Innlent

Enginn eldur í Höfðatorgi

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Allt tiltækt slökkvilið var kallað að Höfðatorgi vegna tilkynningar um eld í byggingunni.

Húsið var rýmt en eldurinn, sem sagður var afmarkaður á 20. hæð hússins, reyndist vera enginn. Um var að ræða mótor í loftræstingu sem brann yfir og gaf frá sér reyk.

Ásta Guðjónsdóttir vinnur á 19. hæð og segist hún í samtali við Vísi hvorki hafa orðið vör við eld né reyk.

„Við erum bara hér að bíða,“ segir Ásta en lögregla hafði þá sagt að óhætt væri að fara inn á fyrstu hæð hússins. „Við bíðum bara eftir fyrirmælum,“ segir Ásta.

Allt tiltækt slökkvilið var sent á staðinn.mynd/samúel



Fleiri fréttir

Sjá meira


×