýsingum um eðli slíkra fyrirbæra, sem halastjörnur eru. „Ég er bara eins og allir sem hafa áhuga á þessu alveg óskaplega glaður með það að þetta hafi tekist. Ég er búinn að fylgjast með þessu frá því að geimfarinu var skotið á loft fyrir tíu árum og í raun lengur, alveg frá því að ákveðið var að ráðast í þetta verkefni.“ Sævar segir að biðin hafi verið löng en sem betur fer varð þetta að veruleika. „Það sem við vitum núna er að geimfarið lenti örugglega á yfirborðinu. Næstu klukkutímana fer í hönd tími þar sem fyrstu upplýsingum verður safnað saman. Við eigum eftir að sjá myndir frá halastjörnunni og sjá hvernig landslagið er allt í kring.“ Næsta skref verður að gera rannsóknir af vettvangi. „Nú verður farið í það að efnagreina efni á svæðinu og framkvæma alla þær rannsóknir sem hægt er. Þetta verður því mikil vinna fyrir teymið næstu tvo til fimm dagana.“ Sævar segir að geimfarið geti verið með fulla raforku á halastjörnunni í fimm daga í það minnsta. „Ef allt gekk fullkomlega upp standa vonir til að geimfarið geti verið í samskiptum við okkur á jörðinni fram í mars.“ Hann segir að þessi áfangi sé stórt skref í geimkönnunarsögu mannkynsins. „Þetta er í fyrsta sinn sem við lendum á hnetti í sólkerfinu, sem er hvorki reikistjarna né tungl. Þetta er í fyrsta skipti sem lent er á halastjörnu og þær eru elstu hnettirnir í sólkerfinu. Þetta er mjög merkilegur sögulegur áfangi og stórkostlegt að þetta hafi tekist. Því það var svo margt sem gat farið úrskeiðis.“ Sævar segir að rannsóknir frá halastjörnunni geti svarað mörgum spurningum. „Það sem menn vonast eftir er að rannsóknir geti veitt okkur einhver svör, t.d. eins og hvernig vatn kom til jarðarinnar. Hugsanlega hefur það komið með halastjörnum. Á halastjörnum eru einnig lífræn efni og það getur vel verið að halastjörnur séu nokkurskonar fræ fyrir lífið á jörðinni.“
Tengdar fréttir Reyna að lenda á halastjörnunni Evrópska geimvísindastofnunin mun í dag gera tilraun til að koma könnunarfarinu Philae á yfirborð halastjörnu sem þýtur í gegnum geiminn á ofsahraða. Gervitunglið Rósetta hefur síðustu vikur fylgt halastjörnunni eftir og í dag á að reyna að lenda litlu könnunarfari úr tuttugu kílómetra hæð á yfirborðinu. 12. nóvember 2014 08:10 Beðið í ofvæni eftir því hvort lending á halastjörnunni takist Áhugamenn um geimvísindi og stjörnufræði bíða nú með öndina í hálsinum en könnunarfarið Philae var í morgun sleppt frá gervitunglinu Rósetta og er ætlunin að lenda á halastjörnu. 12. nóvember 2014 13:19 Bein útsending: Geimfar reynir að lenda á halastjörnu í fyrsta skipti Áhugamenn um geimvísindi og stjörnufræði bíða nú með öndina í hálsinum en könnunarfarið Philae var í morgun sleppt frá gervitunglinu Rósetta og er ætlunin að lenda á halastjörnu. 12. nóvember 2014 15:15 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Sjá meira
Reyna að lenda á halastjörnunni Evrópska geimvísindastofnunin mun í dag gera tilraun til að koma könnunarfarinu Philae á yfirborð halastjörnu sem þýtur í gegnum geiminn á ofsahraða. Gervitunglið Rósetta hefur síðustu vikur fylgt halastjörnunni eftir og í dag á að reyna að lenda litlu könnunarfari úr tuttugu kílómetra hæð á yfirborðinu. 12. nóvember 2014 08:10
Beðið í ofvæni eftir því hvort lending á halastjörnunni takist Áhugamenn um geimvísindi og stjörnufræði bíða nú með öndina í hálsinum en könnunarfarið Philae var í morgun sleppt frá gervitunglinu Rósetta og er ætlunin að lenda á halastjörnu. 12. nóvember 2014 13:19
Bein útsending: Geimfar reynir að lenda á halastjörnu í fyrsta skipti Áhugamenn um geimvísindi og stjörnufræði bíða nú með öndina í hálsinum en könnunarfarið Philae var í morgun sleppt frá gervitunglinu Rósetta og er ætlunin að lenda á halastjörnu. 12. nóvember 2014 15:15