Innlent

Kveikt í fimm gámum í gærkvöldi í borginni

Gissur Sigurðsson skrifar
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk sex útköll í gærkvöldi vegna þess að kveikt hafði verið í, víðsvegar á svæðinu.

Í fimm tilvikum hafði verið kveikt í ruslagámum og í einu tilviki hafði jólatrjám verið safnað saman í köst og kveikt í.

Að sögn slökkviliðsins hlaust hvergi tjón af, nema hvað sumir ruslagámarnir skemmdust eitthvað. Slökkviliðsmenn voru viðbúnir þessu þar sem íkveikjur eru algengar á þrettándanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×